Page 1 of 1

Hvíti sloppurinn

Posted: 1. Apr 2012 16:01
by Weihenstephaner
Við félagarnir settum í hveitibjór fyrir um mánuði síðan, fengum allt í þetta frá honum Hrafnkeli. Gerðum algjör byrjenda klaufamistök í brugguninni svo bjórinn er aðeins 4%, gleymdum að hafa kornið í 10mín við 77°. Mér sýnist ekkert annað hafa klikkað í ferlinu, getur þetta ekki skýrt lágt OG?

Annars smakkast bjórinn alveg ljómandi vel og fleirum sem finnst hann góður heldur en BeeCave sem við gerðum fyrst, við vorum reyndar allir mjög ánægðir með hann. Munum alveg örugglega gera þessa tvo aftur en næsta brugg á að vera Tri-centennial IPA 6,8% sem hægt er að fá á brew.is.

Annars er þetta alveg virkilega skemmtilegt þrátt fyrir smá klúður:)

Re: Hvíti sloppurinn

Posted: 1. Apr 2012 17:08
by helgibelgi
Ég sleppi oftast þessu mash-out stigi en næ samt fínni meskingu. Þú getur skoðað þetta hérna til að sjá hvað hitastig og ph skiptir máli:
Image

Ég held að það hafi frekar verið eitthvað annað hjá þér heldur en mash-outið sem olli lágu OG. Hvað varstu með mikið korn og vatn og við hvaða hitastig meskjaðirðu og hversu lengi? og hvað var OG?

Re: Hvíti sloppurinn

Posted: 1. Apr 2012 21:09
by hrafnkell
Mashout getur haft töluvert með nýtnina að gera, sykrurnar renna betur af korninu þegar hitinn er hækkaður.

Re: Hvíti sloppurinn

Posted: 2. Apr 2012 10:35
by helgibelgi
hrafnkell wrote:Mashout getur haft töluvert með nýtnina að gera, sykrurnar renna betur af korninu þegar hitinn er hækkaður.
Hmm ok, gott að vita, hef einmitt verið að spá í af hverju þetta meskistig er til yfir höfuð. Hef bara lesið að þetta eigi að hjálpa við að láta ensímin hætta vinnunni sinni, en svo gerist það væntanlega í suðu hvort sem er, right?

En um upprunalegu spurninguna með lágt OG... ég kíkti á uppskriftina á brew.is og 4% abv hljómar bara vel (miðað við 20 lítra lögn). Fer eftir meskinýtni en 1.042 sem OG ætti að vera fínt.

Þú hefur bara ekkert verið að feila sýnist mér :)

Re: Hvíti sloppurinn

Posted: 17. Apr 2012 21:33
by bergrisi
Er að stefna á þennan fljótlega. Hef heyrt að hann sé ferskur í sólinni. Hef ekki prufað að gera hveitibjór. Verður hann ekki betri með hverri flöskunni?

Re: Hvíti sloppurinn

Posted: 18. Apr 2012 11:01
by atax1c
Held að það sé talað um að drekka hveitibjór ungan frekar en eftir lengri tíma.

Re: Hvíti sloppurinn

Posted: 7. May 2012 12:45
by Weihenstephaner
Nú jæja þá er ég ekkert að kvarta yfir þessu.

Annars fannst mér hann bestur sirka mánuði eftir að hann fór á flöskur, virkilega ferskur og góður. Líka gaman að geta drukkið heimabruggið beint af stút:)

Mæli með þessum fyrir alla, ljúfur og góður.

Re: Hvíti sloppurinn

Posted: 9. May 2012 16:39
by Feðgar
Weihenstephaner wrote:
Mæli með þessum fyrir alla, ljúfur og góður.

Er þá ekki ráð að pósta uppskriftinni handa okkur :D

EDIT fann hana :beer:

Re: Hvíti sloppurinn

Posted: 9. May 2012 20:19
by bergrisi
Keypti tvær svona uppskriftir hjá Hrafnkeli og ætla að setja í um helgina. Spenntur að gera bjór sem maður getur drukkið svo til strax og vonandi fær þá lagerinn að vera í friði sem ég var að setja á flöskur.