Page 1 of 1

Sýrustig við gerjun

Posted: 9. Jul 2009 15:34
by Öli
Getur einhver sagt mér hvaða sýrustig (pH gildi?) er æskilegt fyrir öl- og vínger ?

Ég hef nokkrum sinnum prófað að gera furðulega görótta drykki, t.d. Te vín. Það tók óratíma í gerjun og varð ekki gott fyrr en eftir ár, en þá varð það líka stórgott.
Uppskriftin af því innihélt að mig minnir safa úr einni sítrónu.
Þar sem ég hef oft séð sítrónusafa í uppskriftum grunaði mig að það væri til að fá rétt sýrustig. Veit einhver hvað það er ?

Re: Sýrustig við gerjun

Posted: 10. Jul 2009 00:49
by Stulli
Halló öllsömul,

æskilegt sýrustig eftir suðu og þegar að gerið fær að gera sitt er á bilinu 5,2-5,4. Svo lækkar sýrustigið með gerjuninni.

Kærar kveðjur frá BNA,
Stulli

Re: Sýrustig við gerjun

Posted: 10. Jul 2009 10:40
by Öli
Kærar þakkir fyrir það!