Page 1 of 1

Hitastýring

Posted: 27. Mar 2012 10:05
by raggi
Sælir.

Ég var að fá mér Elitech STC-1000 stýringu hjá honum Hrafnkeli. Ætla að nota hana til að stýra kæliskáp. Þar sem ég hef ekki hundsvit á svona löguðu né rafmagni, datt mér í hug að einhver hérna gæti gefið mér imba heldar upplýsingar um hvernig ég ætti að tengja þetta.

Kær kveðja
Raggi

Re: Hitastýring

Posted: 27. Mar 2012 10:38
by bergrisi
Kíktu á þennan þráð
http://fagun.is/viewtopic.php?f=24&t=13 ... %C3%BDring" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;

Myndin sem Sigurður sendi inn hjálpaði mér við að tengja þetta.
https://plus.google.com/photos/10662751 ... banner=pwa" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;

Ég setti svo langar snúrur með innstungutengi á endanum fyrir heitt og kalt. Þrælvirkar og er tengt við frystir sem er að lagera tvo kassa af bjór við 2 gráður. Verður svo notaður sem kælir fyrir kúta þegar ég er búinn að tengja þá við dælu. Hef notað þetta líka til að stýra hitanum í geymsluskúrnum mínum þegar ég gerði lagerbjór.

Re: Hitastýring

Posted: 27. Mar 2012 13:02
by raggi
Takk Rúnar.
Þetta virkar fínt núna.

Kv
Raggi