Page 1 of 1
Sigti til að sía eftir suðu og gerjun
Posted: 9. Jul 2012 11:30
by rdavidsson
Sælir,
Ég er búinn að vera að leita af fínu sigti til þess að sía virtinn eftir suðu og eftir gerjun til þess að losna við "ruslið" sem t.d flýtur ofan á í gerjunartunnunni. Ég hef alltaf þurft að skilja slatta af vökva eftir í suðutunnunni og gerjunartunnunni til að losna við þetta ( skilar sér í lélegri nýtni!!). Hvernig hafa menn verið að gera þetta og hvar fæ ég mjög fínmöskvað sigti í þetta?
Re: Sigti til að sía eftir suðu og gerjun
Posted: 9. Jul 2012 11:40
by Idle
Ég get því miður ekki svarað spurningunni, en get þó deilt eigin reynslu, hvers virði sem hún kann að vera.
Hef aldrei notað sigti eða reynt að sía eftir suðu. Á meðan ég hef kælt virtinn í pottinum hef ég reynt að búa til hringrás með því að hræra stöðugt, en með því sópast sorpið upp í keilulaga haug í miðjum pottinum. Svo hef ég notað hefðbundna fleytislöngu til að færa virtinn yfir í gerjunarfötuna.
Að gerjun lokinni hef ég haft örlítið frábrugðinn hátt á, en þó ekki svo. Klukkutíma fyrir átöppun færi ég gerjunarfötuna upp á eldhúsborð, og hleð einhverju undir hana þannig að hún halli nokkuð í átt að mér. Útbý sykurlausnina og skelli í hreina fötu, tylli prikinu á fleytislöngunni í botninn á gerjunartunnunni fjær mér (því nú hefur mesta gruggið runnið í áttina að mér), fleyti yfir í rólegheitum, o. s. frv.
Hef aldrei þurft að kvarta yfir lélegri nýtingu með þessu móti. Skil e. t. v. 200 - 300 millilítra eftir af vökva (gruggið undanskilið) í tunnunni.

Re: Sigti til að sía eftir suðu og gerjun
Posted: 9. Jul 2012 13:12
by Proppe
Ég tylli svona gaur:
http://www.ikea.is/products/6650" onclick="window.open(this.href);return false; ofaná gerjunarfötuna, meskipokann þar ofaní, syphona kaldan virtinn þar yfir. Það fer ekki dropi til spillis og virtinn vel oxíderaður eftir að drjúpa niður.
Re: Sigti til að sía eftir suðu og gerjun
Posted: 11. Sep 2012 17:13
by Gvarimoto
Proppe wrote:Ég tylli svona gaur:
http://www.ikea.is/products/6650" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false; ofaná gerjunarfötuna, meskipokann þar ofaní, syphona kaldan virtinn þar yfir. Það fer ekki dropi til spillis og virtinn vel oxíderaður eftir að drjúpa niður.
Ætlaði að panta mér svona þegar ég sá þetta. En svo sé ég að sendingarkostnaðurinn er 100% dýrari en sigtið -.-
Mætti halda að Akureyri væri í kína.
Re: Sigti til að sía eftir suðu og gerjun
Posted: 11. Sep 2012 21:01
by rdavidsson
Gvarimoto wrote:Proppe wrote:Ég tylli svona gaur:
http://www.ikea.is/products/6650" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false; ofaná gerjunarfötuna, meskipokann þar ofaní, syphona kaldan virtinn þar yfir. Það fer ekki dropi til spillis og virtinn vel oxíderaður eftir að drjúpa niður.
Ætlaði að panta mér svona þegar ég sá þetta. En svo sé ég að sendingarkostnaðurinn er 100% dýrari en sigtið -.-
Mætti halda að Akureyri væri í kína.
Ég kannast við þetta (er frá Ak en bý í rvk núna). Ég endaði á að kaupa svona sigti, algjör snilld. Var með rúmlega 5kg af korni í pokanum síðast eftir meskingu og það smellpassaði ofan í það. Ódýr og góð lausn fyrir höfuðborgarbúa

Re: Sigti til að sía eftir suðu og gerjun
Posted: 12. Sep 2012 12:10
by kristfin
ekki rugla saman vandamálinu og lausninni.
að mínu mati er þetta ekki vandamál.
hinsvegar að kynna til sögunar sigti eða aðra aðskotahluti eftir suðu er virkilega slæm hugmynd, sama hversu vel þið reynið að sótthreinsa.