Page 1 of 1

Stærð á götum fyrir botnplötu

Posted: 20. Jun 2012 23:03
by garpur
Sælir,

Ég er að plana það að búa mér til ryðfrítt innri ílát (fyrir kornið) í suðupottinn minn og langaði til að heyra í fólki með reynslu þeirra af gata stærðunum í botn plötunni (sigtinu).

Ég sá á einum gömlum þræði (http://www.fagun.is/viewtopic.php?f=24& ... kni#p12208" onclick="window.open(this.href);return false;) að hægt er að fá svona gataplötur í Ferró, þar sem stærðin á götunum er 2x10mm. Er svoleiðis gatastærð heppileg fyrir meskinguna eða hefur fólk verið að lenda í vandræðum með það (korn að komast í gegn, stíflað, osfrv.)?

Re: Stærð á götum fyrir botnplötu

Posted: 21. Jun 2012 07:47
by kalli
Ég nota líka slíkt ílát eða kornkörfu. Ég er með grófa gataplötu soðna í botninn. Hún virkar bara sem burður. Ofan á henni liggur svo vírnet sem ég keypti í Poulsen og klippti til. Ég man ekki möskvastærðina á þessu en þú getur fengið smá bút hjá mér til samanburðar. Þetta virkar ágætlega og engin vandamál með flæði.

Re: Stærð á götum fyrir botnplötu

Posted: 21. Jun 2012 09:23
by hrafnkell
Ætlarðu að hafa kornið beint á plötunni? Þá ættu 1.5-2mm göt að vera góð. Ef þú ætlar t.d. að láta biab poka liggja ofan á þá geturðu verið með stærri göt.

Re: Stærð á götum fyrir botnplötu

Posted: 21. Jun 2012 23:01
by garpur
Takk fyrir skjót svör! :skal:

Ég ætla að sleppa pokanum þannig að ég heyri í þeim í Ferró með þessa 2mm breiðu gata plötur. Annars hljómar líka vel þín hugmynd Kalli, með að setja svona vírnet ofan á grófari plötu. Ég tékka á næstu dögum hvor lausnin kemur betra út fyrir pyngjuna :)