Page 1 of 1

Fizzy yellow beer 2.0

Posted: 27. Jun 2012 18:16
by hrafnkell
Stefni á að brugga þennan í kvöld.

Bruggaði hann í febrúar með brewers gold í staðinn fyrir cascade og úr því kom prýðisfínn almúgabjór. Breytti líka hlutföllunum miðað við gömlu uppskrftina, en hún gerði ráð fyrir 1.25kg meira af vienna og minna af pale ale á móti. Ekki neitt voðalega spennandi, en mjög clean og tær. Ætti að henta flestum sem drekka bara "venjulega bjóra". Vonandi verður hann fínn með cascade líka.

Code: Select all

Recipe Specifications
--------------------------
Boil Size: 57,07 l
Post Boil Volume: 50,25 l
Batch Size (fermenter): 42,00 l   
Bottling Volume: 39,20 l
Estimated OG: 1,053 SG
Estimated Color: 4,8 SRM
Estimated IBU: 18,8 IBUs
Brewhouse Efficiency: 70,00 %
Est Mash Efficiency: 80,5 %
Boil Time: 60 Minutes

Ingredients:
------------
Amt                   Name                                     Type          #        %/IBU         
5,50 kg               Vienna Malt (Weyermann) (3,0 SRM)        Grain         1        55,0 %        
4,50 kg               Pale Malt (Weyermann) (3,3 SRM)          Grain         2        45,0 %        
45,0 g                Cascade [5,50 %] - Boil 60,0 min         Hop           3        13,6 IBUs     
35,0 g                Cascade [5,50 %] - Boil 15,0 min         Hop           4        5,2 IBUs      
30,0 g                Cascade [5,50 %] - Boil 0,0 min          Hop           5        0,0 IBUs      

Re: Fizzy yellow beer 2.0

Posted: 28. Jun 2012 11:44
by kalli
Ég er einmitt að leita að uppskrift að sumar/konu/almúgaöli. Það er ekki hægt að bjóða öllum upp á Imperial IPA oþh. :?
Hvernig ætlarðu að gerja þennan? Lager? Hvaða ger?

Re: Fizzy yellow beer 2.0

Posted: 28. Jun 2012 11:51
by hrafnkell
kalli wrote:Ég er einmitt að leita að uppskrift að sumar/konu/almúgaöli. Það er ekki hægt að bjóða öllum upp á Imperial IPA oþh. :?
Hvernig ætlarðu að gerja þennan? Lager? Hvaða ger?
notaði us05 seinast, kom mjög vel út. Það er ívið heitara í skúrnum hjá mér núna samt, þannig að það er hætt við því að hann verði ekki alveg jafn clean.

Re: Fizzy yellow beer 2.0

Posted: 28. Jun 2012 12:49
by kalli
Mér sýnist að uppskriftin eigi að passa á tvo kúta. Ertu með eitt gerjunarílát sem ræður við þetta magn eða ertu með tvö? Hvar fær maður 45-50L gerjunarílát?

Re: Fizzy yellow beer 2.0

Posted: 28. Jun 2012 15:12
by hrafnkell
kalli wrote:Mér sýnist að uppskriftin eigi að passa á tvo kúta. Ertu með eitt gerjunarílát sem ræður við þetta magn eða ertu með tvö? Hvar fær maður 45-50L gerjunarílát?
Tvær gerjunarfötur...