Page 1 of 1

Lager útgfáfa 1.3

Posted: 16. Apr 2012 11:56
by bergrisi
Er að gera einn núna sem brýtur Reinheitsgebot.

Ég var að skoða klón af léttum lagerbjórum eins og Carlsberg. Þá er oft bætt við sykri svo ég ætla að prufa að setja 300 grömm af sykri í þennan.

Er með 5 kg pale malt og 150 grömm af cara pils.
55 gr af Hallertau Middelfruh í 60 mín.
300 grömm sykur í 60 mín.
10 grömm Hallertau Middelfruh í 15 mín
10 gömm Hallertau Middelfruh í 5 mín.

Stefni á OG 1047 og reikna með að það fari um 27 lítrar í gerjunarfötuna.
Gerjað við 12 gráður með Saflager S-23

Vonandi verður þessi í lagi á pallinum í sumar. Eins og sést á þessari bruggun og síðustu þá er ég soldið að einbeita mér að lagerbjórum um þessar mundir. Næstu 3 verða líklegast líka lagerar. Er að reyna að finna út hvaða bjór ég get verið með sem húsbjór þegar bjórdælan verður komin í gagnið.

Re: Lager útgfáfa 1.3

Posted: 16. Apr 2012 23:24
by bergrisi
Hér er svo þessi uppskrift. Ég er með 24 lítra pott svo ég fékk 22 lítra eftir meskingu og eftir suðu og kælingu mældist OG 1060. Ég bætti vatni við til að ná OG 1047 og fóru því rúmir 27 lítrar í gerjunarfötu. Ætti að gefa manni slatta af flöskum. Kannski alveg bannað að gera þetta svona en mig langaði að prófa þetta.


Recipe Specifications
--------------------------
Boil Size: 31,01 l
Post Boil Volume: 29,12 l
Batch Size (fermenter): 28,00 l
Bottling Volume: 28,00 l
Estimated OG: 1,046 SG
Estimated Color: 8,9 EBC
Estimated IBU: 24,2 IBUs
Brewhouse Efficiency: 72,00 %
Est Mash Efficiency: 72,0 %
Boil Time: 60 Minutes

Ingredients:
------------
Amt Name Type # %/IBU
5,00 kg Pale Malt (Weyermann) (6,5 EBC) Grain 1 91,7 %
0,15 kg Carafoam (Weyermann) (3,9 EBC) Grain 2 2,7 %
0,30 kg Cane (Beet) Sugar (0,0 EBC) Sugar 3 5,5 %
55,00 g Hallertauer Mittelfrueh [4,00 %] - Boil Hop 4 21,5 IBUs
1,00 Items Whirlfloc Tablet (Boil 15,0 mins) Fining 5 -
10,00 g Hallertauer Mittelfrueh [4,00 %] - Boil Hop 6 1,9 IBUs
10,00 g Hallertauer Mittelfrueh [4,00 %] - Boil Hop 7 0,8 IBUs
2,0 pkg SafLager West European Lager (DCL/Fermen Yeast 8 -
0,61 tsp Gelatin (Secondary 5,0 hours) Fining 9 -

Re: Lager útgfáfa 1.3

Posted: 19. Apr 2012 12:49
by atlios
Ég hef alltaf verið að bæta vatni eftir á í mínar lagnir sökum lítils suðupotts. Og ég veit ekki betur en að það sé í góðu lagi :)

Re: Lager útgfáfa 1.3

Posted: 19. Apr 2012 19:38
by bergrisi
Þetta er líka alltaf gert þegar maður er með extract sá ég. Fínt að fá soldið meira magn. Verður vonandi góður partí-bjór. Er núna að gerjast vel í útigeymslunni.

Re: Lager útgfáfa 1.3

Posted: 21. Apr 2012 07:23
by Feðgar
Ef maður á partý bjór þá verður maður líka að bjóða í party ;) :D

Re: Lager útgfáfa 1.3

Posted: 21. Apr 2012 13:05
by bergrisi
Hehe, það eru ófá partí-in hérna á Sunnubrautinni.
Ég þarf líka örugglega að fá hjálp frá þér við að tengja þegar ég fæ tengin í dæluna. Þá geturu líka fengið annan kennslutíma í billiard.

Re: Lager útgfáfa 1.3

Posted: 17. May 2012 01:19
by bergrisi
Þessi fór reyndar á flöskur þar sem ég er ekki tilbúinn að setja bjór á kút. Fyrsta smakk lofar góðu.

Re: Lager útgfáfa 1.3

Posted: 18. May 2012 11:49
by gunnarolis
Prófaðu næst þegar þú gerir lager að nota pils malt sem grunn. Mundu að sjóða í 90 mínútur ef þú ert aðallega með pilsnermalt í bjór sem á að vera léttur. Noble humlar eins og Mittelfrüh passa vitanlega frábærlega í svona bjóra.

Ég hef þynnt út í gerjunarfötun og það er ekkert að því. Athuga verður að leiðrétta beiskjuna fyrir þynningunni, því vitanlega þynnist beiskjan út líka ef bætt er við hreinu vatni. Það er líka hætt við að ef maður þynnir of mikið geti boddý bjórsins orðið "watery". Í léttum bjórum er það stundum allt í lagi. Ég held (og leiðrétti menn mig ef það er rangt) að mörg stór brugghús bruggi lagerbjórana sína mun stærri en þeir eru á dósum en bæti við vatni fyrir átöppunina og komi þeim í réttan styrk. Þannig er hægt að ná meira magni út úr gerjunartönkunum þegar plássið er að klárast....

Re: Lager útgfáfa 1.3

Posted: 20. Jun 2012 12:38
by bergrisi
Þessi sem var bruggaður 16. apríl og settur á flösku 5. maí hefur verið geymdur við eina gráðu í fjórar vikur núna. Bjórinn er rosalega tær en ekkert spennandi.

Ætla ekki aftur að gera bjór þar sem ég bæti við sykri.

Það vantar allan haus í hann líka.

Reyndar hefur hann gengið vel í vini og kunningja.