Page 1 of 1

Fiskidags IPA

Posted: 21. Jun 2012 19:48
by Gvarimoto
Er með þennan á fötu, uppskrift sem ég bjó til sjálfur (eftir að hafa kynnt mér hinar og þessar IPA uppskriftir)

Skýrði hann upphaflega Fiskidags IPA, en eftir þetta smakk þá veit ég að hann verður búinn fyrir fiskidaga :P

3kg pale malt
800gr vienna
200gr Crystal 60
100gr Carafa Specail I

23gr amarillo 60min
13gr cascade 30min
12gr cascade 30min
10gr amarillo 15min
Whirfloc tablet 10min

OG: 1.052
SG: 1.012

Áætlað ABV 5.5%

Smakkaði sýni áðan og fann unaðslega lykt og rosalega góður, get hreinlega ekki beðið eftir þessum kolsýrðum og köldum :)

Hann endaði dekkri en ég bjóst við, en m.v sýnið þá er hann ekki of dökkur heldur bara hæfilega dökkur m.v áfengismagn og humla held ég.

hvað finnst ykkur?

Re: Fiskidags IPA

Posted: 21. Jun 2012 23:29
by helgibelgi
Mér finnst spennandi að nota Carafa í IPA. Er það algengt, veistu það?

Re: Fiskidags IPA

Posted: 22. Jun 2012 10:05
by hrafnkell
black ipa... nýlegur stíll en margir sem eru að brugga svoleiðis...

Re: Fiskidags IPA

Posted: 24. Jun 2012 17:20
by Gvarimoto
Jæja þá skellti ég á flöskur, FG 1.012

Smakkaði sýnið, verð að segja að það kom algjörlega aftan að mér.

Sopinn er mjög góður, frábær lykt og bragð yfirhöfuð. Svo kemur svona laust spark af lakkrís eftir að maður kyngir.
Kemur mjög vel út fyrir svona dökkan IPA.

Spurning er hvort lakkrísinn haldist eftir að carbonation/conditioning ferlinu lýkur.


Þetta lofar amk góðu, hendi inn videoi af honum eftir ca 2 vikur.

Re: Fiskidags IPA

Posted: 3. Jan 2013 11:17
by helgibelgi
Hvernig endaði svo þessi?