Page 1 of 1

Stór bruggdagur.

Posted: 9. Jul 2012 23:20
by bergrisi
Fyrst maður var bundinn heima og komst ekki á fundinn í kvöld þá ákvað ég að vera soldið duglegur og gerði 3 bjóra í dag.
Þeir lituðust af því að tölvan mín hrundi svo allar gamlar uppskriftir eru horfnar en er það samt enginn missir fyrir mannkynið.

Ég fann svo einhverja flokka sem þeir pössuðu inní miðað við styrk, beyskju og lit.

Bock, IPA og Blond Ale.

Bockinn -
Prufaði að taka tvo lítra af virti og sjóða niður um helming og bæta svo útí stóra pottinn í lok suðu. Það á að gera einhvern karamellukeim og þetta er eitthvað sem mig langar að læra betur.

Ingredients
Amt Name Type # %/IBU
5,00 kg Pale Malt (Weyermann) (6,5 EBC) Grain 1 78,9 %
0,59 kg Caraaroma (Weyermann) (350,7 EBC) Grain 2 9,3 %
0,32 kg Munich I (Weyermann) (14,0 EBC) Grain 3 5,0 %
0,23 kg Melanoidin (Weyermann) (59,1 EBC) Grain 4 3,6 %
0,20 kg Carafoam (Weyermann) (3,9 EBC) Grain 5 3,2 %
50,80 g Hallertauer Hersbrucker [4,00 %] - Boil 60,0 min Hop 6 19,3 IBUs
31,20 g Saaz [4,00 %] - Boil 15,0 min Hop 7 5,9 IBUs
1,0 pkg Windsor Yeast (Lallemand #-) [23,66 ml] Yeast 8 -

Beer Profile

Est Original Gravity: 1,065 SG Measured Original Gravity: 1,062 SG
Est Final Gravity: 1,013 SG Measured Final Gravity: 1,010 SG
Estimated Alcohol by Vol: 6,9 % Actual Alcohol by Vol: 6,8 %
Bitterness: 25,2 IBUs Calories: 582,4 kcal/l
Est Color: 39,4 EBC


IPA-inn -
Soldið mikið ljós og pínu sterkur. Setti síðustu humlana í pressukönnu og hellti útí eftir að ég slökkti á suðunni.

Ingredients
Amt Name Type # %/IBU
5,00 kg Pale Malt (Weyermann) (6,5 EBC) Grain 1 89,3 %
0,20 kg Carafoam (Weyermann) (3,9 EBC) Grain 2 3,6 %
0,20 kg Melanoidin (Weyermann) (59,1 EBC) Grain 3 3,6 %
0,20 kg Munich I (Weyermann) (14,0 EBC) Grain 4 3,6 %
35,00 g Chinook [13,00 %] - Boil 60,0 min Hop 5 46,7 IBUs
33,00 g Goldings, East Kent [5,00 %] - Boil 15,0 min Hop 6 8,4 IBUs
25,00 g Fuggles [4,50 %] - Boil 0,0 min Hop 7 0,0 IBUs
1,0 pkg Windsor Yeast (Lallemand #-) [23,66 ml] Yeast 8 -

Beer Profile

Est Original Gravity: 1,060 SG Measured Original Gravity: 1,060 SG
Est Final Gravity: 1,012 SG Measured Final Gravity: 1,010 SG
Estimated Alcohol by Vol: 6,4 % Actual Alcohol by Vol: 6,6 %
Bitterness: 55,1 IBUs Calories: 562,7 kcal/l
Est Color: 12,8 EBC

Svo er það Blond Ale
Þetta átti að vera lager en þar sem ég henti lagergerinu mínu þá breyttist hann í Blond Ale. Þessi er reyndar ennþá að sjóða meðan ég skrifa þetta svo OG er ekki rétt. Þessi verður vonandi voða mildur.

Ingredients
Amt Name Type # %/IBU
4,38 kg Pale Malt (Weyermann) (6,5 EBC) Grain 1 95,1 %
0,22 kg Carafoam (Weyermann) (3,9 EBC) Grain 2 4,9 %
40,00 g Hallertauer Hersbrucker [4,00 %] - Boil 60,0 min Hop 3 17,4 IBUs
15,00 g Saaz [4,00 %] - Boil 15,0 min Hop 4 3,2 IBUs
1,0 pkg Windsor Yeast (Lallemand #-) [23,66 ml] Yeast 5 -

Beer Profile

Est Original Gravity: 1,048 SG Measured Original Gravity: 1,046 SG
Est Final Gravity: 1,009 SG Measured Final Gravity: 1,010 SG
Estimated Alcohol by Vol: 5,0 % Actual Alcohol by Vol: 4,7 %
Bitterness: 20,7 IBUs Calories: 427,1 kcal/l

Re: Stór bruggdagur.

Posted: 10. Jul 2012 00:18
by hrafnkell
Það er aldeilis að kallinn er duglegur... 3 laganir á einum degi er ansi vel gert :)

Re: Stór bruggdagur.

Posted: 10. Jul 2012 00:58
by bergrisi
Takk, og það verður innkaupaleiðangur til þín þegar þetta fer á flöskur.

Er að plana næstu skref en held að ég láti tvær laganir á dag nægja framvegis.

Re: Stór bruggdagur.

Posted: 10. Jul 2012 10:29
by helgibelgi
Flottur! 3 laganir sama dag er fáránlega gott! Svo er ég hérna að reyna að réttlæta fyrir sjálfum mér að fresta átöppun um einn dag. Get ekki gert það núna, verð að gera eitthvað! :P

Með bockinn þá smakkaði ég bockinn hans Vidda og hann er fáránlega góður, veit ekki hvort hann hafi tekið svona frá og soðið.

Re: Stór bruggdagur.

Posted: 6. Aug 2012 22:17
by bergrisi
Var að smakka þá núna í kvöld en þeir eru bara búnir að vera í fimm daga á flöskum. Ég var bara allt of spenntur að smakka.

Blondinn er bragðlítill og á eflaust eftir að verða góður svalandi bjór en það er lítill karakter í honum.

IPA bjórinn er góður en ég hefði viljað hafa mun meira humlabragð. Verð örugglega að gera dobble IPA næst til að fá smá rífandi humla.

Bock, sem ætti reyndar að vera sterkur brown ale var sá allra besti. Held bara með betri bjórum sem ég hef gert. Þó svo hann væri svona óþroskaður þá var hann virkilega bragðgóður. Hlakka til að sjá hvernig hann þroskast. Uppskrift sem verður geymd.

Stefni á að koma með eitthvað af þessum á septemberfundinn. Verð í fríi þá. Hvað varð annars um mánudagsfund ágústmánaðar?

Re: Stór bruggdagur.

Posted: 12. Sep 2012 23:53
by bergrisi
Smá update á þessa bjóra.

Fékk góða félaga í heimsókn í kvöld og þeir voru ofurhrifnir af Bock. Ég held að ég taki undir það en ég held að þetta sé besti bjór sem ég hef gert. Skemmtilega slungið bragð. Mikil fylling og verður gerður aftur.

Verður til smökkunar á oktoberfundinum.