Bækur um bjórgerð - hvað hefur gagnast ykkur?

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Bækur um bjórgerð - hvað hefur gagnast ykkur?

Post by bergrisi »

Þar sem það er lítið að gera hérna langar mig að setja inn smá pælingar (er líka að drepa tímann á næturvakt).

Hvaða bækur um bjórgerð hafa hjálpað ykkur og hvað mælið þið með?

Ég er alltaf við og við að fletta í þessari.
Ég keypti þessa bók þegar ég var að byrja og hefur hún hjálpað mikið. Held að ég geti sagt að hún sé skildueign en mér finnst hún reyndar soldið langorð. Mig grunar að bandaríkjamenn leggi mikið uppúr því að bækur séu með mörgum blaðsíðum svo fólki finnist það fá mikið fyrir peninginn.
http://www.amazon.com/How-Brew-Everything-Right-First/dp/0937381888/ref=sr_1_1?ie=UTF8&qid=1334961002&sr=8-1
http://www.amazon.com/How-Brew-Everything-Right-First/dp/0937381888/ref=sr_1_1?ie=UTF8&qid=1334961002&sr=8-1
how to brew.jpg (17.04 KiB) Viewed 45816 times

Svo veit ég að einhverjir hafa lesið þessa og það var smá umræða um hana á spjallinu síðasta sunnudag. Ég er búinn að panta hana og er að bíða eftir því að hún komi til landsins.
http://www.amazon.com/Yeast-Practical-Fermentation-Brewing-Elements/dp/0937381969/ref=sr_1_1?s=books&ie=UTF8&qid=1334961121&sr=1-1
http://www.amazon.com/Yeast-Practical-Fermentation-Brewing-Elements/dp/0937381969/ref=sr_1_1?s=books&ie=UTF8&qid=1334961121&sr=1-1
Yeast.jpg (19.83 KiB) Viewed 45816 times
Ég sé oft vitnað í þessa bók. Ég er að spá í hvort hún bæti einhverju við það sem maður getur fundið á netinu. Maður getur fundið eiginlega klón af öllum uppskriftum svo ég er ekki viss um að þessi bæti einhverju við.
http://www.amazon.com/Brewing-Classic-Styles-Winning-Recipes/dp/0937381926/ref=sr_1_20?s=books&ie=UTF8&qid=1334961042&sr=1-20
http://www.amazon.com/Brewing-Classic-Styles-Winning-Recipes/dp/0937381926/ref=sr_1_20?s=books&ie=UTF8&qid=1334961042&sr=1-20
BCS.jpg (17.63 KiB) Viewed 45816 times
Þessa keypti ég svo um daginn í Bókabúð máls og menningar á laugaveginum. Þetta er allt öðruvísi bók. Brýtur niður hvert stig bjórgerðar og eftir hvern kafla er viðtal við bruggmeistara einhvers brugghús í USA sem fjallar um viðfangsefni kaflans. Kaflarnir eru td. um: aroma hops, bittering hops, vatnið, ofl og ofl. Ég hef gaman af þessari en hún er ekkert endilega að gera mann að betri bruggara.
http://www.amazon.com/The-Brewers-Apprentice-Insiders-Brewing/dp/1592537316/ref=sr_1_60?s=books&ie=UTF8&qid=1334961070&sr=1-60
http://www.amazon.com/The-Brewers-Apprentice-Insiders-Brewing/dp/1592537316/ref=sr_1_60?s=books&ie=UTF8&qid=1334961070&sr=1-60
The Brewers Apprentice.jpg (21.51 KiB) Viewed 45816 times
Eru einhverjar aðrar bækur sem þið hafið lesið og hafa gagnast við bjórgerðina eða verið til skemmtunar?
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Bækur um bjórgerð - hvað hefur gagnast ykkur?

