Page 1 of 1

Hitaelements-pælingar

Posted: 14. Mar 2012 14:27
by helgibelgi
Sælir meistarar

Ég er að spá í næstu skref í breytingum á suðutunnunni minni. Ég er núna með 60 lítra síldartunnu með 3 hraðsuðukatlaelementum (tvö 2200W og eitt 2000W). Þegar ég nota hana í suðu þá brennur virturinn og verður ódrekkanlegur. Þess vegna langar mig að breyta aðeins til og sjá hvort ég geti bjargað tunnunni með smá fiffi.

Það fyrsta sem mér dettur í hug er að raðtengja elementin saman, öll eða amk 2 þeirra. Spurning hvort það bjargi þessu fyrir horn, hvað haldið þið?

Síðan langaði mig að spurja ykkur: hvernig hafið þið farið að því að nota þessi hraðsuðukatla-element þannig að bjórinn brenni ekki?

Re: Hitaelements-pælingar

Posted: 14. Mar 2012 14:41
by hrafnkell
Ef þú raðtengir þá lækkar aflið fjórfalt... 2x 2200w element verða 2x 550w elementum.

Varðandi brunann þá er þetta undarlegt, það virðist vera að örfáir lendi í þessu en flestir ekki með hraðsuðukatlaelementin.


Edit:
Skrifaði óvart helming, átti að vera fjórfalt.

Re: Hitaelements-pælingar

Posted: 14. Mar 2012 14:53
by helgibelgi
hrafnkell wrote:Ef þú raðtengir þá lækkar aflið um helming... 2x 2200w element verða 2x 550w elementum.

Varðandi brunann þá er þetta undarlegt, það virðist vera að örfáir lendi í þessu en flestir ekki með hraðsuðukatlaelementin.
Takk fyrir að svara svona fljótt Hrafnkell, en ég skil ekki alveg. Ég er langt frá því að vera rafmagnsnörd svo þetta er kannski asnaleg spurning, en ef aflið lækkar um helming (við að tengja saman 2 element) verður þá ekki aflið 1100W á hvoru elementi fyrir sig? (2200 total deilt á tvö?)

Re: Hitaelements-pælingar

Posted: 14. Mar 2012 15:12
by hrafnkell
Skrifaði óvart helming, meinti fjórfalt.

2200w element er uþb 25,1 ohm. Ef maður setur þau í seríu, þá verða þau 50,2 ohm.

230 / 50,2 = 4,58 Amper

4,58 Amper * 230 = 1053w

Re: Hitaelements-pælingar

Posted: 14. Mar 2012 15:29
by Dabby
Sæll
Þetta er rétt hjá Hrankeli, þau verða samanlagt 1100 W (550 hvort).

Ef þú ert nokkuð viss um að það brenni ekki við fyrr en í suðunni þá væri fín lausn að hafa elementin hliðtengd fram að suðu og raðtengd í suðunni, þ.e. ef þú ert handlaginn og nærð að útbúa tengingarnar þannig að það virki.

Önnur lausn er að vera með hitastýringu sambærilega við þá sem Hrafnkell er að selja, þá getur þú trappað elementin niður við suðu, t.d. í 50% output. Þannig ætti að vera hægt að koma í veg fyrir að brenni við.
Ég geri ráð fyrir að gera þetta við suðu þegar ég verð búinn að fá mér hitastýringu, þó til að minnka gufuna sem kemur upp úr suðutunnunni. Ég lendi vonandi ekki í því að það brenni við hjá mér.

Re: Hitaelements-pælingar

Posted: 14. Mar 2012 15:50
by hrafnkell
Dabby wrote:Sæll
Þetta er rétt hjá Hrankeli, þau verða samanlagt 1100 W (550 hvort).

Ef þú ert nokkuð viss um að það brenni ekki við fyrr en í suðunni þá væri fín lausn að hafa elementin hliðtengd fram að suðu og raðtengd í suðunni, þ.e. ef þú ert handlaginn og nærð að útbúa tengingarnar þannig að það virki.

