Page 1 of 2

Áhugi á bjórkútapöntun frá kegconnection? Svarið hér!

Posted: 10. Apr 2012 17:28
by hrafnkell
Margir hafa verið að spyrja mig út í kúta og fleira og því langar mig að taka púlsinn á fólki hérna, hver áhuginn á annarri pöntun sé.

Það sem mig langar að vita núna:
Hvað hefðir þú áhua á mörgum kútum (pin lock eða ball, skiptir ekki)

Þetta er ekki bindandi, en til að meta alvöru áhuga þá vil ég biðja þig um að svara ekki nema þú sért nokkuð viss um að vilja panta. Gerum ráð fyrir að verð per kút sé uþb 15.000 kr.-

Pælum í aukahlutum seinna - kútarnir eru plássfrekastir og dýrastir að flytja og því hef ég mestan áhuga á fjölda þeirra. Rest er easy :)

Ef við náum í bretti af kútum (amk 30-40stk) þá gæti verðið per kút orðið eitthvað lægra.

Re: Áhugi á kegconnection pöntun?

Posted: 10. Apr 2012 18:06
by freyr_man69
ég væri til i 2 ball lock kúta samt bara ef það sé hægt að borga þetta i sumar eða júni þegar marr fer að vinna

Re: Áhugi á kegconnection pöntun?

Posted: 10. Apr 2012 19:51
by hrafnkell
Þetta væri ekki fyrr en í maí-júní sem það þyrfti að borga staðfestingargjald. Þetta er ekki ákveðið, ég vil bara athuga áhuga hjá fólki hvort það borgi sig að fara í þetta.

Re: Áhugi á kegconnection pöntun?

Posted: 10. Apr 2012 21:19
by Gvarimoto
Ég ætla að vera með og taka 2 kúta+fylgihluti (2 fridge kranar, CO2 kút o.s.f), helst ball lock (hef heyrt að þeir séu þægilegastir)

Bíð spenntur eftir að þetta fari í gang :)

Re: Áhugi á kegconnection pöntun?

Posted: 10. Apr 2012 21:34
by hrafnkell
Enginn munur á hvort er þægilegra, alveg sama stöffið þannig séð. pinlock eru ögn notendavænni þar sem þú getur ekki sett gas á bjórtengið og öfugt. Pin lock eru pínulítið lægri og feitari, ball lock mjórri og stundum komast fleiri inn í ísskáp útaf því.

Re: Áhugi á kegconnection pöntun?

Posted: 10. Apr 2012 21:51
by asgeir
Ég tek 2 kúta ef þessi pöntun fer í gang...

Re: Áhugi á kegconnection pöntun?

Posted: 10. Apr 2012 22:29
by samueljon
Ég hef áhuga og á því að taka 2 kúta ef af þessu verður.

Re: Áhugi á kegconnection pöntun?

Posted: 10. Apr 2012 22:46
by garpur
Ég væri frekar mikið til í að vera með í þessari pöntun...er bara í augnabliknu að reyna að sannfæra betri helminginn til að það sé góð hugmynd að ég taki yfir hluta af alltof litla þvottaherberginu okkar.

Er ekki rétt skilið hjá mér að 2 kútar (t.d. 5Gallons) + CO2 + tengin, myndu passa í þessa týpisku smærri ískáp, t.d.: http://www.elko.is/elko/product_detail/ ... oryid=1695

Re: Áhugi á kegconnection pöntun?

Posted: 10. Apr 2012 22:53
by sigurdur
garpur wrote:Ég væri frekar mikið til í að vera með í þessari pöntun...er bara í augnabliknu að reyna að sannfæra betri helminginn til að það sé góð hugmynd að ég taki yfir hluta af alltof litla þvottaherberginu okkar.

Er ekki rétt skilið hjá mér að 2 kútar (t.d. 5Gallons) + CO2 + tengin, myndu passa í þessa týpisku smærri ískáp, t.d.: http://www.elko.is/elko/product_detail/ ... oryid=1695
Ég myndi mæla eftir að ég fæ kútana ..

Re: Áhugi á kegconnection pöntun?

Posted: 10. Apr 2012 23:10
by garpur
Já alveg sammála því, mundi nú ekki fara í nein ísskápskaup fyrr en þeir væru komnir :)

Það sem ég er að vísu að pæla í er umfanginu, þ.e.a.s. hvort fólk er að ná að fá þetta inn í smáa ískápa eða hvort þetta sé meira umfang heldur en mér sýnist við fyrstu sýn vera? Efast að betri helmingurinn samþykki amerískan monster ískáp inn í þvottaherbergið...

Re: Áhugi á kegconnection pöntun?

Posted: 10. Apr 2012 23:28
by sigurdur
Það eru nokkrir í BNA sem hafa notað þessa minni skápa fyrir kútana og jafnvel sett krana ofan á. (Googlaðu Sanyo kegerator)

Re: Áhugi á kegconnection pöntun?

Posted: 10. Apr 2012 23:42
by garpur
Takk, ég athugaði þetta og fann eina góða mynd af þessum Sanyo kegerator sem ég notaði við að róa konuna og selja hugmyndina :beer:

Hrafnkell, endilega reikna með mér ef það verður af þessari pöntun. Það yrðu þá tveir kútar.

Re: Áhugi á kegconnection pöntun?

