Page 1 of 1

BeerSmith og Burton On Trent vatn

Posted: 23. Jun 2012 12:59
by kalli
Enn er ég í vafa um hvernig eigi að leiðrétta vatnið með BeerSmith. Ég bý til prófíl fyrir Reykjavík, sem inniheldur tölur sem Kristján var svo vinsamlegur að útvega eitt sinn. Þær eru:
Ca: 4,65
Mg: 0,9
Na: 8,9
Cl: 9
SO4: 2
HCO3: 20

Þá fer ég í Tools og vel Water Profile. Þar vel ég Base Profile = Reykjavík og Target Profile = Burton On Trent. Magn meskivatns er 44,56L. Þegar ég smelli á Calculate Best Additions þá reiknar BeerSmith út hvað þarf að bæta út í meskivatnið af hverju efni til að fá út Burton On Trent vatn. En þær tölur eru svo háar að ég á erfitt með að trúa þeim. Út fæst:
Gifs: 40,0g
Epsom Salt: 25,0g
Kalsíum Klóríð: 1,1g
Baking Soda: 9,5g
Kalk: 9,0g

En á hinn bóginn, Burton On Trent vatnið er óskaplega hart og BeerSmith á náttúrulega að koma með réttar tölur!

Eru aðrir að treysta á útreikninga BeerSmith og hvernig hljóma þessar tölur í ykkar eyrum?
Hafa einhverjir borið saman útreikninga BeerSmith og annarra tóla?

Ég veit að td. Kristján notar mun minna magn til að fá fram Burton On Trent, en ég sætti mig ekki við annað en geta fengið áreiðanlegar niðurstöður úr BeerSmith.

Bjórinn sem ég ætla að nota vatnið í er Imperial IPA, OG=1,100 og IBU=110.

Re: BeerSmith og Burton On Trent vatn

Posted: 23. Jun 2012 18:27
by sigurdur
Ég er hættur að nota BeerSmith vegna hræðilegra útreikninga oft á tíðum.

Forritið virðist oft vera ágætt, en þegar maður skoðar nánar þá kemur í ljós að mikið af tölunum eru bara kolrangar (sérstaklega með þessum töfrafídusum í forritinu).

Ég hef notað EZ Water Calculator hingað til. Ég reyni að hafa vatnið bara gott (ekki eftir neinum sérstökum prófíl) og enda yfirleitt alltaf í sömu tölunum.

Re: BeerSmith og Burton On Trent vatn

Posted: 23. Jun 2012 19:50
by gunnarolis
Þessar tölur hljóma verulega háar. Ég held þú mundir frá minerally bragð af bjórnum með þessu.

Spurningin er samt af hverju þú vilt fá Burton on Trent water prófíl í Imperial IPA (sem er í grunninn Amerískur stíll).
Af hverju ekki frekar bara að ná ph í meskingu í 5.2-5.4 og nota síðan gips í suðuna til þess að ýta undir humlana...

Re: BeerSmith og Burton On Trent vatn

Posted: 23. Jun 2012 21:42
by kalli
sigurdur wrote:Ég er hættur að nota BeerSmith vegna hræðilegra útreikninga oft á tíðum.

Forritið virðist oft vera ágætt, en þegar maður skoðar nánar þá kemur í ljós að mikið af tölunum eru bara kolrangar (sérstaklega með þessum töfrafídusum í forritinu).

Ég hef notað EZ Water Calculator hingað til. Ég reyni að hafa vatnið bara gott (ekki eftir neinum sérstökum prófíl) og enda yfirleitt alltaf í sömu tölunum.
Takk fyrir upplýsingarnar. Mér finnst þetta verulega athyglisvert að útreikningar í BeerSmith séu ekki áreiðanlegir. Er það bundið við vatn eða almennt vandamál?

Re: BeerSmith og Burton On Trent vatn

Posted: 23. Jun 2012 21:54
by kalli
gunnarolis wrote:Þessar tölur hljóma verulega háar. Ég held þú mundir frá minerally bragð af bjórnum með þessu.

Spurningin er samt af hverju þú vilt fá Burton on Trent water prófíl í Imperial IPA (sem er í grunninn Amerískur stíll).
Af hverju ekki frekar bara að ná ph í meskingu í 5.2-5.4 og nota síðan gips í suðuna til þess að ýta undir humlana...
Góður punktur með Burton On Trent. Ég taldi að hann væri bestur með tilliti til humlanna.
Ég mæli í staðinn ph í meskingunni og stefni að 5.2-5.4 og nota gifs í suðuna eins og þú leggur til.

Re: BeerSmith og Burton On Trent vatn

Posted: 24. Jun 2012 00:41
by sigurdur
kalli wrote:
sigurdur wrote:Ég er hættur að nota BeerSmith vegna hræðilegra útreikninga oft á tíðum.

Forritið virðist oft vera ágætt, en þegar maður skoðar nánar þá kemur í ljós að mikið af tölunum eru bara kolrangar (sérstaklega með þessum töfrafídusum í forritinu).

