Page 1 of 1

2 vikna bjór

Posted: 5. May 2012 17:57
by Hekk
Er mögulegt að gera bjór á 2 vikum?

þ.e.a.s. 1 vika í gerjun og 1 vika á flösku

var að pæla í hveitibjór eða léttum pale ale, hveitibjórinn er líklega það sem ég vel, sérstaklega þar sem að þá þarf ég ekki að standa yfir fólki og kenna þeim að hella í glas.

:beer:

Re: 2 vikna bjór

Posted: 5. May 2012 17:58
by hrafnkell
Það er óþarflega stuttur tími. Léttur hveitibjór gæti reddast, en yrði bara "allt í lagi", líklega ekki frábær.

Re: 2 vikna bjór

Posted: 5. May 2012 18:29
by helgibelgi
Ef þú ert með kút þá gætirðu leyft bjórnum að gerjast aðeins lengur og skellt honum á kút nokkrum dögum áður, jafnvel degi áður. Þetta er planið mitt með bjórinn sem ég var að gera, en ég hef 3 vikur svo það er no stress.

Re: 2 vikna bjór

Posted: 5. May 2012 18:42
by Hekk
hvort er það tíminn á flöskunni eða í gerjun sem hefur meiri áhrif?

Ef gerjun væri búin á styttri tíma en viku og bjórinn fengi lengri tíma á flöskunni, myndi það vera betra?

Re: 2 vikna bjór

Posted: 5. May 2012 18:59
by sigurdur
Þú vilt leyfa bjórnum að gerjast að fullu og leyfa svo gerinu að taka til eftir sig (það er ekki nein sýnileg virkni).
Svo þegar bjórinn er kominn á flöskur, þá þarf gerið að stunda sama leikinn aftur ef þú notar sykur til kolsýringar.

Hjá mér þá er ferlið mjög oft 3-4 vikur í gerjun og 3-4 vikur í flöskum. Ef ég er að flýta mér, þá er það 2 vikur í gerjun og 3-4 vikur á flöskum.

Bjórinn verður alveg drekkanlegur eftir 1-2 vikur á flöskum, en mér finnst hann ekki alveg tilbúinn (gerið þarf að taka til eftir sig).

Re: 2 vikna bjór

Posted: 5. May 2012 19:44
by Idle
Ég hef einu sinni náð ágætu öli á tveimur vikum, frá korni í glas. Var m. a. s. orðinn hæfilega kolsýrður á þeim tíma, en örlítið grænn. Á þriðju vikunni var fátt út á hann að setja. Það var hveitibjór, 50/50 hveiti/pilsner, Hersbrücker humlar og WB-60 ger.

Re: 2 vikna bjór

Posted: 5. May 2012 23:17
by gunnarolis
Á flösku er þetta ekki hægt.

Með kút er þetta hægt. OG þarf að vera undir 1.050, því léttara því betra.

Þegar ég segi ekki hægt meina ég ekki þannig að vel sé.

Re: 2 vikna bjór

Posted: 6. May 2012 22:22
by kristfin
gætir mögulega búið til léttan bjór, 1035-1040, gerjað með eh snöggu og brjáluðu geri eins og t58.
gerjað í viku, á flösku í viku við svona 24-28 gráður, kælt síðan niður og laggó.

með kút er þetta auðveldara. hveitbjór hjá mér er komin í glas eftir 2-3 vikur og á að drekkast áður en hann nær mánuði á kút.