Posted: 12. Apr 2012 16:30
by Gvarimoto
hrafnkell wrote:Enginn munur á hvort er þægilegra, alveg sama stöffið þannig séð. pinlock eru ögn notendavænni þar sem þú getur ekki sett gas á bjórtengið og öfugt. Pin lock eru pínulítið lægri og feitari, ball lock mjórri og stundum komast fleiri inn í ísskáp útaf því.

Já ég vill þessa mjóu frekar, þá ætti ég að koma 3 amk í kælin (tek 2 í þessari ferð, og redda mér 1 seinna) eða 2+co2 (menn mæla nú samt á móti því að kæla co2 kútinn)

En ball lock eru alveg jafn notendavænir og pin lock þá, þar sem bjór/gas tengin eru ekki af sömu þykkt og því ekki hægt að setja á vitlausan stút :)

En hinsvegar spurning, þeir sem eru með pin lock (coke kútarnir right ?) hafiði prófað að tala við vífilfell um að kaupa tóman kút ? hef séð þessa pin lock kúta í mörgum fyrirtækjum merktir "Coke" hinsvegar eru pepsi kútarnir (ball lock) hvergi til vegna þess að ölgerðin notar þá ekki heldur kassa-kúta (pappa-gerðir, einnota?)

Re: Áhugi á kegconnection pöntun?

Posted: 12. Apr 2012 16:43
by hrafnkell
vífilfell vilja alls ekki losa sig við kúta.

Re: Áhugi á kegconnection pöntun?

Posted: 12. Apr 2012 16:54
by Gvarimoto
hrafnkell wrote:vífilfell vilja alls ekki losa sig við kúta.

Ball Lock it is then :)

Re: Áhugi á kegconnection pöntun?

Posted: 12. Apr 2012 19:28
by Benni
Gvarimoto wrote: (menn mæla nú samt á móti því að kæla co2 kútinn)
ég endaði á því að bora bara í gegnum hliðina á ísskápnum hjá mér fyrir gasslöngurnar þannig að co2 kúturinn er bara við stofuhita í skápnum við hliðina meðan kútarnir er kaldir og fínir

Re: Áhugi á kegconnection pöntun?

Posted: 13. Apr 2012 16:25
by atax1c
Gvarimoto wrote:

Já ég vill þessa mjóu frekar, þá ætti ég að koma 3 amk í kælin (tek 2 í þessari ferð, og redda mér 1 seinna) eða 2+co2 (menn mæla nú samt á móti því að kæla co2 kútinn)

En ball lock eru alveg jafn notendavænir og pin lock þá, þar sem bjór/gas tengin eru ekki af sömu þykkt og því ekki hægt að setja á vitlausan stút :)
Ég hef nú aldrei séð neitt gegn því að hafa co2 kútinn inní kælinum, afhverju segirðu að það sé slæmt ?

Gas og liquid gaurarnir eru mjög svipaðir, þú getur tengt þetta vitlaust ef þú ruglast og þá er víst hrikalega erfitt að losa þetta aftur. En þetta er ekkert mál ef þú ert með athyglina í lagi :)

Re: Áhugi á kegconnection pöntun?

Posted: 13. Apr 2012 20:42
by hrafnkell
Það skiptir engu hvort co2 kúturinn sé í eða fyrir utan kælinn. Þrýstingurinn lækkar aðeins í meiri kulda en það skiptir engu máli.

Re: Áhugi á kegconnection pöntun?

Posted: 13. Apr 2012 23:57
by Maddi
Við erum tveir sem höfum áhuga fyrir 3 kútum allavega. Kannski 4 ef verð er mjög hagstætt.

Re: Áhugi á bjórkútapöntun frá kegconnection? Svarið hér!

Posted: 16. Apr 2012 22:57
by Bjorspjall
Ég væri til í 1 kút, jafnvel 2 ef verðið er hagstætt, ásamt Co2 kúti og s.frv.

Re: Áhugi á bjórkútapöntun frá kegconnection? Svarið hér!

Posted: 20. Apr 2012 16:27
by viddi
Myndum vilja 2 kúta og tilheyrandi.

Re: Áhugi á bjórkútapöntun frá kegconnection? Svarið hér!

Posted: 23. Apr 2012 20:48
by Örvar
Líst vel á þetta!
Ég myndi taka 2 kúta með öllu. Þetta beisik start sett sem hafa verið í gangi.
Er komin einhver hugmynd um hvenær pöntun yrði gerð?

Re: Áhugi á bjórkútapöntun frá kegconnection? Svarið hér!

Posted: 23. Apr 2012 20:53
by gugguson
Ég væri hugsanlega til í tvo kúta með öllu.

Re: Áhugi á bjórkútapöntun frá kegconnection? Svarið hér!

Posted: 23. Apr 2012 20:54
by hrafnkell
Fer eftir þáttöku hvenær/hvort af þessu yrði. Eins og er eru 21 kútar komnir hér í þráðinn. Ég myndi vilja komast í lágmark 30 kúta, helst nær 50.

Re: Áhugi á bjórkútapöntun frá kegconnection? Svarið hér!

Posted: 24. Apr 2012 16:19
by Gvarimoto
Vona að það verði að þessu, á von á barni í júní svo þetta væri hugsanlega eina tækifærið fyrir mig til að kaupa kúta :(