Page 1 of 1
BrewDog á Íslandi
Posted: 22. Mar 2012 14:54
by AndriTK
Jæja.
Eftir miklar skoðanir á miðunum hefur átvr samþykkt þrjá bjóra frá brewdog til sölu. Væntanlega hefst reynslusalan 1.maí. Bjórinn verður kominn til landsins vonandi á næstu 2-3 vikum.
Um er að ræða Punk IPA 5,6% - 5 a.m Saint sem er úber hoppy amber ale og svo loksins fáum við double IPA - Hardcore IPA 9,2%
Ef einhver er með hugmyndir af börum sem mögulega væri hægt að koma honum inn á megið þið endilega láta vita

Re: BrewDog á Íslandi
Posted: 22. Mar 2012 16:37
by GRV
GEÐVEIKT!
Re: BrewDog á Íslandi
Posted: 23. Mar 2012 12:00
by Andri
Húrra!
Re: BrewDog á Íslandi
Posted: 23. Mar 2012 12:10
by helgibelgi
Er ekki málið að reyna að fá KEX til þess að hafa þá til sölu hjá sér? Ég veit að ég myndi alltaf kaupa mér amk 1 eða 2 á hverjum mánudagsfundi þar.
Re: BrewDog á Íslandi
Posted: 23. Mar 2012 12:55
by bjarkith
NÆÆÆÆSSS!!!! Hverjir eru það sem standa að innflutningi á BrewDog bjórunum?
Re: BrewDog á Íslandi
Posted: 23. Mar 2012 14:34
by Idle
KEX! Ég er loksins búinn að átta mig á staðsetningunni, aðeins örfáum skrefum frá vinnustaðnum.

Re: BrewDog á Íslandi
Posted: 27. Mar 2012 19:15
by AndriTK
bjarkith wrote:NÆÆÆÆSSS!!!! Hverjir eru það sem standa að innflutningi á BrewDog bjórunum?
Það mun vera Járn og Gler.
KEX er góð hugmynd!
Re: BrewDog á Íslandi
Posted: 27. Mar 2012 19:42
by bjarkith
Járn og Gler að standa sig vel í innflutningi á góðum bjórum.
Re: BrewDog á Íslandi
Posted: 2. Apr 2012 12:23
by AndriTK
Þá er þetta komið til landssins. Verður vonandi komið í hús á morgunn og því ætlaði ég að reyna að koma þessu inn á einhvern bar fyrir páska. Er einhver sem þekkir eitthvað til eða veit hver sér um innkaup þarna á Kex???
Re: BrewDog á Íslandi
Posted: 12. Apr 2012 12:45
by AndriTK
Svona fyrir þá sem vilja smakka bjórinn og eru í Reykjavík þá verður bjórinn að öllum líkindum kominn á vínbarinn seinnipartinn í dag, sem og áfylling á allar týpur af Mikkeller.
Re: BrewDog á Íslandi
Posted: 12. Apr 2012 17:19
by viddi
Hvað með ATVR? Fer þetta ekki þangað?
Re: BrewDog á Íslandi
Posted: 12. Apr 2012 20:13
by AndriTK
jú er væntanlegt í reynslusölu 1 maí í skútuvogi, heiðrúnu og kringlunni
ps. verður einnig á Enska barnum frá og með í kvöld

Re: BrewDog á Íslandi
Posted: 14. Apr 2012 00:09
by Valli
Til hamingju með fyrsta doupleIPA á markaðinn. Búinn að gera úttekt á þessu á Vínbarnum og get staðfest að þetta er gott:)
Valgeir
Re: BrewDog á Íslandi
Posted: 14. Apr 2012 22:27
by AndriTK
takk fyrir það valgeir og gaman að heira þér líkaði

- þetta er náttla hrein áskorun á ykkur borg menn að setja úlfur úlfur iipa á flöskur.. frábær bjór og við þurfum bara fleyri iipa á markaðinn

Re: BrewDog á Íslandi
Posted: 15. Apr 2012 10:28
by haukur_heidar
tek undir með Andra, það væri frábært að hafa aðgengi að þeim báðum, Úlfi og stóra bróður. Úlfur er svo frábær session IPA, en svo kannski vill maður eina flösku af smá punchi í viðbót

Re: BrewDog á Íslandi
Posted: 19. Apr 2012 18:41
by gosi
Eru þessir komnir á Vínbarinn? Var að spá í að kíkja í kvöld og smakka.
Re: BrewDog á Íslandi
Posted: 23. Apr 2012 21:19
by AndriTK
dáldið seint kanski, en jú það passar. Til á vínbarnum og Enska
Re: BrewDog á Íslandi
Posted: 23. Apr 2012 23:29
by gosi
Aldrei of seint
Ég fer bara næst, ef ég get beðið.
Ég er að tryllast úr spenningi varðandi þennan 150 IBU Hardcore IPA.
Re: BrewDog á Íslandi
Posted: 24. Apr 2012 10:52
by sigurdur
Ég smakkaði bjórana á laugardaginn á vínbarnum, mjög skemmtilegir bjórar. Uppáhaldið er Punk IPA.