Page 1 of 2
Bjórgerðarkeppni Fágunar 28. apríl - Keppniskvöldið á KEX
Posted: 17. Apr 2012 21:59
by halldor
Nú líður að sjálfu keppniskvöldi Fágunar. Hátíðin nú í ár verður stærri en nokkru sinni og engin spurning að allir félagsmenn og velunnarar ættu að láta sjá sig. Nýmæli er að kvöldið hefst á kvöldverði en eins og mánudagsfundagestir vita þá er frábært eldhús á KEX sem hefur unnið ötullega að pörun matar og bjórs. Matargestir þurfa að skrá sig, sjá neðar. Dagskrá kvöldins verður einföld, kvöldverður hefst kl 19:00 og boðið verður upp á bjór sem brugghús gefa af tilefninu, kl 20:30 eru allir þeir sem ekki kusu að koma í kvöldverðinn boðnir veldkomnir og að því loknu hefst stórkostlegt bjórnörda pubquiz. Dagskrá kvöldins lýkur á því að dómnefnd kynnir niðurstöður keppninnar. Eins og alltaf eru allir félagsmenn og meðlimir á spljallinu boðnir velkomnir, jafnt þeir sem kusu að taka þátt í keppnin sem og aðrir. Frjálst er að mæta með gesti en mikilvægt að vita að þeir sem ekki hafa greitt félagsgjöld þurfa að greiða 1000 kr. aðgangseyri (aðeins reiðufé). Dagskráin er sem hér segir:
19:00 Kvöldverður hefst á því að opnað er fyrir bjórdælurnar
Aðalréttur: Chili Con Carne eldað upp úr Organic Pils
Eftirréttur: Viking Stout Múffur með White Ale kremi
Verð aðeins 1890 kr.
Skráning hér:
https://docs.google.com/spreadsheet/vie ... UFNZcXc6MQ" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;
skráning bindandi
Greitt á staðnum (aðeins reiðufé)
Endurtekið efni: Fyrir þá sem ekki kjósa alla gleðina opnar húsið að borðhaldi loknu kl 20:30... þá gæti bjórinn sem okkar góðu styrktaraðilar gefa verið búinn
Dagskrá kvöldsins
19:00 Kvöldverður hefst
20:30 Opið fyrir alla
21:00 Pub quiz
21:30 Topp 4 bjórarnir í hverjum flokki kynntir
22:30 Úrslit tilkynnt með pompi og pragt
01:00 Húsið lokar
Fólki er frjálst að taka með sér eigin drykkjarföng.
Svo munu Borg Brugghús, Ölvisholt Brugghús, Gæðingur og Víking skora á okkur að reyna að klára allan bjórinn sem þeir ætla að bjóða okkur.
Staðfestir bjórkútar:
Skjálfti - Ölvisholt Brugghús
Einstök Pale Ale (Í fyrsta skipti ever á kút)
Belgian Strong Ale - Borg Brugghús
Gæðingur IPA - þennan kaupirðu ekki út úr búð
Re: Bjórgerðarkeppni Fágunar 28. apríl - Keppniskvöldið á KE
Posted: 17. Apr 2012 22:32
by bergrisi
Búinn að skrá mig í matinn. Þetta er eitthvað sem maður má ekki missa af. Nú verður farið í það að redda sér fríi því þetta er vinnuhelgi hjá mér.
Re: Bjórgerðarkeppni Fágunar 28. apríl - Keppniskvöldið á KE
Posted: 18. Apr 2012 19:28
by halldor
Ég uppfærði orginal þráðinn.
Bætti við að mönnum er frjálst að taka með eigin drykkjarföng og að Borg, Ölvisholt og Víking munu bjóða okkur upp á helling af bjór.
Sem sagt nóg af bjór fyrir alla

