Page 1 of 1

Loksins rigning. Hafra-porter og Hveitisloppur á dagskrá.

Posted: 20. Jun 2012 12:13
by bergrisi
Loksins getur maður tekið heilan dag í að gera bjór.

Keypti fyrir þó nokkru síðan Hafraporter og tvo hveitibjóra hjá Brew.is. Gerði einn hveitibjór fyrir mánuði sem er tilbúinn núna um leið og sólin kveður (vonandi bara í bili).

Mun nota sitthvort gerið í þessa tvo hveitibjóra til að bera saman. Notaði WB-06 í bjórinn sem er tilbúinn og svo ætla ég að nota T-58 í þann sem ég geri í dag. Gaman að sjá hvað það gerir fyrir bjórinn.
Uppskriftin:
http://www.brew.is/oc/uppskriftir/HviturSloppur" onclick="window.open(this.href);return false;

Hafraporterinn verður óbreyttur enda tókst hann mjög vel síðast. Stefni á að geyma þennan fram á vetur ef ég get látið þennan vera.
Uppskriftin
http://www.brew.is/oc/uppskriftir/Oat_Porter" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Loksins rigning. Hafra-porter og Hveitisloppur á dagskr

Posted: 16. Jul 2012 19:54
by bergrisi
Smá uppfærsla svona mest fyrir sjálfan mig ef ég geri þennan bjór aftur.

Það er mikill munur á hveitibjórnum með T-58 og wb 06. Það er mun meiri citrus keimur af Wb 06 hveitibjórnum. T-58 er mun mildari. Nú er hann einungis búinn að vera 9 daga á flösku en var að bragðast mjög vel.

Smakkaði reyndar líka Hafra porterinn í dag og hann er mjög ljúfur. Ætla reyndar að reyna eins og ég get að geyma hann fram á vetur.

Ég er í vandræðum með geymsluna mína í þessum hita. Hitinn er um 22 gráður þó hún sé óupphituð. Bara vel einangruð. 3 bjórar eru að gerjast af krafti þar og held ég að flösku bjórarnir hafi þroskast soldið hratt og þess vegna smakkaði ég þá í dag eftir 9 daga. Líka útaf því ég er í frí og 24. stiga hiti á pallinum. Ekkert eins gott og að fá sér einn kaldann.