Page 1 of 1

Yeast starter - mjög mikið af kögglum í starternum

Posted: 3. Apr 2012 15:46
by gugguson
Sælir herramenn :fagun:

Ég var að setja í gang "yeast starter" á "stir" plötu og tek eftir því að það er mjög mikið af pínulitlum klumpum fljótandi út um allt eins og ég hafi ekki þrifið pottinn áður en ég sauð dme-ið. Ég hef ekki séð þetta áður hjá mér í starterum. Vitið þið hvað þetta getur verið - getur verið að gerið sé svona rosalega flocculant að vökvinn verði eins og hann sé mjög "skítugur"?

Þegar ég opnaði gerstuatinn þá sprautaðist út á fingurna og lak ofaní starterinn - er mikil hætta á að ég hafi skemmt starterinn með því (vandamálið að ofan er ekki af þeim völdum því að ég tók strax eftir þessu).

Ég er að nota California ger frá White labs.

Re: Yeast starter - mjög mikið af kögglum í starternum

Posted: 3. Apr 2012 17:33
by sigurdur
Flocculant ger verður mjög klumpað. Það má vera að þetta ger hafi verið þannig.