Page 1 of 1

Hvítur sloppur, loksins.

Posted: 18. May 2012 00:42
by bergrisi
Setti í einn hveitibjór í dag sem ég keypti hjá Brew.is.

Er búinn að vera að umturna bruggaðstöðunni minni og ætlaði að vera voðalega duglegur í dag og setja í gang 2 eða 3 bjóra, en þá bauð mamma mér í mat með alla krakkana og ekki er maður vondur við mömmu sína. Svo í nýju gerjunaraðstöðunni minni er núna bara einn bjór, þessi hveitibjór sem er hugsaður sem fyrirbyggjandi aðgerðir. Vonandi drekk ég hann og leyfi öðrum bjórum að þroskast í rólegheitum.

Ég keypti reyndar í tvo hveitibjóra og ætla að nota sitthvort gerið í þá í þágu vísindana. Verður spennandi að sjá muninn. Vonandi næ ég að setja í þann seinni fljótlega.

Re: Hvítur sloppur, loksins.

Posted: 20. May 2012 16:29
by Gvarimoto
Var að panta BIAB AG setup frá brew.is ásamt Hvíta sloppinum, hlakkar alveg gríðarlega til að brugga þennan :)

Re: Hvítur sloppur, loksins.

Posted: 20. May 2012 16:55
by helgibelgi
Hvaða ger notaðirðu/ætlar að nota, Rúnar? fyrir hveitibjórinn

Re: Hvítur sloppur, loksins.

Posted: 20. May 2012 19:40
by Gvarimoto
Mátt endilega benda mér á uppskriftina líka, sé ekki hvernig á að sjóða humlana o.s.f á brew.is

Re: Hvítur sloppur, loksins.

Posted: 20. May 2012 20:25
by hrafnkell
Gvarimoto wrote:Mátt endilega benda mér á uppskriftina líka, sé ekki hvernig á að sjóða humlana o.s.f á brew.is
Humlarnir fara allar í á 60mín. Hendi þessu á síðuna snöggvast :)

Re: Hvítur sloppur, loksins.

Posted: 20. May 2012 23:06
by bergrisi
já, sæll, ég dreyfði humlunum. Setti ekki allt í byrjun. reyndi bara að ná sömu beyskju og talað er um á Brew.is. Setti 20 grömm í byrjun og svo 15 grömm þegar 15 mín voru eftir. Kannski er ég búinn að klúðra honum big time.

Svo keypti ég í tvo hvíta sloppa og ætla að nota sitthvort gerið. T 58 í annan og svo wb 06 í hinn.

Þetta verður vonandi allt drekkanlegt.

Re: Hvítur sloppur, loksins.

Posted: 21. May 2012 02:25
by Benni
Efast um að þetta endi sem eitthvað klúður, ég hef alltaf verið alltaf verið með tvær humlaviðbætur þegar ég geri mína hveitibjóra 60 & 15 mín og það hefur alltaf endað vel

Re: Hvítur sloppur, loksins.

Posted: 21. May 2012 19:19
by Gvarimoto
hrafnkell wrote:
Gvarimoto wrote:Mátt endilega benda mér á uppskriftina líka, sé ekki hvernig á að sjóða humlana o.s.f á brew.is
Humlarnir fara allar í á 60mín. Hendi þessu á síðuna snöggvast :)

Snilld :)

Re: Hvítur sloppur, loksins.

Posted: 21. May 2012 22:18
by bergrisi
Var reyndar bara að grínast. Hef enga trú á því að ég hafi klúðrað honum.
Ég miðaði bara við að ná sömu beyskju og talað er um í uppskriftinni.

Hann er núna að gerjast í geymsluskúrnum og verður settur á flöskur eftir 10 daga.

Verður spennandi að smakka fyrsta heimagerða hveitibjórinn. Drakk óhemju af hveitibjór fyrir 17 árum í Stuttgard.

Re: Hvítur sloppur, loksins.

Posted: 26. May 2012 03:01
by Gvarimoto
Við hvaða stig ertu að meskja þennan ? vantar enþá leiðbeiningar fyrir byrjendur :(

66-68°c ?

Er að fara í þennan í fyrramálið :)

Re: Hvítur sloppur, loksins.

Posted: 26. May 2012 12:07
by bergrisi
Uppskriftin miðaði við 65,5 gráður en þú ert góður 64-68 myndi ég telja.