Page 1 of 1

Flöskusprengjur

Posted: 15. Jul 2009 11:18
by Öli
Sælir!

Ég hef reyndar ekki lent í þeim sjálfur, en lesið um þær: flöskusprengjur.
Algengasta orsök sennilega of mikill priming sykur.

En sögurnar eru nokkrar á netinu og innihalda flestar æði skemmtilegar lýsingar. Oft nefnt 'bottle grenades'.

Kunningi minn var eitt sinn að brugga "bjór í poka". Þetta var eitthvað kit sem hann keypti í búð útá landi. Skv. lýsingunni var þetta poki sem blandað var vatn úti og hann síðan hengdur upp á vegg.
Þetta var hans fyrsta bruggun og hann vissi ekkert hvað hann var að gera.

Af og til fór hann niður í geymslu til að kíkja á herlegheitin (gerlegheitin?). Pokinn stækkaði og stækkaði og varð alltaf harðari og harðari (ég heyrði söguna of seint). Einn daginn fór hann niður í geymslu með tveggja ára son sinn á öxilinni. Hann potaði í pokann, sem var orðinn glerharður.
Þetta voru sumsé fyrstu kynni sonarinns af bjór, og hann var bókstaflega baðaður í honum. Ásamt pabba sínum og öllu draslinu inn í geymslu.

Held hann hafi verið settur í brugg-straff af frúnni eftir þetta.

Ég sá aldrei dótið sem hann var með, en einhvernveginn grunar mig að hann hafi gleymt að opna fyrir ventil á pokanum ...

Ef þið lumið á góðum sögum, endilega látið þær flakka!

Re: Flöskusprengjur

Posted: 15. Jul 2009 11:20
by Hjalti
Í fyrsta bjórnum mínum þá var ég sennilega heldur snöggur að setja dótið á flöskur en sem betur fer setti ég þetta á pet flöskur.

Núna eru flöskurnar orðnar það tútnar að þær eru alveg líklegar að springa hálfu ári seinna.

Mæli með því að leyfa bjórnum sínum að klárast og passa sig með priming sykurinn til að lenda ekki í þessu :)



Ég hef líka heyrt af fólki í sveitini sem voru að brugga bjór þegar hann var bannaður og þá voru tveir félagar mínir sem stálu frá pabba sínum nokkrum flöskum og földu bakvið ofn. Svo eina nóttina fóru þessar flöskur að springa og allt húsið hélt að það væri verið að skjóta á húsið. Frekar magnað :)