Re: Bjórgerðarkeppni Fágunar 28. apríl - Keppniskvöldið á KE
Posted: 18. Apr 2012 19:48
by AndriTK
hljómar hrikalega vel. Var að skrá mig, er þó ekki með neinn bjór í keppninni
Re: Bjórgerðarkeppni Fágunar 28. apríl - Keppniskvöldið á KE
Posted: 19. Apr 2012 02:02
by atax1c
Hvernig er með skráninguna í matinn, ég og félagi minn ætlum í það en hann er ekki með notanda á Fágun ?
Re: Bjórgerðarkeppni Fágunar 28. apríl - Keppniskvöldið á KE
Posted: 19. Apr 2012 21:08
by halldor
atax1c wrote:Hvernig er með skráninguna í matinn, ég og félagi minn ætlum í það en hann er ekki með notanda á Fágun ?
Það er í góðu lagi að hann mæti með þér í matinn. Láttu hann bara nota notendanafnið þitt.
Re: Bjórgerðarkeppni Fágunar 28. apríl - Keppniskvöldið á KE
Posted: 19. Apr 2012 22:13
by bergrisi
Fríið komið. Hlakka mikið til í að eyða kvöldinu með fólki með sama áhugamál. Þetta er komið á dagatalið og nú er bara talið niður.
Beer - Pub - Quiz. Mjög spenntur fyrir spurningum þar.
Re: Bjórgerðarkeppni Fágunar 28. apríl - Keppniskvöldið á KE
Posted: 20. Apr 2012 17:42
by halldor
Við vorum að fá staðfestan 50 lítra kút af Skjálfta

Erum svo líka með kút frá Borg og Víking. Það er ljóst að við verðum að taka vel á því ef við eigum að ná að klára þetta

Re: Bjórgerðarkeppni Fágunar 28. apríl - Keppniskvöldið á KE
Posted: 23. Apr 2012 23:51
by bergrisi
Bíð spenntur eftir laugardagskvöldinu. Væri ekki hægt að merkja menn með notendanafni og réttu nafni svo maður sjái hver er hvað héðan af síðunni.
Bara smá hugmynd þar sem ég er svo ómannglöggur. Þyrfti að vera spjald sem er td. Bergrisi/Rúnar.
Re: Bjórgerðarkeppni Fágunar 28. apríl - Keppniskvöldið á KE
Posted: 24. Apr 2012 00:11
by halldor
bergrisi wrote:Bíð spenntur eftir laugardagskvöldinu. Væri ekki hægt að merkja menn með notendanafni og réttu nafni svo maður sjái hver er hvað héðan af síðunni.
Bara smá hugmynd þar sem ég er svo ómannglöggur. Þyrfti að vera spjald sem er td. Bergrisi/Rúnar.
Þetta er frábær hugmynd Rúnar. Þetta verður sett í nefnd.
Re: Bjórgerðarkeppni Fágunar 28. apríl - Keppniskvöldið á KE
Posted: 24. Apr 2012 08:32
by hrafnkell
Líklega hægt að fá svona límmiða í office1 eða eitthvað..

Re: Bjórgerðarkeppni Fágunar 28. apríl - Keppniskvöldið á KE
Posted: 24. Apr 2012 14:08
by halldor
Við skoðum þetta
En hvað segiði annars? Á ekki að mæta?
Ég bjóst við því að þessi þráður væri orðinn 10 bls nú þegar

Re: Bjórgerðarkeppni Fágunar 28. apríl - Keppniskvöldið á KE
Posted: 24. Apr 2012 14:12
by helgibelgi
Ég mæti. Búinn að skrá mig í matinn líka
Á maður að koma með smá brugg að heiman og gefa smakk?
Re: Bjórgerðarkeppni Fágunar 28. apríl - Keppniskvöldið á KE
Posted: 24. Apr 2012 14:26
by hrafnkell
helgibelgi wrote:Ég mæti. Búinn að skrá mig í matinn líka
Á maður að koma með smá brugg að heiman og gefa smakk?
Ég hugsa að það sé ansi vel séð

Sterkur leikur líka ef þú átt af keppnisbjórnum.
Ég er gríðarlega spenntur fyrir keppninni og mun hanga á hurðarhúninum við fyrsta tækifæri. Vantar stjórnarmönnum einhverja aðstoð við undirbúning annars?
Re: Bjórgerðarkeppni Fágunar 28. apríl - Keppniskvöldið á KE
Posted: 24. Apr 2012 14:43
by halldor
hrafnkell wrote:Ég er gríðarlega spenntur fyrir keppninni og mun hanga á hurðarhúninum við fyrsta tækifæri. Vantar stjórnarmönnum einhverja aðstoð við undirbúning annars?
Ég þakka gott boð. Ég sendi þér mail og fæ kannski aðstoð við smá verkefni þar sem háttvirtur ritari er flúinn til Munchen

Re: Bjórgerðarkeppni Fágunar 28. apríl - Keppniskvöldið á KE
Posted: 24. Apr 2012 14:44
by halldor
helgibelgi wrote:Ég mæti. Búinn að skrá mig í matinn líka
Á maður að koma með smá brugg að heiman og gefa smakk?
Glæsilegt.
Endilega koma með smakk.

