Page 1 of 1

Spurning varðandi gerstarter þegar maður notar slurry

Posted: 6. May 2012 20:29
by gugguson
Gott kvöld herramenn.

Ég ætla að nota flotger sem ég hreinsaði úr síðustu lögn. Það er í krukku inni í ísskáp og gerið hefur alveg aðskilist frá vökvanum. Þegar ég nota mr. malty reikningsvélina fyrir pitching from slurry, segir hún mér að nota c.a. 145ml af slurry. Ein krukkan er með c.a. það mikið í sér og spurningin er því hvort maður ætti að sleppa því að gera yeast starter eða gera hann með þessu til að koma gerinu í gang? Ef yeast starter er óþarfi ætti maður þá að setja gerið í stofuhita x mörgum klukkutímum áður en það er notað?

Re: Spurning varðandi gerstarter þegar maður notar slurry

Posted: 6. May 2012 21:01
by hrafnkell
Ættir ekki að þurfa að gera starter ef slurry-inn er heilbrigður.

Re: Spurning varðandi gerstarter þegar maður notar slurry

Posted: 6. May 2012 21:15
by gugguson
Ég held hann sé heilbrigður ... er annars einhver leið að sjá það?

Re: Spurning varðandi gerstarter þegar maður notar slurry

Posted: 6. May 2012 22:13
by kristfin
ég miða við 2ja tommu botnfall í 600ml krukku.
helli ofanaf því, skil svona tommu af vatni eftir. hristi það og út í bjórinn.

þessi skammtur fer í 30 lítra fötu með 1040-1050 bjór. ef hann er sterkari, þá bara meira ger.

ef slurry er minna en 6 vikna er ég ekkert að stressa mig á starter. mikið eldra þá pælir maður í því.

ef gerið fer að verða mislitt, þá gæti það verið dúbíus. annars segir lyktin mnni mikið þegar maður hellir því.

ég sterilesera krukkurnar áður en þær eru notaðar og geymi síðan slurry við 4 gráður. hef aldrei lennt í vandræðum.