Page 1 of 1

Spurning um lageringu

Posted: 2. May 2012 13:59
by gugguson
Sælir herramenn.

Ég þarf að lagera Bohemain Pilsner sem ég bruggaði fyrir nokkru. Ég tók gerjunarflöskuna eftir að hún var búin að gerjast og skellti henni í ísskáp sem er um 4 gráður í gær. Eftir smá viðbótarlestur sá ég að venjulega leiðin er að lagera í flöskum eftir að maður hefur tappað. Spurningin er hvort ég eigi að tappa núna og henda síðan í lageringu eða láta þetta málla eitthvað í viðbót?

J

Re: Spurning um lageringu

Posted: 2. May 2012 14:35
by kristfin
lagering er yfirliett áður en þetta fer í flöskur.

einfaldast með flöskurnar er bara að fara bil beggja. leyfa bjórnum að jafna sig við 10 gráður í 2 vikur og síðan á flöskur. þá ertu með nóg ger til að kolsýra á flösku, lageringin er komin og hann á bara eftir að batna á flöskunni.

lageringin er háð hitastigi. lagering við 1 gráður getur tekið mánuði, meðan lagering við 10-15 gráður tekur 2-3 vikur.

Re: Spurning um lageringu

Posted: 2. May 2012 14:56
by gugguson
Sæll.

Ég er með tvo ísskápa, annar er um 3 gráður, hinn um 10 gráður. Gæti ég semsagt lagerað í 10 gráðu skápnum og það tæki styttri tíma?

Er þá ekki málið að ég hendi þessu í heitari skápinn - geymi þetta þar í 2 vikur og tappi síðan á flöskur?

J

Re: Spurning um lageringu

Posted: 2. May 2012 22:21
by gugguson
Jæja, ég henti bjórnum bara í secondary og í 9.3 gráðu ísskáp. Sjáum hvort það skili sér ekki. Hvað ætli maður þurfi að hafa hann lengi í lageringu á þessum hita áður en maður hendir á flöskur?

Re: Spurning um lageringu

Posted: 2. May 2012 23:14
by kristfin
gefðu honum 2-3 vikur amk. síðan á flöskur og láta þær vera við stofuhita í 2-3 vikur og þá aftur í kaldan skáp.