Page 1 of 1
Ball lock eða Pin lock kútur
Posted: 6. Mar 2012 04:33
by bergrisi
Ég ætla að búa til Kegarator og á svo til allt nema mig vantar cornelius kútana. Þurfa að vera 18 lítra. Það sem ég er að spá í er hvort á maður að fá sér með Pin Lock eða með Ball lock? Hvað er betra?
Re: Ball lock eða Pin lock kútur
Posted: 6. Mar 2012 08:42
by hrafnkell
Það skiptir í raun engu máli. Flestir eru með pinlock hér á landi, þannig að það er hugsanlega auðveldara að redda sér varahlutum að láni ef maður lendir í vandræðum 5mín í partý. Pinlock kútarnir eru aðeins lægri, og þar af leiðandi feitari en ball lock kútarnir.
Re: Ball lock eða Pin lock kútur
Posted: 6. Mar 2012 11:35
by atax1c
Ef að plássið í ísskápnum þínum er tæpt, þá myndi ég frekar fá mér pepsi ball lock kút.
Ég fékk mér þannig og þeir mættu ekki vera einum millimeter breiðari og þá kæmust þeir ekki í skápinn minn
Pepsi: 25" á hæð og 8" þvermál.
Coke: 22" á hæð og 9" þvermál.
Re: Ball lock eða Pin lock kútur
Posted: 6. Mar 2012 17:30
by Bjössi
ég á 1 koke kút ef þú villt
ég keypti á 10þ getur fengið á það sama
Re: Ball lock eða Pin lock kútur
Posted: 6. Mar 2012 19:57
by bergrisi
Mér líst bara vel á það. Sendi þér prívat póst.
Re: Ball lock eða Pin lock kútur
Posted: 8. Mar 2012 14:48
by bergrisi
Kominn með einn kút í hendurnar og búinn að máta hann í frystikistuna og passar hann flott.
Reyndar verður hann einmanna svo ef það er einhver sem lumar á svona kút þá er ég til í að kaupa eitt stykki.