Page 1 of 1

Guten Tag

Posted: 2. Jul 2012 13:41
by dadjan
Góðan dag

Daði heiti ég og er "nýr" á spjallinu. Ég skráði mig síðasta haust (og hef lesið mikið hér síðan þá) en hef ekki skellt inn sjálfskynningu fyrr en nú. Dirfðist meira að segja til að setja inn póst síðastliðinn október, án þess að hafa sett inn sjálfskynningu. Nú er ætlunin alla vega að fara að tjá sig eitthvað og þá er skemmtilegra að kynna sig!

Ég er byrjandi í bruggun en hef þó hent í kringum 10 laganir. Á kút núna er IPA og Hvítur sloppur (uppskriftir frá brew.is). Einnig er ég með jólabjór á flöskum sem var bruggaður of seint fyrir síðustu jól, vonandi verður hann orðinn ljómandi um þau næstu! Í gerjun eru svo tæpir 40L af Saison (bruggaður með Benna frænda mínum, sem er meðlimur í félaginu). Þetta var ein uppskrift sem við skiptum í tvennt, einn helmingur gerjaður með Belgian Saison geri, hinn með French Saison geri (sjá hér). Það verður fróðlegt að sjá muninn. Á dagskránni er svo porter, belgian blonde og annar hveitibjór... Allt að gerast!

Re: Guten Tag

Posted: 2. Jul 2012 14:10
by sigurdur
Velkominn Daði.

Gaman að sjá virka áhugamenn. :)

Re: Guten Tag

Posted: 2. Jul 2012 15:18
by Canute
Sæll frændi :)

Re: Guten Tag

Posted: 2. Jul 2012 15:26
by bergrisi
Velkominn. Gaman að sjá hvað þú hefur verið virkur í bjórgerðinni. Væri gaman að sjá uppskriftina af jólabjórnum. Langar að setja í einn slíkan en er ekki viss um hvaða uppskrift ég á nota.

Re: Guten Tag

Posted: 10. Jul 2012 22:10
by halldor
Velkominn Daði

Ég sé að það er mikill metnaður í gangi og gaman að sjá menn fara strax í spennandi bjóra :)
Endilega haltu áfram að skoða síðuna og póstaðu að vild.