Page 1 of 1

Í Bruggun: Brewmaster Pilsner Kit (Fyrir kit bruggara)

Posted: 2. Apr 2012 19:37
by Gvarimoto
Sælir, er núna að prófa kit+LME (no sugar!) fyrsta tilraun sem ég nota bara LME.


Brewmaster Pilsner Kit (europrís, 2.990kr)
1020g Liquid Organic Barley Malt Extract (fæst í hagkaup, 3 krukkur ca 2.000kr)
SafeAle S05 (minnir mig endilega, búinn að henda pakkanum, blái gerpakkinn)
+Gernæring (ca 200kr)
@20.5 L total

OG: 1042

6 tímum eftir að ger er sett í, það gjörsamlega blæs úr loftlásinum.
ca 10 tímum seinna, sama staða.

Uppfæri við tækifæri, skelli svo inn video af first pour og svona :)

Re: Í Bruggun: Brewmaster Pilsner Kit (Fyrir kit bruggara)

Posted: 2. Apr 2012 23:28
by Classic
Sjálfsögð tilraun að framkvæma, en ég myndi ekki hafa of miklar væntingar, einhvers staðar heyrði ég, en sel þó ekki dýrar en ég keypti, að krukku-extraktið væri "þriðji flokkur", þ.e. að extrackt ætlað til bruggunar væri 1. flokks, bakaramalt 2.flokks, og þetta þar á eftir. Ég gerði þetta sjálfur þegar ég var að byrja, "alltílæ" bjór miðað við ódýrasta sullið í Ríkinu, en ekkert meir en það. Eldist líka illa m.v. mína reynslu, svo gakktu rösklega í þetta fljótlega eftir að flöskurnar eru orðnar 3-4 vikna.

Ef þú ert í svipuðum pælingum og ég, nennir ekki græjunum sem fylgja AG bruggi, tékkaðu þá hvort Vínkjallarinn eigi ekki óhumlað extrakt handa þér og hentu í það humlum og geri frá Hrafnkeli. Erlendar síður geta vafalaust hjálpað þér með uppskriftir þar sem gert er ráð fyrir extrakti frekar en AG, svo er Brewing Classic Styles bókin stíluð inn á extraktið, og örugglega fleiri uppskriftabækur.

Re: Í Bruggun: Brewmaster Pilsner Kit (Fyrir kit bruggara)

Posted: 3. Apr 2012 08:48
by bjarkith
Sá að það er komið óhumlað LME í Ámunni líka, í samskonar dósum og kittin, minnir samt að það hafi verið dýrt, 5000kr dósin eða eitthvað í þá áttina.

Re: Í Bruggun: Brewmaster Pilsner Kit (Fyrir kit bruggara)

Posted: 3. Apr 2012 17:44
by Gvarimoto
En þarf ég þá ekki að bæta 1kg í eina dós af LME ? (frá ámuni) eða taka 2 dósir ? (10.000 kall ?)

Ekki alveg að tíma því....

En ég geri mér nú væntingar um að þetta verði betra en kit+kilo, það bara hlítur að vera :S
Dauðlangar samt að nota óhumlað LME og leika mér svoleiðis með hops og svona en það er bara 1500% dýrara...

Re: Í Bruggun: Brewmaster Pilsner Kit (Fyrir kit bruggara)

Posted: 3. Apr 2012 23:29
by Classic
Munton's extraktið í Ámunni er allt of dýrt. Vínkjallarinn er með, ef marka má síðuna þeirra, 1,5kg LME dósir á 3300. 2 dósir passlegt í eina meðallögn (ca.20 lítrar af 1.050 / 5%), eða 1 dós á móti humluðu kitti. Borið saman við 3 krukkur af Heilsuhússmalti sem kosta samanlagt yfir 2000kallinum hvorteðer gæti þessi rúmlega þúsundkall gert helling fyrir þig.

