Page 1 of 1

Keppnis Saison

Posted: 4. Mar 2012 09:59
by bjarkith
Skellti í einn Saison sem ég var að vona að ég gæti sent fram í keppnina

Átti að vera 15l batch en endaði í 13l og var með frekar lélega nýtni enda ákvað ég að nota ekki græjurnar mínar og gera þetta bara í potti uppi í eldhúsi.
Prufaði að notast við súrmeskingu en vildi þó ekki hafa það of súrt svo ég lét 1kg pilsner súrna yfir daginn, smakkaði það áður en það fór í og fannst það ekki súrt en skv. ph mælingu var það í súrari kanntinum.
Meskti við lágt hitastig eða 65° í eina klukkustund. Sauð svo í 90 mín.

3kg Pilsner
0,2kg Biscuit
150gr Melanoidin
150gr Hveitimalt

35gr. Tettnager 60mín
30gr. Strisselspalt 20mín
33gr. Strisselspalt 5mín
0,25tsk Svartur Pipar 5mín
Whirfloc tafla 5 mín

WLP 565 Belgian Saison Ger

O.G. 1.061

Lét fötuna vera í 20°C fyrstu 24 tímanna og hækkaði svo hitann upp í 25°C ætla að láta hann sitja i þeim hita í einhvern tíma og svo jafnvel hækka hitann enn meir ef þörf er á.

Re: Keppnis Saison

Posted: 4. Mar 2012 14:19
by bjarkith
Vatnslásinn flaug, lýst vel á þetta komin kröftug gerjun í gang.

Re: Keppnis Saison

Posted: 4. Mar 2012 21:21
by sigurdur
Snilld ..

Þú verður að muna eftir að koma með smakk af þessum ..! :-)

Re: Keppnis Saison

Posted: 4. Mar 2012 22:30
by bjarkith
Kem með hann í smökkun þegar hann er tilbúinn, get ekki beðið eftir að smakka hann lyktar vel prumpið úr vatnslásnum.

Re: Keppnis Saison

Posted: 5. Mar 2012 13:55
by bjarkith
Nú hef ég ekki smakkað saison svo ég er dálítið að skjóta út í loftið en er einhver bjór sem að einhverju leiti líkist saison sem ég gæti komist í hér heima eða að minnsta gæti hafa smakkað? Veit hann er belgískur en mér dettur ekki í hug hverju hann gæti líkst af belgísku bjórunum sem hér eru seldir.