Page 1 of 1
Weissbier Hell fyrir sumarið
Posted: 6. Mar 2012 18:49
by helgibelgi
Ætla að brugga þennan
Weissbier fljótlega og var að spá í nokkrum hlutum.
Kornið er:
70% Wheat malt
3% Acidulated malt (Weyermann)
5% Cara Munich II (Weyermann)
22% Pilsner malt
Spurning 1: Á einhver Acidulated malt?
Spurning 1 og 1/2: Gæti ég súrmeskjað pilsner malt í staðinn?
Uppskriftin kallar á einhverja þýska humla.
Spurning 2: Hvað mælið þið hveitibjórsmenn með?
Ger: Wyeast 3068 (sýnist nokkrir eiga það í gerbankanum)
Meskiferli:
Maltose rest : 63 °C (145 °F) í 35 mín
dextrinization rest : 71 °C (160 °F) í 45 mín
mash-out : 76 °C (169 °F) (optional)
Kæla niður í 13-15°C eftir suðu og pitcha gerinu út í og leyfa síðan hækkun upp í 17°C og halda því þar í gerjun. Nota blow-off tube og fjarlægja brúnt krausen.
Spurning 3: Hvernig hafið þið farið að þessu með að fjarlægja krausen? Ég held ég verði of hræddur við að sýkja bjórinn að ég þori því varla.
Re: Weissbier Hell fyrir sumarið
Posted: 6. Mar 2012 21:49
by hrafnkell
Liggur nokkuð vel við að nota hersbrucker eða mittelfruh humla. Acidulated malt geturðu búið til (google)
Re: Weissbier Hell fyrir sumarið
Posted: 7. Mar 2012 00:00
by gunnarolis
Ég á acidulated malt, þú getur fengið hjá mér ef þú vilt.
Notaðu bara Hallertauer Hersbrucker eða hallertauer mittelfruh í þetta, hersbrucker frekar.
Það að fjarlægja kreusen held ég að sé ekki mikið atriði.
Mér hefur fundist best að gerja hveitibjór við 17°C, það kemur mjög vel út. Passaðu bara að hafa nóg pláss fyrir kreusen (amk 33%) í fötunni, hef lent oftar en einusinni í því að sprengja lok af hveitibjórsfötu.
Re: Weissbier Hell fyrir sumarið
Posted: 7. Mar 2012 09:09
by hrafnkell
Getur líka notað fermcap til að koma í veg fyrir að krausen verði til vandræða

Re: Weissbier Hell fyrir sumarið
Posted: 7. Mar 2012 10:33
by sigurdur
hrafnkell wrote:Getur líka notað fermcap til að koma í veg fyrir að krausen verði til vandræða

Áttu nokkuð fermcap?
Re: Weissbier Hell fyrir sumarið
Posted: 7. Mar 2012 10:37
by Squinchy
Er það ekki bara DIY, skera toppinn af samskonar fötu sem passar rétt ofan í virtinn ?, þ.a.s. ef það verður nægilega þétt
Re: Weissbier Hell fyrir sumarið
Posted: 7. Mar 2012 12:01
by helgibelgi
Er ekki Fermcap eitthvað efni sem maður setur í suðu?
Re: Weissbier Hell fyrir sumarið
Posted: 7. Mar 2012 12:06
by sigurdur
helgibelgi wrote:Er ekki Fermcap eitthvað efni sem maður setur í suðu?
Júbb.
Re: Weissbier Hell fyrir sumarið
Posted: 7. Mar 2012 12:08
by Feðgar
helgibelgi wrote:Er ekki Fermcap eitthvað efni sem maður setur í suðu?
Er það ekki sett út í þegar maður setur gerinn út í virtina.
Re: Weissbier Hell fyrir sumarið
Posted: 7. Mar 2012 12:16
by helgibelgi
Feðgar wrote:helgibelgi wrote:Er ekki Fermcap eitthvað efni sem maður setur í suðu?
Er það ekki sett út í þegar maður setur gerinn út í virtina.
Er að lesa
þráð á homebrewtalk og þar kemur fram að þetta sé notað í suðu til þess að koma í veg fyrir boil-over, en einnig út í gerjun til þess að koma í veg fyrir krausen uppbyggingu (sýnist mér)
Re: Weissbier Hell fyrir sumarið
Posted: 7. Mar 2012 12:29
by sigurdur
Áhugaverðar upplýsingar á
midwestsupplies
Re: Weissbier Hell fyrir sumarið
Posted: 7. Mar 2012 12:43
by hrafnkell
Passar. Ég er farinn að setja þetta alltaf í eftir meskingu, þá slepp ég við boilovers og krausensprengingar. Þetta efni er samþykkt af Jamil og Chris White þannig að ég þykist öruggur að nota þetta. Á ekki að hafa nein áhrif á head retention.
Svo er ég líka farinn að nota þetta þegar ég sýð fisk, pasta og hrísgrjón - Afar þægilegt að þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að það sjóði uppúr ef maður gleymir sér

Re: Weissbier Hell fyrir sumarið
Posted: 7. Mar 2012 16:21
by Idle
Ég hef einmitt notað
froðueyði um nokkurt skeið við suðu á fiski. Amma heitin átti þetta gjarnan til í töfluformi, en pabbi var með þetta í fljótandi formi í litlum sprautubrúsum, áþekkum þeim sem matarlitur fæst í.

