Page 1 of 1

Hráefni í belgískt sykursýróp (lime/calcium hydroxide)

Posted: 22. Mar 2012 12:01
by gugguson
Góðan daginn herramenn.

Ég er að velta fyrir mér að búa til belgískt sykursýróp fyrir belgískan bjór þarsem þetta er ansi dýrt pantað erlendis frá. Það sem þarf í uppskriftina sem ég hef í huga er eftirfarandi (lime í þurkuðu formi held ég):

Code: Select all

"slaked lime is also known as calcium hydroxide, its used for pickling cucumbers to keep them crisp. Nothing else Ive found seems to work as well"
Veit einhver hvar ég fæ þetta dót?

p.s. hér er linkurinn: http://ryanbrews.blogspot.com/2012/02/c ... -been.html" onclick="window.open(this.href);return false;

Jói

Re: Hráefni í belgískt sykursýróp (lime/calcium hydroxide)

Posted: 22. Mar 2012 12:58
by helgibelgi
er þetta ekki limestone í duftformi?

af snara.is:
slökkt kalk, leskjað kalk, hvítt kalsíumhýdroxíðduft sem myndast þegar vatn er sett saman við brennt kalk. Formúla: Ca(OH)2.

en sorrý, veit ekkert hvar svona fæst :|

Re: Hráefni í belgískt sykursýróp (lime/calcium hydroxide)

Posted: 22. Mar 2012 14:05
by gosi
Þú gætir reynt á apótek.

Re: Hráefni í belgískt sykursýróp (lime/calcium hydroxide)

Posted: 22. Mar 2012 15:05
by gugguson
Já, ég ætla að athuga í apóteki. Ætti ég að spyrja um "Calcium hydroxide"?

Re: Hráefni í belgískt sykursýróp (lime/calcium hydroxide)

Posted: 22. Mar 2012 15:52
by Idle
Gætir líka prófað þetta, hjá Furðufuglum og fylgifiskum: Reef Kalkwasser

Hreint kalsíumhýdroxíð, segja þeir. Fjandi dýrt, 250 gr. á 3.190 kr.

Re: Hráefni í belgískt sykursýróp (lime/calcium hydroxide)

Posted: 22. Mar 2012 17:15
by gosi
Er ekki frekar spurning um að gera þetta sjálfur. 8-)
Eggjaskurn er úr Calcium Carbonate (CaCO3).
Hana má hita með brennara þar til CO3 er farið
og svo blanda út í vatn. Sá þetta á jútjúb.
Ætli sé ekki best að sjóða eggið fyrst og svo tína
hægt og rólega af því skurnina.

http://www.youtube.com/watch?v=571PoD3JwuA

Re: Hráefni í belgískt sykursýróp (lime/calcium hydroxide)

Posted: 22. Mar 2012 20:33
by gugguson
Já, þetta er frekar dýrt og maður myndi sennilegast ekki spara mikið á því að gera þetta sjálfur.

Eggjaskurnapælingarnar eru áhugaverðar en of mikið fyrir mig. Ég ætla að setja þetta aðeins á "hold".

Re: Hráefni í belgískt sykursýróp (lime/calcium hydroxide)

Posted: 23. Mar 2012 01:28
by sigurdur
Hvað með að panta þetta í aðeins öðruvísi... t.d. af Amazon.. http://www.amazon.com/E-S-V-Calcium-Hyd ... 980&sr=1-2" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Hráefni í belgískt sykursýróp (lime/calcium hydroxide)

Posted: 23. Mar 2012 10:26
by helgibelgi
Er þetta ekki það sama:

http://a4.is/a4/products/?ew_0_cat_id=0 ... afd95bc3d8" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;

???

og svo http://a4.is/a4/products/?product_categ ... 91443B24EB" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Hráefni í belgískt sykursýróp (lime/calcium hydroxide)

Posted: 23. Mar 2012 10:47
by Dabby
Mér sýnist annað vera á föstu formi en hitt vera lausn.

Re: Hráefni í belgískt sykursýróp (lime/calcium hydroxide)

Posted: 23. Mar 2012 12:45
by hrafnkell
Ath.: Þessi vara er einungis afgreidd til skóla!
Þeir eru afar ósveigjanlegir með þetta... ég hef prófað :D

Re: Hráefni í belgískt sykursýróp (lime/calcium hydroxide)

Posted: 23. Mar 2012 15:41
by gunnarolis
http://ryanbrews.blogspot.com/2012/02/c ... -been.html

Athygliverð grein þegar þið eruð búnir að útvega hráefni.

Re: Hráefni í belgískt sykursýróp (lime/calcium hydroxide)

Posted: 24. Mar 2012 17:18
by sigurdur
Af hverju ekki bara að hafa samband við Gamla Apótekið?