Page 1 of 1

Dauð dæla, hvað á að panta næst...

Posted: 23. Jun 2012 22:27
by garpur
Jæja mér tókst að granda Solarproject dælunni minni í bölvuðu fikti. Var mjög ánægður með þessa dælu en fór svo í það að bæta við stærðarinnar Conterflow chiller/warmer í kerfið mitt og það var orðið full mikið fyrir dæluna og þess vegna var ég að reyna að kreista allann mögulegan kraft úr henni.

Ég er að pæla hvaða dælu ég ætti að fá mér í framhaldinu, verður allavega að vera með >20L/min og góðan height of priming.

March May í UK var búnir að gefa mér quote á 809-PL-HS pumpuna upp á 34500 ISK með sendingarkostnaði (án VSK). Annar möguleiki er að panta mér ítölsku Tellarini pumpurnar frá DK (http://www.vinmager.dk/product.php?id_product=559" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;) en þær virðast vera aðeins dýrari. Ég er aðvísu að fara til Ítalíu í lok Júlí þannig að það er freistandi að panta eina þar og láta senda eitt stykki á hótelið (http://www.tellarini.com/inglese/prodotti1a_ing.htm" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;).

Hvað segja menn, eru þetta spennandi specs (http://www.tellarini.com/tabella1a.htm" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;) á ítölsku dælunum eða er mér að yfirsjást eitthvað?
Er kannski einhver hérna á spjallinu sem lumar á svipaðir dælu sem hann vill losna við?

Re: Dauð dæla, hvað á að panta næst...

Posted: 24. Jun 2012 00:02
by Benni
Ég keypti mér sjálfur fyrir svoldið síðan march 809 dæluna en ég man ekki eftir að hafa borgað svo mikið fyrir hana, minnir að það hafi endað um 25þús þegar búið var að fara í gegnum tollinn, þá frá USA

annars er ég bara ótrúlega sáttur með hana, enginn úber kraftur í henni en alveg yfirdrifið nóg fyrir mig

Re: Dauð dæla, hvað á að panta næst...

Posted: 24. Jun 2012 12:58
by garpur
Já það freistar mín dálítið mikið að panta March 809 frá USA, bara verst að maður tekur víst þá áhættu á að hún verði gerð upptæk í tollinum útaf því að CE markings vantar :?