Page 1 of 1

Skráning í Fágun - Starfsárið 2012-2013

Posted: 8. Jul 2012 23:31
by Hrotti
Árgjald í félagið eru 4000 kr. Félagið safnar ekki fjármunum og því munu félagsmenn njóta hverrar krónu.

Skráning fer fram á eftirfarandi máta:
Millifærðar eru 4000 kr. á reikning 0323-26-63041, kennitala 630410-2230.
Tilgreina þarf notendanafn á fagun.is í skýringu svo skráning sé fullgild.
eða
Mæta á mánudagsfund 9.júlí á KEX kl. 20.00 og greiða gjaldkera þar með reiðufé

Kvittun skal senda á skraning.fagun@gmail.com

Hafði viðkomandi ekki rétt til að gerast félagi er árgjaldið endurgreitt næst þegar farið er yfir nýjar skráningar.

Áætluð dagskrá fyrir starfsárið - Tillögur eru vel þegnar
Júlí--------Mánudagsfundur
Ágúst------Kútapartí + Mánudagsfundur
September-Heimsókn í brugghús + Mánudagsfundur
Október----Górhátíð + Mánudagsfundur
Nóvember--Mánudagsfundur
Desember--Mánudagsfundur á föstudegi með jólaívafi og jafnel léttum mat á KEX
Janúar-----Mánudagsfundur
Febrúar----Heimsókn í brugghús + Mánudagsfundur
Mars-------Mánudagsfundur
Apríl--------Bjórgerðarkeppni + Mánudagsfundur
Maí---------Aðalfundur snemma í mánuðinum

Stjórn Fágunar:
Formaður: Halldór Ægir Halldórsson "Halldor"
Ritari: Úlfar Linnet "Ulfar"
Gjaldkeri: Óttar Örn Sigubergsson "Hrotti"

Re: Skráning í Fágun - Starfsárið 2012-2013

Posted: 9. Jul 2012 00:31
by bergrisi
Flott dagskrá. Vonandi nær maður að vera virkur í öllu sem er framundan.

Tvær heimsóknir í brugghús!! jibbííí

Re: Skráning í Fágun - Starfsárið 2012-2013

Posted: 9. Jul 2012 10:43
by hrafnkell
Þetta hljómar rock solid. Spennandi tímar framundan :)

Re: Skráning í Fágun - Starfsárið 2012-2013

Posted: 10. Jul 2012 11:29
by Hrotti
Ég vil bjóða Hrotta, BjarkaTH, Halldor, Benna og Proppe velkomna í félagið.

Allir skráðir notendur munu á næstu dögum breyta um lit eftir því hvort þeir hafi greitt í félagið.

Re: Skráning í Fágun - Starfsárið 2012-2013

Posted: 10. Jul 2012 12:30
by bjarkith
Ég er nú búinn að vera félagi í ár, en aldrei of seint að bjóða mig velkominn ;)

Re: Skráning í Fágun - Starfsárið 2012-2013

Posted: 10. Jul 2012 12:56
by Hrotti
bjarkith wrote:Ég er nú búinn að vera félagi í ár, en aldrei of seint að bjóða mig velkominn ;)
Afsakið, það er auðvitað rétt - ég skal umorða þetta :)
"Ég vil bjóða Hrotta, BjarkaTH, Halldor, Benna og Proppe velkomna aftur í félagið"

Veit reyndar ekkert hverjir greiddu félagsgjöld fyrir seinasta starfsár.

Re: Skráning í Fágun - Starfsárið 2012-2013

Posted: 10. Jul 2012 22:08
by halldor
bjarkith wrote:Ég er nú búinn að vera félagi í ár, en aldrei of seint að bjóða mig velkominn ;)
En þú ert ekki appelsínugulur (þegar þetta er ritað) ;)
Við kippum því í liðinn.
Svo er ekkert að því að bjóða menn aftur velkomna :)

Re: Skráning í Fágun - Starfsárið 2012-2013

Posted: 11. Jul 2012 00:13
by Idle
halldor wrote:
bjarkith wrote:Ég er nú búinn að vera félagi í ár, en aldrei of seint að bjóða mig velkominn ;)
En þú ert ekki appelsínugulur (þegar þetta er ritað) ;)
Það er nú e. t. v. vegna þess að listi yfir skráða félaga skilaði sér aldrei svo hægt væri að kippa slíku í liðinn. ;)

Re: Skráning í Fágun - Starfsárið 2012-2013

Posted: 11. Jul 2012 12:37
by halldor
Idle wrote:
halldor wrote:
bjarkith wrote:Ég er nú búinn að vera félagi í ár, en aldrei of seint að bjóða mig velkominn ;)
En þú ert ekki appelsínugulur (þegar þetta er ritað) ;)
Það er nú e. t. v. vegna þess að listi yfir skráða félaga skilaði sér aldrei svo hægt væri að kippa slíku í liðinn. ;)
Við munum uppfæra þetta reglulega á starfsárinu 2012/2013... ég lofa :)

Re: Skráning í Fágun - Starfsárið 2012-2013

Posted: 11. Jul 2012 13:13
by bjarkith
Varðandi kútapartýið þá væri fínt að þeir sem ætla að koma með kúta komi sér saman sem fyrst hvað þeir ætla að koma með svo menn geti bruggað sem fyrst ef þeir eiga það eftir.

Re: Skráning í Fágun - Starfsárið 2012-2013

Posted: 12. Jul 2012 08:55
by bragith
Sæl

Eru ekki haldin námskeið á vegum Fágunar ?

Til dæmis, hvernig á að harvesta ger og eða hvernig er best að koma sér upp ger safni.

Bara hugmynd, mér persónulega finnst skemmtilegra að fara á námskeið heldur en að vera horfa alltaf á youtube.

Kv. Bragi

Re: Skráning í Fágun - Starfsárið 2012-2013

Posted: 12. Jul 2012 09:48
by Hrotti
bragith wrote:Sæl

Eru ekki haldin námskeið á vegum Fágunar ?

Til dæmis, hvernig á að harvesta ger og eða hvernig er best að koma sér upp ger safni.

Bara hugmynd, mér persónulega finnst skemmtilegra að fara á námskeið heldur en að vera horfa alltaf á youtube.

Kv. Bragi
Það kom upp hugmynd á mánudagsfundinum að vera með Ho-To-Brew kvöld. Þetta gæti verið ein útfærsla af því.
Góð hugmynd