Page 1 of 1

Beersmith uppfærsla.

Posted: 19. May 2012 14:52
by bergrisi
Þið sem notið Beersmith, eruð þið búnir að prófa http://beersmithrecipes.com/" onclick="window.open(this.href);return false;.

Var að horfa á myndband um þetta og þetta er soldið sniðugt. Þægilegt að fá uppskriftir beint inn.

Maður getur séð uppskriftir vina og það er kannski þægilegt að fá uppskriftir beint inní Beersmith sem menn eru að setja inná Fágun.

Ég prufaði að setja innn hveitibjór sem ég var að gera. Þetta er uppskriftin sem ég gerði eftir upplýsingum af brew.is

Re: Beersmith uppfærsla.

Posted: 19. May 2012 15:33
by hrafnkell
Sniðugt. Ég var að pæla hvenær hann myndi drullast til að gera þetta. Syncar þetta við beersmith eða eitthvað svoleiðis?

Re: Beersmith uppfærsla.

Posted: 1. Jul 2012 17:16
by bergrisi
Tölvan mín hrundi og nú reyndi á þetta. Ég var búinn að vista 8 uppskriftir á "skýinu" og þegar ég setti upp Beersmith aftur þá koma þær inn. En öll bruggsaga mín annars horfin ásamt öllum minnispunktum. Er með tvo bjóra í gerjun og sem betur fer skrifa ég alltaf OG á fötuna ásamt dagsetningu en það er einu heimildirnar sem ég hef um hvað ég gerði síðast.

Hrafnkell ég sé að ég svaraði þér aldrei en já þetta sinkar með Beersmith og er sniðugt.

Gott ráð - vista á fleiri en einum stað þær uppskriftir sem þú vilt halda uppá.

Re: Beersmith uppfærsla.

Posted: 1. Jul 2012 21:02
by hrafnkell
Ég er yfirleitt með þær útprentaðar þegar ég er að brugga, og krota á þær OG, FG og aðrar athugasemdir. Stefni svo alltaf á því að setja þær í möppu, en eins og er eru þær dreifðar um bílskúrinn hjá mér :)

Re: Beersmith uppfærsla.

Posted: 1. Jul 2012 21:46
by bergrisi
Þannig er þetta líka hjá mér. Útprentanir liggja á víð og dreif. Ég týndi heldur engu sem skiptir máli. Mannkynið tapaði engu á að mínar uppskriftir glötuðust. Líka soldið gaman að byrja upp á nýtt.