Page 1 of 1

Hvar fást stórar skinnur

Posted: 27. Jun 2012 22:32
by einarornth
Getur einhver bent mér á hvar ég get keypt skinnur í stærri kantinum? Búinn að prófa Bauhaus, Byko og Landvélar. Innanmálið þarf að vera um 32 mm.

Ég er að festa element við pott á mjög svipaðan hátt og hérna:

http://www.theelectricbrewery.com/heati ... nts?page=7

Kominn með hringinn, fékk hann í Landvélum, en vantar þessa skinnu.

Re: Hvar fást stórar skinnur

Posted: 28. Jun 2012 00:04
by hrafnkell
Prófaðu fossberg og wurth.

Re: Hvar fást stórar skinnur

Posted: 28. Jun 2012 00:50
by gosi
Hvað kostaði hringurinn? Var hann úr sílikoni?

Re: Hvar fást stórar skinnur

Posted: 28. Jun 2012 05:57
by einarornth
hrafnkell wrote:Prófaðu fossberg og wurth.
Takk, geri það

Re: Hvar fást stórar skinnur

Posted: 28. Jun 2012 05:58
by einarornth
gosi wrote:Hvað kostaði hringurinn? Var hann úr sílikoni?
500 kall. Hann kallaði þetta "Wheeton" (?) hring, áttu ekki sílikon. Hann sagði samt að þetta væri mögulega sílikon, fannst hann frekar mjúkur.

Re: Hvar fást stórar skinnur

Posted: 28. Jun 2012 10:16
by hrafnkell
Ég var að panta mér helling af silikonhringjum... Það virðist vera vonlaust að fá þér hér á klakanum, amk í búllunum sem ég hef leitað í. Þetta viton er víst ekki gúmmí og ekki silikon, en á að þola suðu og vera í lagi í matvæli.

Re: Hvar fást stórar skinnur

Posted: 28. Jun 2012 11:32
by Idle
Viton hringirnir þola a. m. k. hitann vel. Síðast þegar ég reyndi að afla mér einhverra upplýsinga um efnið og hvort það væri nothæft í matvælaiðnaði, gekk mér heldur brösuglega. Fann aldrei neitt afgerandi svar um það.
En ef það er ekki þeim mun meiri gúmmílykt af þessu, þá myndi ég ekki hafa of miklar áhyggjur.

http://www.marcorubber.com/viton.htm
http://en.wikipedia.org/wiki/Viton

Re: Hvar fást stórar skinnur

Posted: 28. Jun 2012 12:31
by einarornth
Já, ég hef allavega ekki of miklar áhyggjur af því, það er ekki eins og virturinn eigi eftir að liggja á þessu.

Annars fékk ég skinnu af réttri stærð í Fossberg, en þykktin er of mikil. Þarf að láta slípa hana niður í rétta þykkt. Einhver hérna sem vinnur á vélaverkstæði?

Re: Hvar fást stórar skinnur

Posted: 30. Aug 2012 13:14
by noname
einarornth wrote:Já, ég hef allavega ekki of miklar áhyggjur af því, það er ekki eins og virturinn eigi eftir að liggja á þessu.

Annars fékk ég skinnu af réttri stærð í Fossberg, en þykktin er of mikil. Þarf að láta slípa hana niður í rétta þykkt. Einhver hérna sem vinnur á vélaverkstæði?
ég er með bílskúr og á slipirokk