Post by bergrisi »

Svo langar mig soldið í þessa sem er rædd hérna http://fagun.is/viewtopic.php?f=2&t=953 ... %B3k#p8941" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;
Attachments
51F8BXXGDSL._BO2,204,203,200_PIsitb-sticker-arrow-click,TopRight,35,-76_AA300_SH20_OU01_.jpg
51F8BXXGDSL._BO2,204,203,200_PIsitb-sticker-arrow-click,TopRight,35,-76_AA300_SH20_OU01_.jpg (18.65 KiB) Viewed 45812 times
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
Feðgar
Gáfnagerill
Posts: 377
Joined: 24. Apr 2011 20:38
Location: Keflavík

Re: Bækur um bjórgerð - hvað hefur gagnast ykkur?

Post by Feðgar »

Ég hef verið að skoða stílbækur. Sem sagt bækur um Porter, Stout og þannig en verð að segja að ég hafði einhvað takmarkað gaman af þeim.
Aðallega vegna þess að þær voru svo hnitmiðaðar að ákveðnum aðferðum sem eiga ekki við hjá okkur feðgunum.

Mig langar hinsvegar að lesa þessar þrjár sem þú listaðir þarna fyrst, kannast ekki við hina.
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Bækur um bjórgerð - hvað hefur gagnast ykkur?

Post by halldor »

bergrisi wrote:Svo langar mig soldið í þessa sem er rædd hérna http://fagun.is/viewtopic.php?f=2&t=953 ... %B3k#p8941" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;
Þessi er geggjuð og maður er endalaust að fletta upp í henni.
Plimmó Brugghús
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Bækur um bjórgerð - hvað hefur gagnast ykkur?

Post by halldor »

Feðgar wrote:Ég hef verið að skoða stílbækur. Sem sagt bækur um Porter, Stout og þannig en verð að segja að ég hafði einhvað takmarkað gaman af þeim.
Aðallega vegna þess að þær voru svo hnitmiðaðar að ákveðnum aðferðum sem eiga ekki við hjá okkur feðgunum.

Mig langar hinsvegar að lesa þessar þrjár sem þú listaðir þarna fyrst, kannast ekki við hina.
Ég er búinn að kaupa þrjár bækur í þessari seríu sem (mig grunar að) þú vitnar í. Ég keypti Smoked Beers, Stout og Bock. Mér finnst þetta frábærar bækur og skemmtileg tilbreyting að lesa heila bók um stíl, þegar maður er vanur því að hver stíll fái bara örfáar blaðsíður í öðrum bókum. Þarna er farið í uppruna stílsins og vitnað í haug af sögulegum og vísindalegum heimildum.
NB Bækurnar eru mjög ólíkar í uppbyggingu enda er um að ræða mismunandi höfund(a) fyrir hverja bók. En það sem kemur fram er nokkurnveginn:
Saga stílsins
Traditional brugghús sem brugga stílinn
Bruggaðferðir brugghúsanna
Bruggaðferðir heimabruggara
Commercial bjórar í stílnum
Uppskriftir fyrir heimabruggara
Plimmó Brugghús
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Bækur um bjórgerð - hvað hefur gagnast ykkur?

Post by bergrisi »

Ég hef séð mikið rætt um þessar tvær líka. Er einhver meö reynslu af þeim?

The Complete Joy of Homebrewing Third Edition
joy of homebrewing.jpg
joy of homebrewing.jpg (20 KiB) Viewed 45719 times
Brewing Better Beer: Master Lessons for Advanced Homebrewers
brewing better.jpg
brewing better.jpg (13.87 KiB) Viewed 45719 times
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
gugguson
Gáfnagerill
Posts: 215
Joined: 26. Mar 2011 14:55
Location: Reykjavik

Re: Bækur um bjórgerð - hvað hefur gagnast ykkur?

Post by gugguson »

Ég er aðeins byrjaður á Brewing Better Beer og hef miklar væntingar um hana. Held hún sé frábær eftir að maður hefur náð undirtökunum.
Gerandi Bruggfélag

Næst: Carlsberg Clone, Biere de Garde, Hlemmur
Í gerjun: Dubbel úr BCS, Hlemmur III (Irish red)
Á flösku: Fölvi (Þurrhumlaður Pale Ale)
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Bækur um bjórgerð - hvað hefur gagnast ykkur?

