Page 1 of 2

BIAB græjur í smíðum

Posted: 30. Mar 2012 23:38
by rdavidsson
Sælir félagar,

Hérna kemur smá kynning á BIAB græjunum sem ég og tveir félagar mínir höfum verið að smíða hægt og rólega síðustu vikurnar. Í febrúar síðastliðnum ákváðum við að skella okkur í þetta og eru flestar hugmyndirnar fengnar af þessu frábæra vef fágun.is!

Það fyrsta sem var gert var að raða saman og tengja stýriboxið sem við ætlum að nota til að stýra hitaelementinu, hér kemur smá myndasyrpa af því helsta:

Image
Image
Image
Image
Image

Stýriboxið tilbúið og svínvirkaði, enginn reykur! :)
Image

Við pöntuðum stýribúnaðinn (PID reglir, 40A SSR relay, kæliplötu og K-thermocouple hitanemi) á Ebay og kostaði það um 8.500 kr hingað komið með vsk og tollum (45 USD), sem ég myndi segja að væri frekar vel sloppið.

Keyptum tvo rofa í Rafvörumarkaðinum, annar kveikir á reglinum og hinn rífur stýristrauminn fyrir SSR relay-ið svo það sé ekki að hleypa straumi á elementið þó maður sé að fikta í reglinum! rofarnir kostuðu um 1.000kr saman.

Þessa rándýru tengla keyptum við í Íhlutum á c.a 3.500kr......

Planið var að kaupa 60L plasttunnu í Saltkaupum sem við ætluðum að nota til meskjunar/suðu, en enduðum í að smíða 75L pott úr riðfríu stáli (hliðar og lok 1.5mm og botn 2mm):

Gamli góði valsinn fékk að finna fyrir því!
Image

Byrjað að punkta pottinn saman (TIG):
Image

Búið að sjóða pottinn saman að mestu:
Image


Við stefnum á að klára pottinn á morgun, setja fætur á hann/litla grind til að hann verði í þægilegri hæð. Einnig ætlum við að smíða falskan botn til að hafa fyrir ofan elementið svo pokinn brenni ekki.

Hendi inn fleiri myndum síðar. Öll komment vel þegin :)

Re: BIAB græjur í smíðum

Posted: 30. Mar 2012 23:49
by bergrisi
Vá, þetta er ekkert smá verkefni. Spennandi að fylgjast með.

Re: BIAB græjur í smíðum

Posted: 31. Mar 2012 10:34
by kalli
Þetta verður flott. Hvernig hitald ætlið þið að nota? Ég spyr því að tenglarnir frá Íhlutum bera aðeins 10A, ef ég hef rétt fyrir mér.

Re: BIAB græjur í smíðum

Posted: 31. Mar 2012 10:52
by rdavidsson
kalli wrote:Þetta verður flott. Hvernig hitald ætlið þið að nota? Ég spyr því að tenglarnir frá Íhlutum bera aðeins 10A, ef ég hef rétt fyrir mér.
Þetta eru sverari tenglar, þess vegna voru þeir svona dýrir. Input tengillinn þolir 23A og output tengillinn þolir 20A. Við erum með 5,5kW element, þannig að output tengillinn á kannski eftir að hitna smá en það reddast..

Re: BIAB græjur í smíðum

Posted: 31. Mar 2012 14:18
by Andri
Eru þetta ekki 1,5q vírar? Farið varla að runna 5,5kW element með þeim.
P=U*I => I = circa 24A
Skv. gömlu reglugerðinni var aðeins leyfilegt að hafa 16A flæði í gegn, núna er það 13A. 2,5q vírar eru notaðir f. 16A og hærra (man ekki upp í hvað nákvæmlega en líklegast upp í 20A).

Þetta gæti vissulega virkað í einhvern tíma en eiga vírarnir eftir að bráðna og það með skemmtilegum afleiðingum? Hver veit :?

Re: BIAB græjur í smíðum

Posted: 31. Mar 2012 15:23
by sigurdur
Ég er sammála Andra.

Ég myndi persónulega setja 4q víra (ég er með 4q frá 25A öryggi í töflu hjá mér)

Re: BIAB græjur í smíðum

Posted: 31. Mar 2012 16:55
by hrafnkell
Bendi á umræður um reglugerðir hér (því ég nenni ekki að skrifa það aftur :))
http://fagun.is/viewtopic.php?f=24&t=18 ... 364#p16364" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: BIAB græjur í smíðum

Posted: 31. Mar 2012 18:32
by rdavidsson
Andri wrote:Eru þetta ekki 1,5q vírar? Farið varla að runna 5,5kW element með þeim.
P=U*I => I = circa 24A
Skv. gömlu reglugerðinni var aðeins leyfilegt að hafa 16A flæði í gegn, núna er það 13A. 2,5q vírar eru notaðir f. 16A og hærra (man ekki upp í hvað nákvæmlega en líklegast upp í 20A).