Re: Bjórgerðarkeppni Fágunar 28. apríl - Keppniskvöldið á KE
Posted: 24. Apr 2012 17:50
by bergrisi
Best að taka þátt í umræðunni svo við náum þessu í 10 síður. Ég er ofurspenntur fyrir laugardagskvöldinu og er búinn að skila inn mínum bjórum. Nú er málið bara að redda sér bílstjóra.
Hvað er betra en að drekka bjór og tala um bjór í góðum félagsskap?
Fór í Heiðrúnu í gær og keypti bland í poka til að venja bragðlaukana við. Núna er í glasi Fullers, Past Masters, Double Staut, 7,4 prósent. Mjög ljúfur. Nú er málið að finna uppskriftina.
Re: Bjórgerðarkeppni Fágunar 28. apríl - Keppniskvöldið á KE
Posted: 24. Apr 2012 18:38
by Feðgar
Ég hreinlega man ekki hvort ég var búinn að skrá okkur feðgana, en við mætum.
Klárt mál

Re: Bjórgerðarkeppni Fágunar 28. apríl - Keppniskvöldið á KE
Posted: 24. Apr 2012 22:40
by gugguson
Ég mæti fyrir hönd Ger-anda brugghúss. Verð í matnum líka.

Re: Bjórgerðarkeppni Fágunar 28. apríl - Keppniskvöldið á KE
Posted: 24. Apr 2012 23:59
by halldor
Ég var að uppfæra original póstinn:
Staðfestir bjórkútar:
Skjálfti - Ölvisholt Brugghús
Einstök Pale Ale (Í fyrsta skipti ever á kút)
Belgian Strong Ale - Borg Brugghús (10% alc/vol)
Svo eru líkur á því að nýr íslenskur IPA verði þarna á kút

Meira um það fljótlega.
Re: Bjórgerðarkeppni Fágunar 28. apríl - Keppniskvöldið á KE
Posted: 25. Apr 2012 18:41
by gosi
Ætla ad mæta med 1 vin eftir mat. Er tad ekki i lagi?
A madur ad mæta bara eda tarf ad skra sig?
Re: Bjórgerðarkeppni Fágunar 28. apríl - Keppniskvöldið á KE
Posted: 25. Apr 2012 19:23
by halldor
gosi wrote:Ætla ad mæta med 1 vin eftir mat. Er tad ekki i lagi?
A madur ad mæta bara eda tarf ad skra sig?
Líst vel á það. Skráning í matinn gengur vonum framar.
Það er í góðu lagi að taka með sér vin. Það væri flott að þið mynduð skrá ykkur, það hjálpar til við að áætla fjöldann í matinn. Skráðu ykkur bara báða undir þínu notendanafni.
Skráning hér:
https://docs.google.com/spreadsheet/vie ... UFNZcXc6MQ" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;"
Re: Bjórgerðarkeppni Fágunar 28. apríl - Keppniskvöldið á KE
Posted: 25. Apr 2012 22:15
by ulfar
Ég er orðin faran-lega spenntur!
Re: Bjórgerðarkeppni Fágunar 28. apríl - Keppniskvöldið á KE
Posted: 25. Apr 2012 22:18
by atax1c
Búinn að skrá mig og tvo félaga, get ekki beðið.
Re: Bjórgerðarkeppni Fágunar 28. apríl - Keppniskvöldið á KE
Posted: 25. Apr 2012 23:38
by Feðgar
Ég var að skrá okkur feðgana.
Ef við erum tvískráðir þá biðst ég afökunar á því, man bara ekki hvort ég var búinn að skrá okkur.