Page 1 of 1

Belgískt Sterköl

Posted: 12. Mar 2012 19:30
by bjarkith
Sælir/sæl, var að enda við að leggja í einn óskilgreindan (kanski tripel) sem ég vona að verði til í keppnina, samt ekki víst að hann verði orðinn kepnishæfur eftir svo stuttan tíma.

Innihaldið var :
5kg Pilsner
1kg Sykur (10mín suðu)
30gr Saaz 60mín
15gr Saaz 30mín
30gr Tettnager 5mín
Ætla svo að þurrhumla með 30gr Saaz
1 Whirfloc 10mín
Og svo þar sem þetta var skyndibrugg og því ekki tími fyrir starter fór út í þetta einn pakki af T-58 og útrunninn pakki af S-33.

Endaði með 21 lítra af virti með O.G 1.071 (frekar lélegt fannst mér, var að vona eftir einhverju í kringum 1.080, en við Helgi vorum að prufa að meskja með hitaspíral og það gekk frekar brösulega)

Tók svo afganginn úr Meskipokanum og skolaði í pott og sauð með 5gr af Tettnager í 15mín 3-4 líta og skellti í brúsa með útrunnum pakka af S-33 og smá korni. Er að vona að ég fái smá lacto úr korninu og þetta verði að einhverju í líkingu við Berliner Weisse en ef ekki þá er þetta bara skemmtileg tilraun.

Re: Belgískt Sterköl

Posted: 12. Mar 2012 20:00
by helgibelgi
Ég held að það hafi verið mistök að hafa kælispíralinn í meskingunni sjálfri. Hann passar ekki alveg með. Betra væri að nota hann til að hita meskivatnið í byrjun og taka hann svo úr. Síðan væri hægt að nota hann til að hita vatn í næsta skref?