Þetta gæti vissulega virkað í einhvern tíma en eiga vírarnir eftir að bráðna og það með skemmtilegum afleiðingum? Hver veit :?
Flott hvað menn hafa glökkt auga.

Þetta er gömul mynd af kassanum, þá víraði ég hann með 1,5q vír þar sem að við ætluðum að vera með 3kW element, en eftir að við keyptum 5,5kW elementið þá endurvíraði ég "kraftrásina" í kassanum. Ég víraði hann með 2,5q vír, en ég veit að nýju reglugerðirnar segja að straumþolið sé ekki nægt (þó að það sé í raun skv. gögmlu reglugerðinni), en í reglugerðunum er líka verið að tala um húslagnir og slíkt en ekki bruggræjur.. Af fenginni reyslu ætti þetta að vera OK (er rafvirki til nokkurra ára).

Re: BIAB græjur í smíðum

Posted: 31. Mar 2012 19:12
by Maggi
Gaman að sjá alvöru vinnubrögð :)
Flottur búnaður.

Hvernig er Sestos PID reglirinn að virka?
Hef hugsað að kaupa sömu regla.

Re: BIAB græjur í smíðum

Posted: 1. Apr 2012 21:02
by rdavidsson
Maggi wrote:Gaman að sjá alvöru vinnubrögð :)
Flottur búnaður.

Hvernig er Sestos PID reglirinn að virka?
Hef hugsað að kaupa sömu regla.
Við höfum ekki komist svo langt að prófa hann að neinu viti þar sem að tunnusmíðin kláraðist bara í gær. Á von að við prófum kerfið á næst dögum :) Mér sýnist Sestos reglarnir vera kópering af Auber PID reglunum, nánast allveg sömu parametrar sem hægt er að stilla og í sömu röð hehe

Re: BIAB græjur í smíðum

Posted: 1. Apr 2012 21:13
by rdavidsson
Potturinn klár, hér koma nokkrar myndir

Við ákváðum eftir ráðfæringar frá pípara að setja suðumúffu á pottinn í staðinn fyrir að setja ró, þéttihring o.s.frv fyrir elementið og suðunippil fyrir kranann sem við þéttum bara með þéttiborða. Hérna er búið að punkta múffuna á:
Image
Image

Stubbarnir undir pottinum eru prófílar sem við suðum á botninn og stillanlegar fætur spella beint upp í þá:
Image

Samanburður á pottinum okkar og 60L tunnu frá Saltkaupum:
Image
Meira seinna..

Re: BIAB græjur í smíðum

Posted: 2. Apr 2012 22:25
by creative
Hvar fenguði þessa suðumúffu mig vantar einnmitt svona ??

Re: BIAB græjur í smíðum

Posted: 2. Apr 2012 22:53
by rdavidsson
creative wrote:Hvar fenguði þessa suðumúffu mig vantar einnmitt svona ??
Keyptum hana í "Metal" í Hfj.. Kostaði um 500kr minnir mig....

Re: BIAB græjur í smíðum

Posted: 3. Apr 2012 09:29
by hrafnkell
Fást líka í Barka. Líklega í gesala.is líka.

Re: BIAB græjur í smíðum

Posted: 24. Apr 2012 23:21
by rdavidsson
Jæja, þá fer þetta að hafast, ég kláraði að raða saman fittins fyrir tunnuna, keypti þetta er í Byko, 1/2" kúlukrani, T stykki sem ég ætla að skrúfa framtíðar hitaneman í:

Image

Hérna er svo dælan komin á, ætla að nota hana til að hringrásadæla virtinum í meskingunni:

Image

Hérna er svo ein mynd ofan í pottinum, elementið komið í, falski botninn til að grilla ekki pokann og sílikon slangan frá dælunni:

Image

Ég lekaprófaði allt og lak ekki dropi! Ég ætla reyna að búa til nýtt gat fyrir elementið, ég setti 30L í pottinn áðan og það náði ekki nema c.a 3-4cm uppfyrir elementið :oops:

Er ekki málið að hafa það bara eins neðalega og hægt er, og kaupa ró+pakkningu í METAL??