Post by halldor »

Ég er búinn með The Complete Joy of Homebrewing. Fín bók þegar maður er að byrja. Ég hoppaði samt yfir hluta af henni sem fjallaði um extract bruggun. Það er samt slatti í þeim köflum sem tengist öðru en extract og því hættulegt að hoppa yfir það alveg.
Plimmó Brugghús
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Bækur um bjórgerð - hvað hefur gagnast ykkur?

Post by bergrisi »

Er ekki Brewing Better Beer meiri afþreyingarbók. Sýndist sjá í gagnrýninni á hana að hún væri meiri almennar pælingar. Eins og maður sæti með höfundi. Mér finnst það soldið spennandi.

Það er eins og bókin The-Brewers-Apprentice-Insiders-Brewing. Þetta er bara bók til skemmtunar þó svo ég hafi séð einhverja góða punkta. Viðtöl við bruggara og hvernig þeir byrjuðu m.a.

Ég er ákveðinn í að fá mér Brewing better beer og Designing great beers. Er bara að pæla í hvort ég eigi að fá mér líka Brewing classic styles. Sé menn oft vitna í hana. Er hún eitthvað sem maður þarf líka? Ég á svo erfitt með að fara nákvæmlega eftir uppskriftum og held að Designing great beers væri fín ef hún fer í grunninn á uppskriftunum.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Bækur um bjórgerð - hvað hefur gagnast ykkur?

Post by hrafnkell »

Ég er hrifinn af brewing classic styles, hún er aðallega uppskrftabók en þá getur maður fundið uppskriftir til að vinna sig út frá ef manni langar að brugga einhvern stíl sem maður hefur ekki prófað áður.
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Bækur um bjórgerð - hvað hefur gagnast ykkur?

Post by bergrisi »

Takk fyrir það Hrafnkell. Ég er núna að einbeita mér að lager svo ég er að pæla í að geyma mér BCS. Gaman að eiga eitthvað inni og hafa eitthvað til að hlakka til. Er reyndar að ennþá að bíða eftir Yeast. Panta hinar í framhaldi af því og BCS í haust.

En þarf annars að kíkja á þig á morgun með keppnisbjór og kaupa í næstu laganir.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Bækur um bjórgerð - hvað hefur gagnast ykkur?

Post by gunnarolis »

Ekki kaupa Complete Joy of Homebrewing. Hún er alveg gagnslaus.

Radical Brewing er algerlega frábær, BCS er mjög gott uppflettirit og Brewing Better Beer er nokkuð góð, þó hún hafi ekki verið að fá of góða dóma. Ég kunni að meta hana.

Yeast er líka fín, en ef til vill ansi fræðileg ef menn eru komnir minna en ár inní bjórgerðina. Mæli þó eindregið með að allir lesi hana og reyni að dýpka skilninginn á geri og gerstjórnun.

Kv Guns.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Bækur um bjórgerð - hvað hefur gagnast ykkur?

Post by Oli »

Brewing Classic Styles og Designing great beers hafa reynst mér vel. Complete Joy of Homebrewing var ágæt þegar maður var að byrja á þessu. Ef þú ætlar að taka gerið og gerjun skrefi lengra þá skaltu kaupa Yeast.
Radical Brewing er líka ansi skemmtileg, með öðruvísi uppskriftum.
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
bjarkith
Gáfnagerill
Posts: 255
Joined: 11. Nov 2010 15:22

Re: Bækur um bjórgerð - hvað hefur gagnast ykkur?

Post by bjarkith »

Ég á Designing Great Beers, hun hefur verið fín í uppflettingar og til viðmiðunar þegar ég er að seta saman uppskriftir, en ég væri til í bók með sama concepti en fleiri stílum.
Á flöskum: Barollo 2 árs, Barollo 1 árs
Á Kút: Hrísgrjónalager
Í gerjun: Lambic Base, Berliner Weisse, Berliner Weisse Kriek, IPA, Pale Ale, CaliCommon
Í bígerð: Flanders Red Ale, IPA, HoneyWeizen Haraldar
User avatar
atlios
Villigerill
Posts: 45
Joined: 4. Feb 2011 01:43

Re: Bækur um bjórgerð - hvað hefur gagnast ykkur?

