Page 1 of 2
Finnur
Posted: 7. May 2009 23:30
by Gommit
Ég var aðeins í bjór og rauðvíns bruggun fyrir nokkrum árum. Eimaði líka eðal spíra eftir fyrstu tímana í efnafræði í menntó.
Í fyrra bjó ég til ost í fyrsta skiptið og er eiginlega heltekinn af að græja svona dót í eldhúsinu núna.
Getið þið ekki gefið mér hugmyndir um hvar er best að panta humla og þannig?
Mig langar að prófa stout og IPA.
Re: Finnur
Posted: 8. May 2009 01:15
by Andri
Sæll, ég held að strákarnir pöntuðu frá
http://www.midwestsupplies.com um daginn. Held & vona að svona hóppantanir verða teknar aftur því ég held að það sé rándýr sendingarkostnaður á svona korni.
Rakst á þessa síðu um daginn,
http://www.hjemmeproduktion.dk/ gæti komið þér að notum í heimilisiðnaðnum.
Sambandi við eiminguna, manstu í hvaða áfanga það var & varstu að notast við vacuum tæki?
Hugsa að ég taki líka IPA á eftir lagernum sem ég er að gera núna.
Re: Finnur
Posted: 8. May 2009 09:34
by Korinna
Ertu enn að búa til ost? Hvernig ost gerðir þú?
Re: Finnur
Posted: 8. May 2009 09:52
by Gommit
Takk fyrir góðar móttökur.
Við keyptum bara stóra tilraunaflösku í ámunni og condenser til að sjóða.
Ég bjó til svona blöndu af cheddar og gouda með félaga mínum þegar ég bjó í London. Skuggalega einfalt og ég ætla að kaupa meira efni til þannig bruggunar þar sem cheddar virðist ófáanlegur hér á landi.
Verslaði ostakittið hér
http://www.cheesemaking.co.uk
Re: Finnur
Posted: 8. May 2009 10:49
by Eyvindur
Djöfull hljómar ostagerðin vel...
Velkominn.
Við pöntuðum megnið af
http://northcountrymalt um daginn. Hins vegar skaltu bíða aðeins, því við förum líklega að geta verslað af Ölvisholti á næstu vikum.
Ánægður með ykkur, strákar, að stefna á IPA. Bendi á uppskriftina sem ég setti inn í uppskriftakorkinn hér á síðunni að ameríska IPAinum mínum. Hann hefur slegið í gegn. Veit að Ölvisholt nota svolítið af Cascade, þannig að það ætti ekki að vera mikið mál að gera svipaða uppskrift með hráefni frá þeim (Cascade og Centennial eru ekki alls ólíkir, og væri hægt að nota Casc í staðinn fyrir Cent...).
Re: Finnur
Posted: 8. May 2009 11:18
by Gommit
Snilld!!!
Ég óttaðist það svolítið að fá ekki útrás fyrir bjórfýsn mína hérna heima en míkró brugghúsin eru svo sannarlega að standa sig og tala nú ekki um ef þeir hjálpa svona eldhús bruggurum líka.
Ég smakkaði til dæmis Lava um daginn og hann er bara ótrúlega líkur uppáhalds bjórnum mínum frá
http://www.brewdog.com/
Paradox
Reyktur stát sem er látinn eldast í viskí tunnum
http://www.brewdog.com/paradox.php
Bara að við hefðum nú byrjað að brugga viskí fyrir 12 árum hérna á klakanum...
Re: Finnur
Posted: 9. May 2009 08:01
by Stulli
Mig hefur langað að smakka bjórana frá BrewDog síðan að ég frétti fyrst af þeim. Búinn að heyra góða hluti, einmitt sérstaklega um Paradox. Bjóstu í Skotlandi?
Re: Finnur
Posted: 10. May 2009 12:22
by Gommit
Nei, var í London en þekki gaurinn sem var í online marketing fyrir þá og hann bauð mér á nokkur bjórkvöld

Þessir bjórar eru líka komnir í betri búðir þar í borg.
Er etv stemming fyrir að panta nokkra kassa. Ég gæti líklega komið því í kring. Þyrftum bara að borga tollinn og svona...
Re: Finnur
Posted: 10. May 2009 12:47
by Stulli
Gommit wrote:Er etv stemming fyrir að panta nokkra kassa. Ég gæti líklega komið því í kring. Þyrftum bara að borga tollinn og svona...
Og sendingarkostnað
En ég er annars til í að skoða það. Þetta er reyndar ágætispæling. Gætum pantað kassa og kassa af úrvalsbjórum frá Evrópu og BNA af og til á vegum FÁGun og skipulagt smökkunarkvöld fyrir meðlimi. Kostnaðurinn myndi skiptast svo bara niður milli þeirra sem að mæta auk þess sem að verður örrugglega nóg til að hver gæti tekið flösku með heim. Þetta væri tilvalin og ódýr leið fyrir áhugabjórbruggara að kynnast því sem er að gerast í craft/artisanal brewing í heiminum. Pæling

