Page 1 of 1

Sumarbjórinn

Posted: 9. Jun 2012 22:55
by Benni
Eftir að hafa verið í því síðustu mánuði að koma kjallaranum aftur í almennilegt horf eftir að hitaveitulagnirnar frá nágrannanum sprungu aftur og verið að betrumbæta bruggbúnaðinn þáer maður loksins farinn aftur að brugga eitthvað að viti.
Og þar sem það er ekki komin nein almennileg reynsla á "nýja" búnaðinn þá ákvað ég að skella bara í eitthvað einfalt

2,5kg af Wheat
1,5kg af Pilsner
1,0kg af Munich I

Meskjað við 66° í 60mín og svo mash-out 75° í 10mín

25gr. Hersbucker í 60mín
17gr. Hersbucker í 15mín
ætlaði að setja smá appelsínubörk en gleymdi að kaupa...

er að búast við að enda með c.a. 25-30lítra (er í miðri suðu núna)

Gerja síðan með gamla góða WY3068

Re: Sumarbjórinn

Posted: 10. Jun 2012 22:36
by helgibelgi
Í hverju ertu að gerja sem tekur 25-30 lítra? Ein stór eða tvær venjulegar bara?

Re: Sumarbjórinn

Posted: 11. Jun 2012 13:47
by Benni
ég er nú bara með gömlu góðu 30lítra fötuna sem ég fékk upphaflega í ámunni sem er núna vel full þar sem ég endaði með 29lítra

Re: Sumarbjórinn

Posted: 11. Jun 2012 17:36
by gunnarolis
Ef þú setur 29 lítra af virti í fötu sem er 30 lítra, og bætir síðan 3068 geri útí, þá er lokið að fara að springa af fötunni.

Þetta gerjar með svo miklu offorsi að það stendur utaná pakkanum : "Leave 33% empty headpace".

Ég setti einusinni 26 lítra í 30 lítra fötu og lokið sprakk af, þá var ég glaður að vera með gerjunarkistu...

Re: Sumarbjórinn

Posted: 11. Jun 2012 17:56
by Benni
var búinn að hugsa útí það, rakst á þetta video um daginn og ákvað að prufa útbúa svona svipað, í versta falli þá þarf ég bara að skúra aðeins niðrí kjallara

Re: Sumarbjórinn

Posted: 11. Jun 2012 22:27
by helgibelgi
haha ég ætlaði einmitt að segja það sama og Gunnar Óli.

Svona upp á gamanið:
Ég þori að veðja (einum bjór?) að þú hefur þurft að þrífa upp smá krausen (jafnvel af veggjunum og loftinu), sért með beyglað lok (þeas ef þú endaðir með meira en 25 lítra og pitchaðir strax) :lol:

Re: Sumarbjórinn

Posted: 12. Jun 2012 19:10
by Benni
Ég pitchaði nú reyndar ekki fyrr en daginn eftir og OG var frekar í lægri kantinum, ekki nema 1038

En þetta ætlar nú samt að vera róleg gerjun, lokið er ennþá á, krausenið bara rétt svo búin að snerta lokið svo allt er í góðu ennþá, engar óæskilegar skúringar sjáanlegar á næstunni

Re: Sumarbjórinn

Posted: 15. Jun 2012 08:21
by helgibelgi
ok damn 1.038... það datt mér ekki í hug, síðasti hveitibjórinn minn var 1.047 og mér fannst það vera fullkomið.

Við hvaða hitastig ertu annars að gerja þennan?

Re: Sumarbjórinn

Posted: 15. Jun 2012 12:58
by Benni
jámm er frekar lítið, ætli ég þurfi ekki að endurskoða meskiferlið hjá mér
en annars þá er ég bara með þetta niðrí kjallaranum þar sem það er eitthvað í kringum 17°

Re: Sumarbjórinn

Posted: 15. Jun 2012 13:34
by Gvarimoto
Grunar að meskivatnið hafi verið of mikið, 29L sem fóru í gerjunartunnuna ?

Ég gerði hvíta sloppinn um daginn og var með 20L eftir allt ferlið, OG var 1.048
Þú hefðir örugglega náð flottu OG ef þú hefðir endað með ca 25L

Re: Sumarbjórinn

Posted: 15. Jun 2012 17:17
by helgibelgi
Ég á eftir að smakka hvíta sloppinn, en ef þið eruð að fíla hveitibjóra þá mæli ég með http://braukaiser.com/wiki/index.php?ti ... sbier_Hell hann er svo fáránlega góður. Súrmaltið gefur smá svona súrt eftirbragð sem passar vel með þessu.

Re: Sumarbjórinn

Posted: 16. Jun 2012 01:21
by Benni
þetta eru alveg ágætis pælingar, er bara réttsvo búinn að skima yfir þetta skoða þetta almennilega við betra tækifæri
ég prufað að gera ýmislegt með hveitibjóra og WY3068 en í grunninn hef ég alltaf splittað Hveiti og Pilsner 50/50 og byggt ofaná það, oft líka bætt Caramunich III við og líka prufað kóríander/appelsínu-/sítrónubörk í suðuna

en annars, bara ef WY3068 er notað þá verður hveitibjórinn góður