Post by atlios »

Ég hef ekki kíkt í margar bækurnar en verð að segja að Radical brewing mjög skemmtileg og fjölbreytt :)
Í gerjun: Munich Helles BIAB (gerjað með ölgeri WB06)
Á flöskum: APA bee cave BIAB, Hvítur sloppur BIAB
Á óskalistanum: Jólabjór, Lager, Hafrastout, Irish red ale, IPA, Leffe clone, vienna og partu-gyle
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Bækur um bjórgerð - hvað hefur gagnast ykkur?

Post by bergrisi »

Uppfullur af bjóráhuga eftir gærkvöldið pantaði ég nokkrar bækur af amazon.

Brewing Classic Styles: 80 Winning Recipes Anyone Can Brew

Radical Brewing: Recipes, Tales and World-Altering Meditations in a Glass

Designing Great Beers: The Ultimate Guide to Brewing Classic Beer Styles

Brewing Better Beer: Master Lessons for Advanced Homebrewers

Takk fyrir ráðleggingarnar á þessum þræði.

Vonandi endast þær mér eitthvað fram á sumarið.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Bækur um bjórgerð - hvað hefur gagnast ykkur?

Post by bergrisi »

Bækurinar loksins komnar og bjórbókasafnið mitt farið að telja 7 bækur.
Þessar fjórar, ásamt, Yeast, How to Brew ásamt íslensku bókinni."bókin um bjórinn"

Yndisleg að hafa nóg að lesa um þett áhugamál sem maður er svo illilega fallinn fyrir.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Bækur um bjórgerð - hvað hefur gagnast ykkur?

Post by bergrisi »

Bætti smá við bjórbókasafnið

The World Atlas beer essential, hef reyndar ekkert náð að fletta henni enn.
http://www.amazon.com/The-World-Atlas-B ... beer+atlas" onclick="window.open(this.href);return false;

Extreme Brewing, A Deluxe Edition with 14 New Homebrew Recipes
http://www.amazon.com/Extreme-Brewing-D ... 189&sr=1-4" onclick="window.open(this.href);return false;
Í þessari er fjallað vel um þurrhumlun en Sam Calagione eigandi Dogfish brewery er höfundur bókarinnar. Ég smakkaði nýlega 90 min ipa frá Dogfish,
http://www.ratebeer.com/beer/dogfish-he ... ipa/10569/" onclick="window.open(this.href);return false;
og hann er all hressilega humlaður.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Bækur um bjórgerð - hvað hefur gagnast ykkur?

Post by hrafnkell »

Þetta minnir mig að ég þarf að fara að bæta á bókasafnið hjá mér... Hvernig finnst þér extreme brewing?
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Bækur um bjórgerð - hvað hefur gagnast ykkur?

Post by gunnarolis »

Ég á Extreme Brewing. Hún er rosalega basic, grunn og öll miðuð við extract. Ég mæli ekkert sérstaklega með henni.
Fyrir utan svo hvað dogfishhead er mikið hæp :)
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Bækur um bjórgerð - hvað hefur gagnast ykkur?

Post by gunnarolis »

Mig langar mest í nýju bókina frá Garrett Oliver hjá Brooklyn Brewing, hún var á tilboði um daginn á 25 dollara á amazon og ég missti af því. Hún er eiginlega of dýr til að ég sé tilbúinn að henda í hana.

Síðan var ég að klára Wild Brews, hún er góð. Farmhouse Ales er fín, pirrar mig smá að uppskriftirnar eru ekki concrete, sumum finnst það bara betra.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Bækur um bjórgerð - hvað hefur gagnast ykkur?

Post by gunnarolis »

Ooooog svo ég haldi spamminu áfram, og summeri líka pirring minn á Sam Calagione þá er hér skýringarmynd.

