Page 1 of 1

Korkað á belgískar flöskur

Posted: 8. Jul 2009 22:21
by arnilong
Sælir,

Ég tapppaði og korkaði belgískt sterkt ljósöl um daginn og ákvað þá að prófa belgísku flöskurnar mínar. Korka og hettur hafði ég verslað fyrir löngu en það er t.d. hægt að fá þetta hér:

http://morebeer.com/search/102304//2" onclick="window.open(this.href);return false;

Reyndar er þetta orðið foxdýrt núna og ég á líklega ekki eftir að kaupa fleiri korka þegar þeir klárast. Þennan korktappatroðara notaði ég:

http://aman.is/index.php?page=shop.prod ... p&Itemid=1" onclick="window.open(this.href);return false;

Ég er rosalega ánægður með árangurinn. Flöskurnar voru úr öllum áttum, allskyns lambic og trappist flöskur sem ég hef sankað að mér undanfarin ár. Rosalega er gaman að eiga svona vel pakkaðan bjór. Ég held að ég verði bara að skella mér í illustrator og teikna miða...... Hér er árangurinn:

http://3.bp.blogspot.com/_FJOfOa53tuI/S ... G_7057.JPG

Re: Korkað á belgískar flöskur

Posted: 8. Jul 2009 23:05
by Oli
flottur, skelltu svo inn mynd af meistaraverkinu. ( með miða ;) )

Re: Korkað á belgískar flöskur

Posted: 8. Jul 2009 23:31
by Andri
brilliant maður! :)

Re: Korkað á belgískar flöskur

Posted: 9. Jul 2009 14:08
by Hjalti
Fór í einhverja vínsmökkun í Ahr (sunnan af Bonn) í Þýskalandi og það sögðu þeir frá því að það er alveg dúndrandi korkskortur í heiminum og að það sé orðið skuggalega dýrt að korka með einhvejru öðru en plastkorkum eða snúnings töppum.

Þeir alla flottustu eru farnir að korka með einhverskonar glerkorkum sem skila víst bestu gæðunum.

Re: Korkað á belgískar flöskur

Posted: 28. Aug 2009 07:49
by arnilong
Hjalti wrote:Þeir alla flottustu eru farnir að korka með einhverskonar glerkorkum sem skila víst bestu gæðunum.
Fyndið, alcoa er að framleiða þessa glertappa.

http://www.alcoa.com/global/en/news/new ... sYear=2006" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Korkað á belgískar flöskur

Posted: 28. Aug 2009 07:51
by Idle
arnilong wrote:
Hjalti wrote:Þeir alla flottustu eru farnir að korka með einhverskonar glerkorkum sem skila víst bestu gæðunum.
Fyndið, alcoa er að framleiða þessa glertappa.

http://www.alcoa.com/global/en/news/new ... sYear=2006" onclick="window.open(this.href);return false;
Ætli við fáum þá afslátt?

Re: Korkað á belgískar flöskur

Posted: 28. Aug 2009 07:58
by Hjalti
Samúðarafsláttur :)

Re: Korkað á belgískar flöskur

Posted: 28. Aug 2009 21:26
by valurkris
Er eithvað sem að bannar að nota venjulegan korktappa eins og er notaður á léttvínsflöskur, fyrir utan það að það er ekki eins flott

Kv. Valur K

Re: Korkað á belgískar flöskur

Posted: 29. Aug 2009 12:58
by arnilong
Það þarf að minnsta kosti eitthvað til að halda tappanum á líkt og vírhettu eða slíkt.

Re: Korkað á belgískar flöskur

Posted: 30. Aug 2009 14:10
by Eyvindur
Ég held að tappar fyrir vínflöskur passi bara ekki... Held að við séum að tala um ólíkan sverleika.