Page 1 of 1
Klóna íslenska maltið
Posted: 10. Jul 2009 09:31
by humall
Ég hef áhuga á að búa til íslenskt malt (drykkinn). Fyrir þá sem ekki þekkja þá er þetta karbóneraður virt í grunninn (óbruggaður bjór). Hef séð uppskriftir í bókum (Papazin minnist á þetta), þeir kalla þetta "Malta" og er víst vinsælt á nokkrum eyjum í Karabíska hafinu (sjá Wikipedia grein). Einnig hef ég drukkið nokkra svona í Þýskalandi, þar er þetta kallað "Kinderbier" (barnabjór). En spurning mín er hvort eh af ykkur hefur klónað þann íslenska.
Upplýsingar um malt drykkinn góða, farið hingað:
http://en.wikipedia.org/wiki/Malta_(soft_drink)
Re: Klóna íslenska maltið
Posted: 10. Jul 2009 09:42
by Hjalti
Hljómar eins og áhugaverð tilraun.....
Re: Klóna íslenska maltið
Posted: 12. Jul 2009 10:30
by sigurjon
Ég var einmitt að pæla í að taka venjulegt Egils malt og gerja það.
Re: Klóna íslenska maltið
Posted: 13. Jul 2009 10:25
by ulfar
Malt er ekki ógerjað. Það er um 1% (uppl. frá Egils) og hefur eflaust verið áfengara hér áður. Veit samt ekki hvernig þeir ná því svona sætu.
Re: Klóna íslenska maltið
Posted: 13. Jul 2009 17:03
by sigurjon
Þá er bara að gerja það meira! Hahahahaha!!!

Re: Klóna íslenska maltið
Posted: 13. Jul 2009 17:33
by arnilong
Kannski er hann blandaður, einn sem er gerjaður sem er síðan blandað við ógerjaðan virti. Ég hef stundum pælt í þessu.
Re: Klóna íslenska maltið
Posted: 14. Jul 2009 13:31
by Andri
Ég hef aldrei verið hrifinn af maltinu, ég ætla kanski að prufa að kaupa nokkrar dósir og gera 4 lítra skamt, prófa að gerja þetta án neins viðbætts sykurs og gá hvort það gerist eitthvað þarna, en ég á enga humla til...
Re: Klóna íslenska maltið
Posted: 14. Jul 2009 21:21
by Andri
jæja þetta virðist vera humlað, ég gerði smá tilraun og lét 4 lítra í gallon carboy og var 1.055, var að þessu fyrir 5 mín
http://fagun.is/viewtopic.php?f=8&t=216&p=2023#p2023
Uppskriftin hans Charlie Papazian
Posted: 14. Jul 2009 22:37
by humall
Uppskriftin hans Charlie Papazian (úr bókinni "Home Brewers Companion") til að gera "Malta" er svona:
2,5 kg tveggja raða Amerískt ljóst lager malt eða 1,7 kg malt extrakt
21 gr Hallertauer humlar (bitter)
14 gr Halltauer humlar (aroma)
1 gr. Írskur mosi
Ekkert ger!
Þetta er grunnuppskrift segir Papazian. Þeir í Agli bæta líklega lakkrís útí á einhverju stigi bruggunar.
Re: Klóna íslenska maltið
Posted: 19. Jul 2009 16:36
by Braumeister
Á þýsku heitir "íslenska" Maltið Malzbier.
En til að búa þetta til er útbúin Würze (en. Wort) eins og venjulega (sennilega úr dökku München-malti + karamellumalti og undir 20 IBU í bitrunarviðbót) og geri bætt út í. Þessu er tappað á flöskur og þeim leyft er að gerjast í einn dag til að fá kolsýringu. Síðan eru flöskurnar settar í sjóðandi vatn til að drepa gerið, áður gerjunin sprengir flöskurnar. Eftir að ég las þetta síðasta missti ég alla löngun til að reyna að búa þetta til...
Malzbier er mjög gjarnan notaður í Þýskalandi sem starter eða sem "Speise" (sem er notuð í stað sykurs til að fá Kolsýringu).
Zum Wohl!
Re: Klóna íslenska maltið
Posted: 29. Jan 2014 19:24
by gm-
Er að endurvekja gamlan þráð, þar sem mig langar að prófa að gera malt hérna úti. Hérna fæst bara maltdrykkir frá karabíska hafinu, sem eru voðalega væmnir og ógeðslegir. Var þessvegna að spá í að búa til mitt eigið.
Planið mitt er að nota munich, carafoam, crystal 120 og black malt uppí 1.036, og meskja gríðarlega hátt (78°C) til að skapa sem mesta sætu. Í beiskju var ég að spá í að nota tettnanger á 60 mín uppí 20 ibu, og kannski smá lakkrísrót í flameout. Ætla að prófa að kæla virtinn niðrí 0°C og þá bæta gerinu útí og sjá hvað gerist, ef ekkert gerist, þá ætla ég að prófa að setja þetta í ísskáp í viku eða svo. Svo beint á kút.
Einhver prófað eitthvað þessu líkt?
Re: Klóna íslenska maltið
Posted: 29. Jan 2014 19:30
by hrafnkell
Ég hef ekki prófað en fæ reglulega fyrirspurnir frá fólki sem er að pæla í þessu. Endilega láttu vita hvernig þetta gengur.
Hefur einhver prófað að setja sykurflotvog í flatt malt? Hvað er FG á því?
Re: Klóna íslenska maltið
Posted: 30. Jan 2014 17:33
by gm-
hrafnkell wrote:Ég hef ekki prófað en fæ reglulega fyrirspurnir frá fólki sem er að pæla í þessu. Endilega láttu vita hvernig þetta gengur.
Hefur einhver prófað að setja sykurflotvog í flatt malt? Hvað er FG á því?
Ætla að prófa prufu batch á laugardaginn (9 lítrar eða svo), væri snilld ef að einhver gæti tjékkað á FG á flötu malti fyrir mig. Býst við að það sé ansi hátt