Re: Í Bruggun: Brewmaster Pilsner Kit (Fyrir kit bruggara)

Posted: 5. Apr 2012 11:19
by Gvarimoto
Classic wrote:Munton's extraktið í Ámunni er allt of dýrt. Vínkjallarinn er með, ef marka má síðuna þeirra, 1,5kg LME dósir á 3300. 2 dósir passlegt í eina meðallögn (ca.20 lítrar af 1.050 / 5%), eða 1 dós á móti humluðu kitti. Borið saman við 3 krukkur af Heilsuhússmalti sem kosta samanlagt yfir 2000kallinum hvorteðer gæti þessi rúmlega þúsundkall gert helling fyrir þig.

Satt, og væri alveg til í þetta.
En þar sem ég er á norðurlandi verður að taka með sendingarkosntað í þetta :(

Það er ca 1.500kr? = 4.800kall þar (2x4.800=9.600) Svo á eftir að bæta við humlum o.s.f, komnir vel yfir 10.000 í heildina.
Heilsuhúsmaltið kostaði ca 2200+kittið kostaði 2690 (ekki 2990, það er vitlaust verð) = 4.890kr sem er ásættanlegt.

Þetta fer bara útfyrir ramman, ef það er orðið svona dýrt að brugga gæti ég allt eins keypt bjórinn í ríkinu ódýrari :/

Re: Í Bruggun: Brewmaster Pilsner Kit (Fyrir kit bruggara)

Posted: 5. Apr 2012 14:04
by bjarkith
Panta sekki af korni af brew.is og skella sér í allgrainið ef þú ert að hugsa um peningahliðina.

Re: Í Bruggun: Brewmaster Pilsner Kit (Fyrir kit bruggara)

Posted: 6. Apr 2012 13:53
by Gvarimoto
bjarkith wrote:Panta sekki af korni af brew.is og skella sér í allgrainið ef þú ert að hugsa um peningahliðina.

Það kemur, ætla að taka kúta í jún hjá hrafnkelli ef það verður úr þeirri pöntun, svo eftir það all grain setup :)

Re: Í Bruggun: Brewmaster Pilsner Kit (Fyrir kit bruggara)

Posted: 19. Apr 2012 09:51
by Gvarimoto
Jæja setti á flöskur í fyrradag, FG 1.013
Bjórinn ætti þá að vera í kringum 3.8% sem er aðeins neðar en ég vildi

Smakkaði þetta og verð að segja að sýnishornið kom mér rosalega á óvart, svakalegur maltkeimur og mjög góður.

Hlakka til að smakka final product :)

Re: Í Bruggun: Brewmaster Pilsner Kit (Fyrir kit bruggara)

Posted: 29. Apr 2012 11:29
by Gvarimoto
Jæja opnaði nokkrar flöskur í gær, þetta er klárlega besti kit bjór sem ég hef gert.


Það er mjög fallegur haus, flottur litur og unaðslegt bragð, læðist alveg uppað manni maltkeimurinn eftir sopann, elska þennan bjór :)

Stefni algjörlega á sömu aðferð í næsta brugg.


Hagkaups malt extract, 3 krukkur í 20L skammt 3.8-4.0%, 4 krukkur fyrir 4-4.5%

Re: Í Bruggun: Brewmaster Pilsner Kit (Fyrir kit bruggara)

Posted: 29. Apr 2012 12:18
by bergrisi
Njóttu vel. Það er yndislegt að drekka góðan bjór sem maður hefur gert sjálfur.

Re: Í Bruggun: Brewmaster Pilsner Kit (Fyrir kit bruggara)

Posted: 29. Apr 2012 13:26
by Gvarimoto
bergrisi wrote:Njóttu vel. Það er yndislegt að drekka góðan bjór sem maður hefur gert sjálfur.

Þessi rennur vel niður, það verða nokkrir kláraðir í kvöld :)

Elska 4 daga helgi!