Annars er næsta skref að henda í fyrstu lögn um helgina, Bee Cave frá Brew.is varð fyrir valinu svo nú er bara að krossa fingur og vona að þetta gangi allt saman upp :)

Re: BIAB græjur í smíðum

Posted: 25. Apr 2012 00:02
by hrafnkell
rdavidsson wrote:Ég lekaprófaði allt og lak ekki dropi! Ég ætla reyna að búa til nýtt gat fyrir elementið, ég setti 30L í pottinn áðan og það náði ekki nema c.a 3-4cm uppfyrir elementið :oops:

Er ekki málið að hafa það bara eins neðalega og hægt er, og kaupa ró+pakkningu í METAL??
Ekki alveg eins neðarlega og þú kemst - passaðu að þú komist að elementinu til að þrífa það án þess að þurfa að rífa allt í sundur :)

Re: BIAB græjur í smíðum

Posted: 25. Apr 2012 16:37
by Maggi
Skemmtileg rist. Er hún fyrir loftræstiskerfi? Geturðu lýst henni smá?

Hver var kostnaðurinn á messing téinu, tappanum, tengistykkinu og svo lokanum?

Re: BIAB græjur í smíðum

Posted: 25. Apr 2012 20:42
by rdavidsson
Maggi wrote:Skemmtileg rist. Er hún fyrir loftræstiskerfi? Geturðu lýst henni smá?

Hver var kostnaðurinn á messing téinu, tappanum, tengistykkinu og svo lokanum?
Þetta er nú ekki merkileg rist... Keypti bara 15" pizzagrind í Fastus og bjó til fætur úr 8mm snittteini. Það er ekki mikill burður í henni, en ég hún er aðallega til að verja pokann.

Fittins + krani kostaði c.a 2.400 í Byko.

Re: BIAB græjur í smíðum

Posted: 25. Apr 2012 21:10
by hrafnkell
Fittings ættu að vera aðeins ódýrari í gesala.is - Þeir eiga flestallt í ryðfríu og á góðu verði. Mæli með því við alla sem spyrja mig :)

Re: BIAB græjur í smíðum

Posted: 28. Apr 2012 00:09
by rdavidsson
Litla bruggkerfið tilbúið :)

Autotune í gangi, fyrsta bruggun á morgun, eintóm hamingja!! :)

Potturinn ógurlegi:
Image
Fittings + hringrásardælan:
Image
Stýriboxið:
Image

Re: BIAB græjur í smíðum

Posted: 28. Apr 2012 01:06
by garpur
Mjög flott kerfi sem þú hefur byggt þér!

Smá forvitinn með fartölvuspennubreytinn sem þú notaðir á Solarproject dæluna. Er hann 12V eða gat dælan alveg þolað meiri spennu en hún er specuð til? Er með einmitt einn 16V fartölvuspennubreytir sem ég er að íhuga hvort ég þurfi að mixa voltage divider til að fá spennuna niður í 12V eða hvort það sleppi bara...

Re: BIAB græjur í smíðum

Posted: 28. Apr 2012 10:22
by hrafnkell
garpur wrote:Mjög flott kerfi sem þú hefur byggt þér!

Smá forvitinn með fartölvuspennubreytinn sem þú notaðir á Solarproject dæluna. Er hann 12V eða gat dælan alveg þolað meiri spennu en hún er specuð til? Er með einmitt einn 16V fartölvuspennubreytir sem ég er að íhuga hvort ég þurfi að mixa voltage divider til að fá spennuna niður í 12V eða hvort það sleppi bara...
Þær eru gefnar upp allt að 14v, en sleppa líklega á 16v. Ég myndi redda mér 12v til að vera viss um að hún endist :)

Re: BIAB græjur í smíðum

Posted: 28. Apr 2012 10:52
by rdavidsson
garpur wrote:Mjög flott kerfi sem þú hefur byggt þér!

Smá forvitinn með fartölvuspennubreytinn sem þú notaðir á Solarproject dæluna. Er hann 12V eða gat dælan alveg þolað meiri spennu en hún er specuð til? Er með einmitt einn 16V fartölvuspennubreytir sem ég er að íhuga hvort ég þurfi að mixa voltage divider til að fá spennuna niður í 12V eða hvort það sleppi bara...
Takk fyrir það :)

Satt, vinnuspennan fyrir dæluna er 9-14V, myndi hvorki fara mikið niður fyrir það eða uppfyrir það.. Þetta er 12v spennugjafi sem ég er með, 3A, nóg til að keyra dæluna og viftuna sem ég nota til að kæla SSR relay-ið

Re: BIAB græjur í smíðum

Posted: 28. Apr 2012 11:12
by garpur
Takk fyrir svörin, ég gref aðeins dýpra í geymslunni og sé hvort ég finn ekki spennubreytir með örlítri lægri spennu til að vera on the safe side :)

Re: BIAB græjur í smíðum

Posted: 28. Apr 2012 12:37
by gosi
Gætir líka farið í Góða hirðinn. Þar er fullt af spennubreytum.