Re: Klóna íslenska maltið
Posted: 30. Jan 2014 19:24
by bjorninn
78° hlýtur samt að vera of hátt? Þá ertu kominn yfir mash-out hitastig, slekkur strax á ensímunum og býrð þ.a.l. ekki til neinn (eða ósköp lítinn) sykur. Er ég að rugla?
Re: Klóna íslenska maltið
Posted: 30. Jan 2014 20:29
by gm-
bjorninn wrote:78° hlýtur samt að vera of hátt? Þá ertu kominn yfir mash-out hitastig, slekkur strax á ensímunum og býrð þ.a.l. ekki til neinn (eða ósköp lítinn) sykur. Er ég að rugla?
Alpha amylasinn á að þola alveg uppí 80°C eða svo, og jújú, Beta amylasinn mun drepast mjög fljótlega, áður en hann nær að gera mikið, en hann ætti samt að ná að gera eitthvað. 75°C eiga að gefa þér virt sem er c.a. 50% gerjanlegur, en þar sem malt er alveg hrikalega sætt þá var ég að spá í að reyna að ná því niður í 30% gerjanlegur eða svo. 1.036 OG virtur ætti þá að enda í 1.025 eftir gerjun eða 1.5% malt.
Re: Klóna íslenska maltið
Posted: 30. Jan 2014 21:34
by bjorninn
Ókei, það er magnað.. Ég er spenntur að sjá framhaldið.
Re: Klóna íslenska maltið
Posted: 18. Feb 2014 10:09
by oliagust
Finnst vanta nokkrar upplýsingar í þennan þráð, en íslenska maltið var fyrir nokkrum árum bara Pale Ale malt (eða svipað) og Caramel malt. Finnst eins og ég hafi heyrt að þessu hafi verið breytt þannig það sé bara Pale Ale malt í dag. Sætan kemur úr fullt af hvítum strásykri. Svo er einnig lakkrísrót í maltinu. Ekki má láta litinn blekkja sig því það er einnig stútfullt af E150 sem er karamellulitur...
Ekki misskilja mig, mér finnst maltið frábært! En ég veit ekki hvort ég myndi nenna að reyna að klóna það.

Re: Klóna íslenska maltið
Posted: 24. Feb 2014 14:42
by gm-
oliagust wrote:Finnst vanta nokkrar upplýsingar í þennan þráð, en íslenska maltið var fyrir nokkrum árum bara Pale Ale malt (eða svipað) og Caramel malt. Finnst eins og ég hafi heyrt að þessu hafi verið breytt þannig það sé bara Pale Ale malt í dag. Sætan kemur úr fullt af hvítum strásykri. Svo er einnig lakkrísrót í maltinu. Ekki má láta litinn blekkja sig því það er einnig stútfullt af E150 sem er karamellulitur...
Ekki misskilja mig, mér finnst maltið frábært! En ég veit ekki hvort ég myndi nenna að reyna að klóna það.

Góðar upplýsingar, takk!
Myndi ekki leggja í klónun ef ég byggi á Íslandi, en þar sem maltið (og saltur lakkrís) er það sem ég sakna einna helst frá Íslandi, þá er ég til í að prófa
Veistu hvort þeir nota ölger eða lagerger?
Re: Klóna íslenska maltið
Posted: 24. Feb 2014 14:46
by Eyvindur
Ég myndi veðja á lagerger. Held að það sé notað sama gerið í allt hjá Ölgerðinni (fyrir utan Borg, auðvitað).