Page 1 of 1

Mánudagsfundur júlímánaðar, 9. júlí kl. 20.30

Posted: 8. Jul 2012 15:03
by halldor
Vegna fjölda áskoranna (sigurdur) ákvað ég að gera formlegan þráð fyrir mánudagsfund júlímánaðar :)

Staður: KEX
Tími: Mánudagurinn 9. júlí, kl. 20:30
Efni: Gróf dagskrá komandi félagsárs kynnt, kútapartí á menningarnótt kynnt formlega, önnur mál.
Veitingar: Endilega komið með ykkar eigin framleiðslu til að leyfa öðrum að smakka. Einnig mun Fágun bjóða upp á eitthvað snarl. Svo er auðvitað alltaf góður bjór á barnum fyrir þá sem koma tómhentir.

Við vonumst að sjálfsögðu til að sjá sem flesta. Endilega tilkynnið þáttöku ykkar í þessum þræði eða fyrri þræðinum um þennan fund.

Re: Mánudagsfundur júlímánaðar, 9. júlí kl. 20.30

Posted: 8. Jul 2012 15:03
by halldor
Ég mæti :)

Re: Mánudagsfundur júlímánaðar, 9. júlí kl. 20.30

Posted: 8. Jul 2012 15:09
by Proppe
Ég reyni að reka nefið inn, ef það verður rólegt.

Re: Mánudagsfundur júlímánaðar, 9. júlí kl. 20.30

Posted: 8. Jul 2012 17:40
by sigurdur
Ég stefni á að mæta. :-)

Re: Mánudagsfundur júlímánaðar, 9. júlí kl. 20.30

Posted: 8. Jul 2012 17:51
by bergrisi
Hef fullan hug á að mæta.
Reyni að fá soninn til að keyra annars neyðist ég til að vera á bíl eða mótorhjóli.

Er í miklum bjórgerðarpælingum þessa dagana og því frábært að láta fá hugmyndir á fundi.

Re: Mánudagsfundur júlímánaðar, 9. júlí kl. 20.30

Posted: 8. Jul 2012 17:57
by hrafnkell
Ég mæti. Ef einhver vill að ég kippi með mér einhverju hráefni úr skúrnum þá er það sjálfsagt. Bara láta vita sem fyrst, ég næ ekki að vesenast í þessu 5mín fyrir fund :)

Re: Mánudagsfundur júlímánaðar, 9. júlí kl. 20.30

Posted: 8. Jul 2012 22:58
by Hrotti
Ég verð á staðnum
Tek gjarnan við ársgjaldi Fágunar á staðnum fyrir þá sem eiga reiðufé

Re: Mánudagsfundur júlímánaðar, 9. júlí kl. 20.30

Posted: 8. Jul 2012 23:34
by Benni
bergrisi wrote:Hef fullan hug á að mæta.
Reyni að fá soninn til að keyra annars neyðist ég til að vera á bíl eða mótorhjóli.
Er nú ekki beint leiðinlegt að flakka um á mótorfáknum...
Annars er stefnan hjá mér að mæta, búið að klikka alltof oft undanfarið

Re: Mánudagsfundur júlímánaðar, 9. júlí kl. 20.30

Posted: 9. Jul 2012 09:39
by helgibelgi
ég mæti :skal:

Re: Mánudagsfundur júlímánaðar, 9. júlí kl. 20.30

Posted: 9. Jul 2012 13:44
by halldor
Reynum endilega að mæta sem flest(ir). Ef veðrið er gott getum við jafnvel setið úti og náð smá tani í leiðinni.
Ég stefni á að taka eitthvað góðgæti með mér og hvet sem flesta til að gefa með sér að smakka, þó ekki væri nema til að fá komment.

Re: Mánudagsfundur júlímánaðar, 9. júlí kl. 20.30

Posted: 9. Jul 2012 16:17
by bergrisi
Verð að afboða mig. Er fastur heima og nota tækifærið og geri nokkra bjóra. Verð með ykkur í anda.

Re: Mánudagsfundur júlímánaðar, 9. júlí kl. 20.30

Posted: 9. Jul 2012 17:07
by bjarkith
Ég stefni á að mæta en á því miður ekki neitt smakk, veðrið er búið að vera svo gott að áður en ég vissi af var hveitbjórinn minn bara horfinn.

Re: Mánudagsfundur júlímánaðar, 9. júlí kl. 20.30

Posted: 9. Jul 2012 18:24
by Classic
Mæti. Þjálfi og Wolfsburger verða með í för.

Re: Mánudagsfundur júlímánaðar, 9. júlí kl. 20.30

Posted: 9. Jul 2012 20:46
by sigurdur
Mér sýnist á öllu að ég komi ekki. Ég er að vinna ennþá. :( því miður

Re: Mánudagsfundur júlímánaðar, 9. júlí kl. 20.30

Posted: 10. Jul 2012 00:30
by halldor
Takk fyrir góðan fund.
Fengum góðan bjór og frábærar veitingar. (takk Proppe)

Re: Mánudagsfundur júlímánaðar, 9. júlí kl. 20.30

Posted: 10. Jul 2012 11:38
by Hrotti
Við fengum Viðarsstofu , held ég hafi nafnið rétt - gátum verið lokaðir af í góðu yfirlæti með góða bjóra.
Á milli sopa ræddum við meðal annars:
-Fágunarglös verða til sölu framvegis á mánudagsfundum á gjafaverði kr. 1.500. Örfá glös eftir.
-Kútapartý á Klambratúni á menningarnótt 18.ágúst kl. 14.00. Sjö kútar eru komnir í pottinn og er beðið eftir staðfestingu á kútum frá fleiri gjöfulum meðlimum. Endilega PM'ið Halldor ef þið viljið koma með kút.
-Rætt var um að fresta mánudagsfundi 6.ágúst til þriðjudagsins 7.ágúst vegna verslunarmannahelgar. Formaður póstar tilkynningu þegar nær dregur.
-Kalli stakk upp á að bæta inn í dagskrá Fágunar fyrir árið að hafa How-To-Brew kvöld þar sem sérfræðingar kenna nýgræðingum.

Svo var eitthvað talað um inverted sugar sem allir virtust vita hvað er :)