Ég hef notað EZ Water Calculator hingað til. Ég reyni að hafa vatnið bara gott (ekki eftir neinum sérstökum prófíl) og enda yfirleitt alltaf í sömu tölunum.
Takk fyrir upplýsingarnar. Mér finnst þetta verulega athyglisvert að útreikningar í BeerSmith séu ekki áreiðanlegir. Er það bundið við vatn eða almennt vandamál?
Alvarlegasta vandamálið er í recipe conversion (scaling) ..
Eftir að hafa séð fleiri samskipti við Brad um vandamálin í hugbúnaðinum, þá hætti ég alveg að nota hann (líka BS1).

Ég veit ekki hvort að vandamálið er í vatninu, en ég treysti ekki forrituninni hjá Brad (Smith) að neinu leiti :(

Re: BeerSmith og Burton On Trent vatn

Posted: 24. Jun 2012 21:12
by gunnarolis
Ég var búinn að rekast á einhverjar villur í BS2 og sendi einmitt komment á hann um þau, það var samt ekki reiknilegs eðlis, ég hef ekki nennt að double checka neina reikninga.

Ertu með einhvern link á umræðu um þetta Siggi, hefði gaman af því að sjá það. Ég hef hingað til fylgt BS eins og stóra dómi.

Re: BeerSmith og Burton On Trent vatn

Posted: 24. Jun 2012 22:04
by sigurdur
Ég prófaði að uppfæra áðan í BS 2.1 og það virðist vera að Brad Smith hafi loksins hent sér í að laga vandamálið með aroma hops (t.d. 0 mín hop addition) við skölun. Það var mjög pirrandi.
"Substitute" hnappurinn er samt ennþá jafn þroskaheftur og áður.

Hér er ein umræða:
http://www.biabrewer.info/viewtopic.php ... 3&start=25

Önnur:
http://www.beersmith.com/forum/index.php?topic=5797.0

Þriðja:
http://www.beersmith.com/forum/index.php?topic=6360.0

Skemmtileg tilraun:
Prófið að finna uppskrift frá ykkur, opna svo "Hop bitterness" tólið og slá inn allar tölurnar úr uppskriftinni .. fáið þið sömu IBU tölu?
Munar miklu hjá ykkur?
Á uppskrift sem ég var að prófa þetta á, þá fæ ég annars vegar 23,8 IBU (Tinseth) úr reiknivélinni og hinsvegar 30,1 IBU (Tinseth) úr uppskriftinni.
Báðar tölurnar eru samt kolrangar.

Carbonation:
Ég eyddi einu sinni töluverðum tíma í að lesa formúlur fyrir carbonation og komst að þeirri niðurstöðu að það er mjög fáir staðir sem gefa þér sömu niðurstöðu, flestallir að mínu viti kolrangir. BeerSmith var með mjög rangar niðurstöður (munaði einhverjum tugum gramma af hreinum sykri í 24 lítra ...!!!!)

All-in-all, þá hætti ég að treysta útreikningum frá BS eftir að sjá þetta first hand (t.d. scaling vandamálið .. sem var verulega stórt issue fyrir mig). Ég treysti þeim ekki enn í dag og mun líklega ekki treysta þeim í framtíðinni.
BeerXML er líka illa hannaður hlutur (því miður), en það var samstarfsverkefni milli Brad Smith og fleiri aðila.
Beer Smith 2 er samt með nokkra flotta fídusa .. ég treysti bara ekki neinum útreikningum frá honum.

Ég vil ekki að vera leiðinlegur í garð BeerSmith, en það er bara svo lítið annað hægt þegar hann gefur frá sér svona sloppy hugbúnað.

Re: BeerSmith og Burton On Trent vatn

Posted: 24. Jun 2012 23:35
by bergrisi
Shit, ég sem treysti Beersmith sem nýju neti. Kann ekki á neitt annað og fannst að ég hefði himin höndum tekið þegar ég kynntist Beersmith. Auðveldaði alla mína bjórgerð.

Hvaða forrit á maður þá að nota?

Re: BeerSmith og Burton On Trent vatn

Posted: 24. Jun 2012 23:52
by gosi
Hvað notið þið þá ef BS2 er svona lélegur?

Prófaði þessa til að reikna IBU og fékk 32.9 en 38.9 í BS2

Re: BeerSmith og Burton On Trent vatn

Posted: 25. Jun 2012 00:50
by sigurdur
bergrisi wrote:Shit, ég sem treysti Beersmith sem nýju neti. Kann ekki á neitt annað og fannst að ég hefði himin höndum tekið þegar ég kynntist Beersmith. Auðveldaði alla mína bjórgerð.

Hvaða forrit á maður þá að nota?
Haltu áfram að nota BS ef þér líst vel á það. Það er ekki allt ónýtt þó að það sé svolítið gallað.
gosi wrote:Hvað notið þið þá ef BS2 er svona lélegur?

Prófaði þessa til að reikna IBU og fékk 32.9 en 38.9 í BS2
Ég nota "forrit" (glorified spreadsheet) sem reiknar allt fyrir mig.