Page 1 of 1

Svartur IPA

Posted: 2. Jul 2012 17:54
by Gvarimoto
(hét áður fiskidags IPA, en það hentar ekki þar sem hann verður búinn fyrir fiskidaga.)

Svartur IPA, fyrsta uppskrift sem ég hanna og verð að segja að þessi bjór er gjörsamlega unaðslegur.

V 1.0

3kg pale malt
800gr vienna
200gr Crystal 60
100gr Carafa Specail I

23gr amarillo 60min
13gr cascade 30min
12gr cascade 20min
10gr amarillo 15min
Whirfloc tablet 10min

OG: 1.052
SG: 1.012

Áætlað ABV 5.5%

carafa gefur honum rosalega flottan rauð-svartan lit, frábær lykt og bragð sem bítur þig með örlitlum lakkrís í endan, algjört nammi!
Ég mun klárlega leggja í þennan fljótlega aftur.

Ég uppfærði hana svo aðeins í BeerSmith til að fá meira ABV.

Svartur IPA V 2.0

3.2kg pale malt
1.3kg vienna
200gr Crystal 60
100gr Carafa Specail I

26gr amarillo 60min
15gr cascade 30min
15gr cascade 20min
10gr amarillo 10min (fer úr 15min í 10min)
Whirfloc tablet 10min

Þarna er ég að auka aðeins humlana ásamt því að bæta við ögn af pale og vienna, samtals 700gr til að fá aðeins meira alkahólsmagn sem ætti að hæfa þessum dökka og humlaða bjór vel. (á eftir að prófa þessa útgáfu)

Mynd kemur af V1.0 í kvöld.

Re: Svartur IPA

Posted: 2. Jul 2012 22:07
by Gvarimoto
Image

Re: Svartur IPA

Posted: 2. Jul 2012 22:40
by bergrisi
Flottur. Væri til í prófa þennan. Er farinn að plana haust bjórgerðina og þessi væri flottur þar á meðal.

Re: Svartur IPA

Posted: 4. Jul 2012 13:55
by Oli
Gerði einmitt einn svona svartan, helv góður, uppskriftin er hér einhversstaðar. Ef þú vilt fá hann dekkri án þess að bæta við miklu bragði er fínt að nota pressukönnuaðferð á carafa sp.
Hvað miðast þessi við marga lítra og hvað var meskihitastig ?

Re: Svartur IPA

Posted: 4. Jul 2012 18:23
by Gvarimoto
Vatnið hitað í 72°c meskihiti eftir að korn voru sett í vatnið 67°c - 65.5°c eftir 1 tíma (hrapaði um 1.5 gráðu)

Meskivatn, 27L
Í gerjunarfötu 20L