Page 1 of 1

einfalt eplavín/síder

Posted: 8. Jul 2009 16:23
by Andri
Jæja tók eitthvað rölt í matvöruverzlun, eins og geðveikur maður þá fór ég auðvitað að pæla í því hvað er hægt að gerja og hvernig ætli það muni koma út.
Ég rakst á 100% eplasafa, nokkra þannig reyndar en þeir voru allir framleiddir úr þykkni.. ég ákvað að skella mér á tvær tegundir, minnir að það var trópí og frissi.

Blandaði þetta í líters gler kút(eitthvað sem ég fann í geymslunni hans afa)
Lét Coopers gerið sem fylgdi lagernum mínum í ... bara örfá korn samt.
Enginn viðbættur sykur.
Gerið byrjaði strax, froðan flæddi upp eftir 3 klst (það var kanski of lítið pláss fyrir hana)
Smakkaði þetta næsta dag, mig langaði bara að drekka þetta strax.. spurning um að drepa gerið þegar þetta er komið á eitthvað spes stig... því ég væri alveg til í að hafa þetta nokkuð sætt.

Ég prófaði að smakka þetta deginum eftir og hann var ennþá sætur og örlítið áfengur :)

Skemtilegt að prófa eitthvað svona rugl

Re: einfalt eplavín/síder

Posted: 8. Jul 2009 17:53
by Eyvindur
Held líka að það gæti gefist vel að nota brauðger, því það hefur held ég frekar lítið þol fyrir áfengi, og ætti því að gefast upp sæmilega snemma. Þetta er allavega það sem margir gera til að búa til sætan mjöð, veit svo sem ekki með síder...

Re: einfalt eplavín/síder

Posted: 8. Jul 2009 19:01
by Oli
Ég er einmitt með eitt gallon af Joes Ancient Orange Mead í gerjun
http://www.homebrewtalk.com/f80/joes-an ... ead-49106/" onclick="window.open(this.href);return false;
þar er notað brauðger og verðu mjöðurinn vonandi svolítið sætur og góður eftir nokkra mánuði.

Re: einfalt eplavín/síder

Posted: 9. Jul 2009 20:41
by Andri
Mér líst helvíti vel á þetta, ég er búinn að finna til carboy sem passar akkúrat fyrir gallon, hugsa að ég prófa þetta eftir helgina þar sem ég er að fara í veiði í gljúfurá :]

Re: einfalt eplavín/síder

Posted: 11. Jul 2009 14:42
by sigurjon
Þetta er algjör snilld! Gaman að prófa að skella einhverju í lítinn kút og láta það gerja til að smakka það svo. Þetta kallazt tilraunastarfsemi og það er þannig sem eitthvað gott kemur að lokum.

Mig t.d. dauðlangar að prófa að hella maltöli í kút og láta gerja. Einnig að sjóða fullt af rúgbrauði í vatni og láta gerja...

Einhverjar fleiri hugmyndir þarna úti? :skal: