Page 1 of 1

Dunkelweizen úr BCS - enginn haus

Posted: 1. May 2012 21:39
by gugguson
Kvöldið herramenn.

Ég bruggaði Dunkelweizen úr BCS fyrir nokkru og tappaði á flöskur fyrir tveimur vikum síðan. Ég er búinn að prófa tvær flöskur núna og bjórinn virðist góður fyrir utan það að það kemur alls engin froða. Ég carboneraði miðað við 2.9 vols (160g af kornsykri) þannig að ég átta mig ekki alveg á hvað hefur getað klikkað. OG og FG voru næstum spot on, gerjaði við rétt hitastig, hefur verið að carbonerast við stofuhita og hreinar flöskur. Gæti verið að það þurfi bara tíma (ég hefði haldið að maður ætti að sjá sæmilega froðu núna)?

Re: Dunkelweizen úr BCS - enginn haus

Posted: 2. May 2012 23:14
by sigurdur
Þetta má vera bara að það sé ekki komin næg kolsýra í bjórinn .. Kolsýran er yfirleitt ekki komin fyrr en eftir 3-4 vikur eftir átöppun hjá mér.