Page 1 of 1

Wort chiller

Posted: 13. Jul 2009 09:31
by Oli
Ég hef verið að leita mér að mjúku koparröri 3/8 að stærð til að búa til immersion wort chiller. Ég fékk tilboð í 15 m hönk frá Íshúsinu (ishusid.is), kostar bara 6 þús m/vsk. Ekki mikið ef tveir leggja saman í eina hönk og búa til tvö stk chiller.

Re: Wort chiller

Posted: 13. Jul 2009 10:03
by ulfar
Ég skal vera með ef engann sárvantar koparinn. Þá á ég við að ef einhver er að koma sér upp græjum og á engan kælivöndul þá gengur hann fyrir.

kv. Úlfar

Re: Wort chiller

Posted: 13. Jul 2009 10:37
by andrimar
Ég skal vera með! Er að uppfæra búnaðinn minn fyrir allgrain bruggun í haust. Hef verið að skoða coppertubingsales.com en þetta virðist vera alveg svipað verð og þar þegar allt er talið til.

EDIT:
Ok var pínu æstur að sjá þetta. Ætlarðu sem sagt að gera lítinn (7,5m, 50') chiller. Ég var alltaf að hugsa að gera stórann(15m, 25') kæli strax þar sem þetta hobbí mitt hefur átt það til að vinda uppá sig. Hvað segja þeir ykkar sem eigið svona græju?

Re: Wort chiller

Posted: 13. Jul 2009 10:44
by Oli
Takið þið bara eina hönk saman strákar, ég er búinn að redda mér hérna fyrir westan, vísu aðeins dýrara...

Re: Wort chiller

Posted: 13. Jul 2009 13:50
by andrimar
Var að koma úr íshúsinu 15 metrum ríkari af kopar. Nú er bara spurningin að forma þetta, hef lesið að menn hafa verið að nota corny kúta við það en ég á ekki svoleiðis. Vitið þið um e-ð sem hefur svipað þvermál eða jafnvel gefið mér aðgang að einum slíkum eina kvöldstund til mótunar?

Re: Wort chiller

Posted: 13. Jul 2009 15:17
by Oli
Ég veit að þvermálið á mínum kútum er um 23 cm

Re: Wort chiller

Posted: 13. Jul 2009 15:38
by andrimar
Takk fyrir það, fer á stúfana eftir e-u svipuðu. Og afsakaðu thread hijack'ið hjá mér :)

Re: Wort chiller

Posted: 13. Jul 2009 15:43
by Oli
:beer: Settu svo inn mynd af stykkinu þegar þú ert búinn!

Re: Wort chiller

Posted: 13. Jul 2009 16:49
by Andri
Vefurðu þessu ekki bara í kringum þriðja fótinn? 8-)
Getur líka rúllað upp teppi, teipað það saman og rúllað í kringum það.
Svo er fínt að taka t.d. 1,5mm^2 CU rafmagnsvír eða sverari og nota lead free solder til að sjóða kopardraslið saman þannig að þetta sé ekki alltaf að dangla eitthvað.
Nokkuð einfalt að gera það, bara með svona gasbrennara sem finnast í mörgum bílskúrum

Re: Wort chiller

Posted: 13. Jul 2009 17:00
by Andri
ég á held ég fullt af koparvír ef þú vilt einhvern bút

Re: Wort chiller

Posted: 13. Jul 2009 19:22
by andrimar
Takk fyrir það nafni. Ég á samt nóg af vír, elektróník, litlir örgjörvar og þessháttar er hitt áhugmálið ;) Annars er ég að flytja núna svo það gæti orðið smá bið á myndum en þær munu koma.

En hvað haldið þið að þetta eigi að vera stórt, keypti alveg 15m(50') sem er mælt með fyrir stærri laganir(40l+) en þar sem maður er að kaupa 50l pott líka er það kannski ekkert svo vitlaust að gera bara fulla stærð. Hvað finnst ykkur?

Re: Wort chiller

Posted: 13. Jul 2009 19:25
by andrimar
eða ætti maður að fara í þessa hönnun hér? Virðist vera að gefa góða raun.

Re: Wort chiller

Posted: 13. Jul 2009 23:37
by Andri
lúkkar skemtilega, meira bil á milli þeirra þannig að þeir hafa líklega betri áhrif á kælinguna
svo held ég að það sé meiri þrýstingur á vatninu hjá okkur og það er kaldara þannig að þú nærð kanski betri árangri en þeir þarna :Þ
ég læt mér nægja að setja pottinn bara í ísbað í vaskinum

Re: Wort chiller

Posted: 14. Jul 2009 00:12
by Oli
Því meira yfirborð kælis ofan i virtinum, því meiri verður kælingin, þessi hönnun lítur vel út.!

Ef þú kemur til með að koma 15 metrum af kopar ofan í pottinn ( heil rúlla, ath það) þá á ekki að skipta svo miklu máli hvernig hönnunin er ef að yfirborðsfleti er dreift jafnt um pottinn