Re: Weissbier Hell fyrir sumarið
Posted: 22. Mar 2012 19:54
by helgibelgi
Ég keypti svona froðueyði frá ámunni og hann virkaði vel þegar ég var að sjóða virt fyrir startera. Það var byrjað að freyða upp úr og ég sprautaði nokkrum dropum ofan á og þá hætti strax að freyða og virturinn var þægur eftir það. Karlinn í búðinni segist nánast drekka þennan froðueyði (ekki taka því of bókstaflega samt

)
En ég var að spá í með þessa uppskrift. Það stendur: "One addition of German hops worth about 40 mg/l alpha acid in the kettle full wort. This is about 1 g alpha acid in 25 l (6.6 gal) or 10 g 10% alpha acid hops in 25 l. The hops may be added before or after the wort comes to a boil. Boil time is 70 min."
Ætla líklega að nota Hersbrucker frá Hrafnkeli sem er 3% aa. Passar þá að nota 20 grömm í 15 lítra uppskrift?
Kveðja. Helgi
Re: Weissbier Hell fyrir sumarið
Posted: 31. Mar 2012 17:04
by helgibelgi
Jæja, þá er þessi kominn í gerjunarfötuna eftir mesta flýtibrugg ever. Hafði bara 4 tima til þess að brugga og þrífa, en það var bara hressandi!
Mörg atriði sem ég hefði mátt hugsa betur áður en byrjað var:
1. var með ómalað korn => þurfti að henda því í ziplock poka og hamast á því í smá tíma (ég á ekki kökukefli) en sem betur fer bara 100 grömm af acid malti.
2. Samkvæmt uppskrift þarf að kæla virtinn niður í 15 gráður áður en maður hendir gerinu út í, náði honum bara niður í 18 gráður og henti gerinu út í bara samt!
3. Gerjun má ekki fara yfir 18 gráður en ég er ekki með ísskáp eða kæli. Ég fann samt aðra lausn: fann plastkassa/bala sem ég setti gerjunarfötuna í og fyllti síðan balann með vatni og setti tvær frosnar hálfslítra plastflöskur í vatnið til að kæla. Vona að þetta dugi til.
Spurning: Haldið þið að það sé mjög slæmt að ég setti gerið út í við 18 gráður miðað við að bjórinn á líklega eftir að kælast aðeins niður útaf kælingu frá vatninu/ísnum í balanum sem hann liggur í
Re: Weissbier Hell fyrir sumarið
Posted: 31. Mar 2012 17:13
by sigurdur
Það skiptir trúlega ekki máli. Aðal ástæðan fyrir gerjunarhitastiginu er til þess að stjórna ester/fenól myndun.
Re: Weissbier Hell fyrir sumarið
Posted: 31. Mar 2012 18:08
by helgibelgi
Hann er byrjaður að bubbla á fullu svo gerið hefur lifað þetta af
Hitastigið í balanum er samt 21 gráður, þarf að vinna betur í því að lækka það. Er ekki annars rétt hjá mér að við hátt hitastig með þetta ger kemur bananabragð/lykt? Er eitthvað meira sem kemur sem gæti verið slæmt? (ekki að banani sé slæmur, elska banana í hveitibjór!)
Re: Weissbier Hell fyrir sumarið
Posted: 31. Mar 2012 19:36
by sigurdur
Jú .. en það eykst líka phenol við hærra hitastig.
Re: Weissbier Hell fyrir sumarið
Posted: 1. Apr 2012 15:30
by helgibelgi
Það vantar appelsínugula kassa og ég vona að þið elskið myndir jafnmikið og ég. Svona reddaði ég kælingu fyrir hveitibjórinn: hann liggur í ca. 16 gráðu heitu vatni:
Re: Weissbier Hell fyrir sumarið
Posted: 1. Apr 2012 17:16
by bjarkith
Hvað náðiru mörgum lítrum að virt?
Re: Weissbier Hell fyrir sumarið
Posted: 1. Apr 2012 17:18
by helgibelgi
Náði 13 lítrum með 1.049 OG
Re: Weissbier Hell fyrir sumarið
Posted: 1. Apr 2012 17:22
by bjarkith
Fínt, með 16l pottinum er það ekki?
Re: Weissbier Hell fyrir sumarið
Posted: 1. Apr 2012 17:36
by helgibelgi
Já þetta er 16 lítra stálpottur, sá sem sést á myndinni.
Re: Weissbier Hell fyrir sumarið
Posted: 20. Apr 2012 19:54
by helgibelgi
Var að skella þessum á flöskur og djöfull var sýnið gott! Hann fór frá 1.049 niður í 1.008
Ég sleppti lageringu (10 dagar skv. uppskrift) en miðað við hvað hann er orðinn góður hef ég engar áhyggjur. Reyni að koma með hann á næsta mánudagsfund.
Ætla að gera þennan strax aftur og vanda mig aðeins meira og lagera og alles og sjá hvort ég nái honum ennþá betri
