Page 1 of 1

Hveitbjór eingöngu úr hveiti

Posted: 21. Mar 2012 16:05
by bjarkith
Sælir, hafa einhverjir ykkar gert hveitibjór eingöngu úr möltuðu hveiti?

Ef svo er, er eithvað sem ég þarf að hafa í huga við meskingu(nota biab)?

Búinn að vera að leita af upplýsingum og uppskriftum en hef lítið sem ekkert fundið um svona bjóra, annað að þetta sé hægt.

Væri gaman að heyra einhverjar hugmyndir frá ykkur varðandi svona bjóra.

Er bæði búinn að vera að pæla í klassískum HefeWeizen eða Amerísku útgáfunni.

Re: Hveitbjór eingöngu úr hveiti

Posted: 21. Mar 2012 16:20
by gosi
Ég rakst á þessa ekki alls fyrir löngu. Er þó ekki búinn
að prófa hana.

Það væri gaman að vita hvernig hún yrði.

http://mysticmead.com/?p=172

Re: Hveitbjór eingöngu úr hveiti

Posted: 21. Mar 2012 17:17
by freyr_man69
eg profaði fyrir stuttu að gera 100% hveiti bjór í biab hann var mjög góður en mjög beiskur utaf lét of mikinn appelsinubörk og svo alltof glær miðað við hveitibjor en flottur haus næstum eins þykkur og rjómi :D

Re: Hveitbjór eingöngu úr hveiti

Posted: 21. Mar 2012 19:00
by bjarkith
Lýst vel á þetta, gerðiru bjórinn með brew in a bag eða einhverri annari aðferð?

Re: Hveitbjór eingöngu úr hveiti

Posted: 21. Mar 2012 21:39
by sigurdur
Basic Brewing prófuðu þetta.
Hér er myndband, http://www.youtube.com/watch?v=JF6FkLqmqUk" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Hveitbjór eingöngu úr hveiti

Posted: 22. Mar 2012 14:23
by freyr_man69
gerði brew in a bag :)