Image
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Bækur um bjórgerð - hvað hefur gagnast ykkur?

Post by hrafnkell »

Ég er að pæla í þessum eins og er:

He said beer, she said wine - Bók um að para bjór og vín við mat.
http://www.amazon.com/gp/product/075665 ... g=dolla-20" onclick="window.open(this.href);return false;

Brewing up a business (Minnst spenntur fyrir þessari)
http://www.amazon.com/gp/product/047094 ... g=dolla-20" onclick="window.open(this.href);return false;

Brew like a monk
http://www.amazon.com/gp/product/093738 ... g=dolla-20" onclick="window.open(this.href);return false;

Tasting beer (Randy Mosher)
http://www.amazon.com/gp/product/160342 ... g=dolla-20" onclick="window.open(this.href);return false;

Einhverjir með komment um þessar bækur?


$33 er nú ekkert kreisí fyrir þessa
http://www.amazon.com/Oxford-Companion- ... g=dolla-20" onclick="window.open(this.href);return false;


Ég fíla Sam Calagione.. Virðist vera fínn kall þótt bjórinn hans sé hæpaður :)
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Bækur um bjórgerð - hvað hefur gagnast ykkur?

Post by bergrisi »

Ég er aðeins búinn að fletta í Extrem Brewing en það sem ég er mest spenntur fyrir eru þessar aukaafurðir sem er verið að leika sér með. Hann er vitaskuld frægur fyrir pumpkin ale og ég smakkaði hann í Denver um helgina. Ekkert sem ég þarf að smakka aftur.

Smakkaði einnig 90 min IPA frá Dogfish og kom heim með 3 flöskur af honum, (er tollurinn nokkuð að lesa þessa síður?). Algjör humla veisla. Sá næsti verður drukkinn úr koníaksglasi til að geta þefað betur af honum.

Reyndar stækkar bókasafnið mitt hraðar en ég hef gefið mér tíma til að lesa svo ég er ekki kominn langt í þessar nýjustu bækur.

Keypti eitt eintak af Zymurgy sem er tímarit gefið út af American Homebrewers Association og mér til mikillar ánægju þá eru úrslit bjórgerðarkeppninnar 2012 og uppskriftir vinningsbjóra í 28 flokkum. Á eftir að gera einhverja bjóra úr þessu.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Bækur um bjórgerð - hvað hefur gagnast ykkur?

Post by hrafnkell »

Ég er búinn að vera að lesa nokkrar bækur undanfarið...

Image
Tasting Beer: An Insider's Guide to the World's Greatest Drink
Snilldar bók ef þig langar að "læra" að bragða á bjór. Það er farið yfir hvernig bragðskynið virkar, hvaða brögð eru æskileg og óæskileg í bjór, hvaðan þau koma o.s.frv. Ómissandi fyrir bruggara sem hafa metnað fyrir góðum bjór og líka fyrir fólk sem vill pæla svolítið í bjórnum sem maður er að drekka.

Image
For the love of hops
Frábær bók um humal. Vel hægt að gleyma sér í þessari

Image
IPA: Brewing techniques, Recipes and the Evolution of India Pale Ale
Fín bók, svolítið miðuð á stór brugghús finnst mér. Skemmtileg fyrir humlapervertinn.

Image
The Oxford Companion to Beer
Skemmtileg bók. Þetta er í raun alfræðiorðabók um bjór. Ekki eitthvað sem maður les spjaldanna á milli, heldur meira eitthvað sem maður grípur í þegar manni leiðist eða er að pæla í hvað eitthvað snýst um í bjórgerð eða í kringum bjór. Maður getur opnað hana hvar sem er og dottið í smá lestur.

Image
Brew Like a Monk: Trappist, Abbey, and Strong Belgian Ales and How to Brew Them
Möst fyrir alla sem hafa áhuga á belgískum bjórum. Er bara búinn að glugga í hana en umsagnirnar á amazon segja meira en ég get sagt
Post Reply