Page 1 of 1

Daginn

Posted: 5. Jun 2012 15:15
by beggi90
Er algjör byrjandi og ætla að skella mér í að gera bjór og vonandi góðan cider síðar.
Búinn að vera að skoða þetta í svolítin tíma og virðist vera að besta hugmyndin sé að kaupa byrjanda pakkann á brew.is en eins og það er svo oft í svona áhugamálum þá sér maður oft eftir "byrjendapökkum" og sér að með aðeins meiri kostnaði hefði maður komist í "alvöru dótið".

Ætla að kaupa mér græjurnar í þessari/næstu viku en hef nokkrar spurningar.

Ég var að velta fyrir mér hvort ég ætti að skella mér á hann.
Eða hvort ég ætti að sleppa þessu tappaveseni og fá mér endurlokanlegar flöskur.
Eru þetta þægilegustu græjurnar osfrv.

Með von um góð svör sem gefa af sér góðan bjór :beer:
Þorbergur

Re: Daginn

Posted: 5. Jun 2012 18:17
by sigurdur
Velkominn Þorbergur.

Þessar græjur eru flottar í byrjendapakkanum, ég myndi skella mér á þær.

Endurlokanlegar flöskur eru ekki þær algengustu, en ef þú kemst í þær þá endilega notaðu þær.
Ég mæli samt með því að þú setjir í nokkrar flöskur með tappa þar sem maður vill oft gefa flöskur eða fara með flöskur þar sem maður kemur ekki með þær aftur (eins og á fundum...)

Vona að þetta hjálpi.

Re: Daginn

Posted: 5. Jun 2012 18:55
by bergrisi
Velkominn. Endilga bara byrja. Maður notar bara þær flöskur sem maður kemst yfir. Ég þrælaði í mig 40 grolsh til að byrja með til að eignast góðar flöskur. En núna nota ég þær ekkert frekar en hinar.