Re: Finnur
Posted: 10. May 2009 12:53
by Hjalti
Ekki vond pæling það...!
Re: Finnur
Posted: 10. May 2009 13:02
by Eyvindur
Líst stórvel á þetta! Gæti verið eitthvað sem við gætum gert kannski í öðrum-þriðja hverjum Fágunarhittingi? Eða sjaldnar kannski, svona upp á kostnað og það allt? Allavega held ég að þetta verði að skoða mjög alvarlega.
Re: Finnur
Posted: 10. May 2009 13:08
by Stulli
Mér datt í hug að það væri gaman að gera þetta nokkrum sinnum á ári. En fer allt eftir hvað svona lagað myndi kosta. Mér finnst að við ættum virkilega að skoða þetta.
Re: Finnur
Posted: 10. May 2009 14:10
by Korinna
Þetta hljómar vel bara. Eigum við ekki ræða þetta betur þann 18.? Prófum bara einu sinni til að byrja með og sjáum til hversu oft við höfum efni á þessu. Það detta nú reglulega inn nýja bjóra í ríkinu, spurning um að fá þau til að gefa út fréttabréf.
Það eina sem gæti verið erfitt er að núna er sumarið alveg að koma og fólkið kannski svolítið á ferð og flugi

Re: Finnur
Posted: 10. May 2009 14:11
by Eyvindur
Þetta er nú heldur ekkert sem liggur stórfenglega á, er það? Mætti alveg bíða til haustsins mín vegna. Nema auðvitað að einhverjir vilji spýta í lófana og kýla á fyrsta svona dæmið (að því gefnu að þetta sé gerlegt, peningalega og áhugalega séð) sem fyrst... Svo aftur í vetur eða eitthvað, ef vel gengur...
Re: Finnur
Posted: 10. May 2009 14:15
by Korinna
reyndar...ég hlakka bara svo mikið til að komast í sumarfrí að ég varð svolítð æst

Re: Finnur
Posted: 10. May 2009 14:19
by Eyvindur
Ég skil ekki hugtakið "sumarfrí".
Re: Finnur
Posted: 10. May 2009 14:20
by Stulli
Þetta er pæling sem að væri gaman að skoða, þarf ekkert að gerast strax. Við byrjum bara á því að kanna kostnaðinn á þessu o.s.frv. ef að þetta er ekki fáránlega dýrt væri ég til í að byrja á þessu í haust.
Vandamálið með að bíða og sjá hvað dettur inn í ríkið er að þeir bjórar sem að ég hef í huga munu ALDREI verða fluttir inn og seldir í ríkið. Enginn innflytjandi myndi sjá neinn gróða í því að flytja þetta inn. Bjórarnir sem eru fluttir hingað inn eru allir í eigu stóru bjór samsteypanna. Ég vil flytja inn bjóra frá litlum einkareknum fyrirtækjum.
Re: Finnur
Posted: 10. May 2009 14:24
by Eyvindur
Stulli wrote:Ég vil flytja inn bjóra frá litlum einkareknum fyrirtækjum.
+1

Re: Finnur
Posted: 10. May 2009 14:40
by Korinna
Eyvindur wrote:Ég skil ekki hugtakið "sumarfrí".
Skilurðu hugtakið "að keyra 10 dagar gegnum Þýskalandi og 5 dagar dekur í Austurríki með öllu innifalið"?
Re: Finnur
Posted: 10. May 2009 14:52
by Hjalti
Segðu honum frá humlasafninu...
Ekki gleyma Hlumlasafninu, Eyvindur getur alveg ímyndað sér frí þegar hann sér þetta
http://www.hopfenmuseum.de/
Þetta er alveg skuggalega falleg sjón

Re: Finnur
Posted: 10. May 2009 14:53
by Eyvindur
Ég veit, ég veit... Þú varst búinn að segja mér þetta, fíflið þitt...
Re: Finnur
Posted: 10. May 2009 16:09
by Stulli
Já ætliði í humlasafnið? Geðveikt
Endilega hafa samband ef að ykkur vantar hjálp með að finna fleiri bjórævintýri

Allt morandi í bjórævintýrum á þessu svæði

Re: Finnur
Posted: 10. May 2009 17:57
by Andri
Váááááá snilld
Re: Finnur
Posted: 10. May 2009 22:09
by Gommit
Ég kannast við þá sem reka þetta
http://www.utobeer.co.uk/
Þarna er hægt að nálgast allan fjandann, sérhæfa sig í Belgískum bjórum og eru með dreifingu á brew dog lagernum.
Á ég að skoða hvað þetta væri að kosta?
Re: Finnur
Posted: 10. May 2009 22:10
by Hjalti
Endilega
