Page 1 of 1

Halló

Posted: 4. Jun 2012 23:30
by HlynurA
Ég heiti Hlynur og er nýliði þegar kemur að bjórgerð, hef bruggað 2 Coopers sírópskit sem komu vel út og er núna að fara að henda í næsta brugg.

Ég ætla að setja í eina aðra fötu af sírópi sem ég átti inni í skáp (nýti svo tímann meðan það er að bruggast til að lesa mér vel til um bjórgerð frá grunni) og svo ætla ég að prófa að gera maltbjór sem mun vera algjör tilraunastarfsemi. Þannig er það að ég ætla að kaupa 20 lítra af Egils malti, setja það í tunnu og strá geri yfir og sjá svo hvað gerist. Ef einhver hefur prófað eitthvað slíkt áður væri frábært að heyra hvernig það kom út. Ég hringdi niður í Egils áðan og komst að því að þeir drepa allt kvikt í maltinu sínu með hitun og því ætti ekki að vera neitt því til fyrirstöðu að það muni fara vel um gerið.

Ég hlakka svo til að skoða síðuna betur og læra um alvörubruggun.

Edit: Eftir að hafa lesið þræðina sem hrafnkell linkaði sýnist mér að kit með malti sé leiðin sem þarf að fara. Mun því hafa maltið með kittinu en það er basic ljós bjór og maltið ætti því að geta gefið honum eitthvað kick.

Re: Halló

Posted: 4. Jun 2012 23:34
by hrafnkell
Velkominn

Það hafa nokkrir prófað maltið hérna...

http://fagun.is/viewtopic.php?f=2&t=1857" onclick="window.open(this.href);return false;
http://fagun.is/viewtopic.php?f=8&t=216" onclick="window.open(this.href);return false;

Og líklega fleiri.

Re: Halló

Posted: 4. Jun 2012 23:40
by bergrisi
Hjartanlega velkominn.

Flott að prófa maltið.

Ekki hræðast All Grain, ég byrjaði fyrir ári og þetta er lítið mál. Hér inni ættir þú að finna svör við svo til öllu ef ekki vertu þá duglegur að spyrja.