Page 1 of 1

Silfurbakur IPA

Posted: 12. Mar 2012 19:58
by Classic
Þessi er að malla á eldavélinni:

Code: Select all

 Silfurbakur - American IPA
================================================================================
Batch Size: 21.000 L
Boil Size: 11.000 L
Boil Time: 1.000 hr
Efficiency: 70%
OG: 1.067
FG: 1.013
ABV: 7.0%
Bitterness: 69.0 IBUs (Rager)
Color: 11 SRM (Morey)

Fermentables
================================================================================
              Name        Type    Amount Mashed Late Yield Color
 Amber Dry Extract Dry Extract  1.400 kg     No   No   95%  13 L
 Light Dry Extract Dry Extract 525.000 g     No   No   97%   8 L
 Light Dry Extract Dry Extract 525.000 g     No  Yes   97%   8 L
 Amber Dry Extract Dry Extract  1.400 kg     No  Yes   95%  13 L
Total grain: 3.850 kg

Hops
================================================================================
    Name Alpha   Amount        Use       Time   Form  IBU
  Simcoe 12.2% 13.000 g First Wort   1.500 hr Pellet  8.0
  Simcoe 12.2% 25.000 g       Boil   1.000 hr Pellet 41.2
  Simcoe 12.2% 25.000 g       Boil 15.000 min Pellet 10.9
  Simcoe 12.2% 25.000 g       Boil 10.000 min Pellet  8.9
 Cascade  5.4% 25.000 g      Aroma    0.000 s Pellet  0.0
  Simcoe 12.2% 25.000 g    Dry Hop 14.000 day Pellet  0.0
 Cascade  5.4% 25.000 g    Dry Hop 14.000 day Pellet  0.0

Misc
================================================================================
       Name   Type  Use   Amount       Time
 Irish Moss Fining Boil 5.000 mL 15.000 min

Yeast
================================================================================
        Name Type Form   Amount   Stage
 Safale S-05  Ale  Dry 11.000 g Primary
Er svolítið í því þessa dagana að vinna út frá mínum bestu uppskriftum í eitthvað nýtt og spennandi. Heppnaðist vel að splæsa tveimur saman í eina með Fimmtu stjörnunni, svo vel að hún kláraðist á met tíma og ég þurfti að brugga hana aftur. Fyrst og fremst var stefnan sett á að brugga stærri útgáfu af Apaspili, eða Apa eins og hann er jafnan kallaður í daglegu tali, svo Úlfar á hér hluta af heiðrinum, mætti kalla þetta barnabarn Brúðkaupsölsins.

Uppskriftin hvað viðkemur maltprófíl og tímasetningar á humlaviðbótum er svo teiknuð upp eftir Ganglera, nema þar sem maður er löngu laus við alla byrjendafeimni með humlana (Gangleri var bruggaður í október 2010, löngu fyrir daga Úlfs og Eiðsgrandabola, og aðeins önnur eða þriðja uppskrift sem ég hafði lagt einhverja rannsóknarvinnu í) var beiskjan keyrð úr neðri mörkum alveg upp í þau efri fyrir stílinn.

Silfurbakurinn kemur fljótt upp í hugann þegar maður fer að hugsa um stóra apa, svo nafnið lá frekar beint við...

Image

Re: Silfurbakur IPA

Posted: 16. Apr 2012 12:40
by bergrisi
Er þessi kominn á flöskur og ef svo hvernig er hann að koma út?

Re: Silfurbakur IPA

Posted: 16. Apr 2012 17:59
by Classic
Flöskurnar eru að nálgast 2ja vikna aldurinn. Stalst aðeins í hann um helgina, og hann lofar þrusugóðu, 2 vikur enn og við erum að tala um eðal. Verður orðinn flottur fyrir mánudagsfundinn í maí :skal:

Re: Silfurbakur IPA

Posted: 16. Apr 2012 22:18
by helgibelgi
Classic wrote:Flöskurnar eru að nálgast 2ja vikna aldurinn. Stalst aðeins í hann um helgina, og hann lofar þrusugóðu, 2 vikur enn og við erum að tala um eðal. Verður orðinn flottur fyrir mánudagsfundinn í maí :skal:
/Læk

Re: Silfurbakur IPA

Posted: 16. Apr 2012 22:21
by bergrisi
Þessi er næg ástæða til að mæta á fund.