Page 1 of 1
Hinn forni appelsínumjöður jóa
Posted: 9. Jul 2009 23:30
by Oli
Sá þessa uppskrift á homebrewtalk og ákvað að skella í eitt gallon. Mjög einfalt í framkvæmd.
http://www.homebrewtalk.com/f80/joes-an ... ead-49106/" onclick="window.open(this.href);return false;
Henti þessu í á sunnudag sl og það er búið að bubbla stanslaust í vatnslásnum, nú er bara að henda þessu á góðan stað og gleyma í góðan tíma, skella svo í secondary og geyma í nokkra mánuði. Já þeir mæla með því að nota brauðger í þessa uppskrift, svo sætleikinn verði meiri.

Re: Hinn forni appelsínumjöður jóa
Posted: 10. Jul 2009 13:07
by Andri
Síðast þegar ég gerði mjöð þá notaði ég brauðger, það gerjaði upp í einhver 13-14% áfengi og það var enn einhver sætleiki.
Þetta var bara einhver tilraun hjá mér, prófaði svo að setja annað ger í og það gerjaði alla leið upp í 20%
Ég tók engin flotvogarsýni þetta var bara in the moment, ég sá bara hunang uppi í skáp og 1 líters glæra glerflösku.
Núna er ég með þurrann og roosalega áfengann mjöð með gosi í ... hann þarf örugglega tvö ár til að vera drekkanlegur hann er bara eins og rocket fuel
mér líst svo vel á þessa uppskrift að ég ætla að prufa hana eftir helgina
Re: Hinn forni appelsínumjöður jóa
Posted: 11. Jul 2009 14:27
by sigurjon
Þetta hljómar spennandi og væri gaman að prófa einn daginn...

Re: Hinn forni appelsínumjöður jóa
Posted: 11. Jul 2009 17:43
by Oli
já og þú ert ekki nema nokkrar mínútur að henda þessu saman, edrú amk

Re: Hinn forni appelsínumjöður jóa
Posted: 26. Oct 2009 22:36
by Oli
hehe, rakst á þetta á HBT, menn farnir að skoða fágun.is þar greinilega. Skoðið póst nr. 6 og 7 á þessari blaðsíðu.
http://www.homebrewtalk.com/f80/joes-an ... dex19.html" onclick="window.open(this.href);return false;
Re: Hinn forni appelsínumjöður jóa
Posted: 26. Oct 2009 23:20
by sigurjon
Pehe... og Svíi þýðir.
Re: Hinn forni appelsínumjöður jóa
Posted: 27. Oct 2009 13:54
by kristfin
ég lagði þetta í fyrir nokkrum dögum
http://fagun.is/viewtopic.php?f=7&t=449" onclick="window.open(this.href);return false;
bragaðist allavega vel þegar það fór ofaní fötuna.
Re: Hinn forni appelsínumjöður jóa
Posted: 28. Oct 2009 13:25
by Valuro
Ég er komin með svona á flöskur og bragðið af þessum eina negulnagla sem ég setti í er allveg svakalega sterkt. en miðað við það sem ég hef verið að lesa þá mildast það með tímanum. Þannig þetta fær að sitja á flöskum í einhverja mánuði til viðbótar.