Page 1 of 1
					
				Humlakönguló
				Posted: 13. Apr 2012 20:23
				by viddi
				Sá sniðuga hugmynd að humlapoka í Brew Your Own (des 2011) sem ég smellti saman í dag. Kostnaður var ekki sérlega hár: 
 Snitteinn :    959 kr.
 Rær:            84 kr.
 Skinnur:       48 kr. 
 Minnkun:      325 kr. 
 Hosuklemma: 429 kr.
 Samtals:       1845
 Átti svo afgangs organza úr Rúmfatalagernum sem tengdó saumaði í poka fyrir mig. Á reyndar enn eftir að prófa gripinn en held að þetta verði fínt.
			 
			
					
				Re: Humlakönguló
				Posted: 13. Apr 2012 20:29
				by helgibelgi
				Hefurðu þetta svo yfir suðunni með humlum í og fjarlægir svo? Sniðugt!
			 
			
					
				Re: Humlakönguló
				Posted: 13. Apr 2012 20:56
				by atax1c
				Bara töff, oft pælt í svona hop spider 

 
			
					
				Re: Humlakönguló
				Posted: 13. Apr 2012 21:06
				by sigurdur
				Ég nota töluvert stærri poka .. og ekki veitir af.
Ég mæli með stærri poka.
Svona hop spiders eru hrein snilld, til hamingju með þetta 

 
			
					
				Re: Humlakönguló
				Posted: 13. Apr 2012 21:16
				by viddi
				Fékk tengdó til að gera fleiri poka og stærri.
			 
			
					
				Re: Humlakönguló
				Posted: 15. Apr 2012 18:02
				by rdavidsson
				Ég fór í rúmfó áðan og ætlaði að kaupa hvítt Organza efni til að sauma mér BIAB poka, en það var bara til grænt. Haldiði að liturinn geti lekið úr því og í virtinn..? Hvar annarsstaðar getur maður nálgast efnið?
			 
			
					
				Re: Humlakönguló
				Posted: 15. Apr 2012 18:05
				by hrafnkell
				rdavidsson wrote:Ég fór í rúmfó áðan og ætlaði að kaupa hvítt Organza efni til að sauma mér BIAB poka, en það var bara til grænt. Haldiði að liturinn geti lekið úr því og í virtinn..? Hvar annarsstaðar getur maður nálgast efnið?
Færð svipað efni í z brautum, en það kostar uþb 6-10x meira en það kostaði í rúmfatalagernum.
 
			
					
				Re: Humlakönguló
				Posted: 15. Apr 2012 22:45
				by Hekk
				Ég keypti mér gardínur í rúmfó og klippti niður og saumaði.