Page 1 of 1

Spurning varðandi hámarks magn í lögun í 72L BIAB potti

Posted: 30. Apr 2012 11:32
by gugguson
Góðan daginn herramenn og takk fyrir síðast - mjög vel heppnað kvöld.

Ég er með spurningu varðandi magn í lögun þegar kemur að BIAB. Ég er með 72L pott og hef bara verið að taka einfaldar lagnir. Nú ber hinsvegar svo við að ég er að fara að setja í brúðkaupsöl og þarf töluvert magn. Get ég bruggað 50L með góðu móti í þessum potti? Ég sé fyrir mér að bæta vatni í eftir meskingu.

Önnur spurning: Beersmith prófíllinn sem ég hef verið að nota þyrfti væntanlega að skala upp og stilla það að maður bæti við vatni eftir mesinguna. Er einhver með dæmi um þennan prófíl sem ég gæti unnið útfrá?

Re: Spurning varðandi hámarks magn í lögun í 72L BIAB potti

Posted: 30. Apr 2012 12:57
by helgibelgi
Það er hægt að gera "scale recipe" í beersmith. Ættir að geta fundið leiðbeiningar um það á heimasíðunni þeirra.

Beersmith reiknar líka út hvað þú myndir missa mikið vatn í kornið (getur stillt sjálfur hvaða magn af vökva tapast per magn af korni) og þá gætirðu sagt beersmith hvað þú vilt enda með mikið vatn í suðu og beersmith reiknar allt út. Annars bara prófa sig áfram í beersmith ef hann gerir ekki allt fyrir þig.

gl

Re: Spurning varðandi hámarks magn í lögun í 72L BIAB potti

Posted: 30. Apr 2012 14:14
by hrafnkell
Ég hef gert 50 lítra lagnir í pottinum, ekkert stórmál ef þú ert ekki að gera einhvern high gravity bjór.