Önnur lausn er að vera með hitastýringu sambærilega við þá sem Hrafnkell er að selja, þá getur þú trappað elementin niður við suðu, t.d. í 50% output. Þannig ætti að vera hægt að koma í veg fyrir að brenni við.
Ég geri ráð fyrir að gera þetta við suðu þegar ég verð búinn að fá mér hitastýringu, þó til að minnka gufuna sem kemur upp úr suðutunnunni. Ég lendi vonandi ekki í því að það brenni við hjá mér.
Rétt að benda á að þú vilt að það komi mikil gufa. Lítil gufa og þá ertu ekki að sjóða nógu hressilega :) Það er auðvitað hægt að hafa of mikla gufu, en passaðu allavega að vera ekki að miða græjusmíðar við það að það komi sem minnst gufa. Þú vilt að það gufi nokkrir lítrar upp í suðunni.

Re: Hitaelements-pælingar

Posted: 14. Mar 2012 15:54
by helgibelgi
Þetta er sniðugt. Getið þið nokkuð sagt mér (eða sýnt mér) hvernig maður raðtengir þessa gaura?

Annars er ég farinn að hallast að því að skella mér á hitastýringu frá Hrafnkeli þó ég viti ekkert hvernig hun virkar.

Re: Hitaelements-pælingar

Posted: 14. Mar 2012 18:06
by Squinchy
Mæli klárlega með svona stýringu, þetta er svona 15 mín lestur max, í gegnum leiðbeiningarnar á netinu, þá er maður strax farinn að bjarga sér

Re: Hitaelements-pælingar

Posted: 14. Mar 2012 21:14
by helgibelgi
ok er að spá í að tengja saman tvö 2,2 kW element og tengja það svo við einhvers konar stýringu, helst stýringu sem leyfir manni að stilla afl í % og sem virkar sem hitastýring sem er tengd við hitanema sem ég get látið út í meskinguna. Er þetta hægt?

Re: Hitaelements-pælingar

Posted: 10. Apr 2014 14:24
by Bjoggi
Sælir,

Afsaka að svara gömlum þræði.

Ég var nefnileg að fjárfesta í 4000w hitsstýringu hjá brew.is einnig með 3500w element.
Er einhver með link á góðar leiðbeiningar með að tengja þetta saman?

Kveðja,

Re: Hitaelements-pælingar

Posted: 10. Apr 2014 15:46
by Sindri
Bjöggi.. plataðu bara rafvirkjavin í bjór ;) virkaði hjá mér...

Re: Hitaelements-pælingar

Posted: 10. Apr 2014 17:09
by Eyvindur
Sindri wrote:Bjöggi.. plataðu bara rafvirkjavin í bjór ;) virkaði hjá mér...
+1
Rafmagn er hættulegt ef maður veit ekki hvað maður er að gera. Ég múta alltaf vini með bjór. (Veit ekki hvort fullur vinur og rafmagn fer vel saman, en ég er ekki dauður ennþá.)

Re: Hitaelements-pælingar

Posted: 11. Apr 2014 09:36
by hrafnkell
Jebb. Ef maður er óöruggur þá borgar sig að fá einhvern sem veit hvað hann er að gera til að ganga frá þessu. 3500w er mikið rafmagn og hægt að meiða sig og/eða limlesta ef maður veit ekki hvað maður er að gera.

Re: Hitaelements-pælingar

Posted: 11. Apr 2014 15:31
by Bjoggi
Takk fyrir skjót svör!

Kominn með rafvirkjavin sem ætlar að double check-a þetta hjá mér áður en sett er í samband.

Eru margir með 7000w elemenet? Ef svo er eru menn að setja nýjan tengil frá töflu (með sverari vír) eða hugsanlega með þriggja fasa tengi?

Kveðja,
Bjöggi

Re: Hitaelements-pælingar

Posted: 11. Apr 2014 15:49
by hrafnkell
Það þarf að vera með 6q vír fyrir 7000w element. Það er í lagi á 32A grein, þarft sverari tengla en græðir ekkert á 3ja fasa því elementið notar bara einn fasa.